Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta er búið, því miður“

Birna Sig­munds­dótt­ir hef­ur glatt íbúa Laug­ar­dals­ins í ára­tug með fal­leg­um jóla­skreyt­ing­um. Nú hef­ur Birna sest í helg­an stein. Ná­granna henn­ar lík­ar ekki við skreyt­ing­arn­ar og lög­regl­an hef­ur ver­ið köll­uð til í fjór­gang vegna ósætt­is um jóla­skraut­ið.

„Þetta er búið, því miður“
Sest í helgan stein Birna Sigmundsdóttir mun mest sakna leikskólabarnanna sem skoðuðu jólahúsið hennar og glöddu með jólasöng og brosum á myrkum morgnum. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

„Þetta er leiðindamál. Mjög erfitt mál. Ég er búin að búa hérna lengi og byggja þetta allt saman upp,“ segir Birna Sigmundsdóttir, íbúi á Dragavegi í Laugardal. Í meira en áratug hefur hún skreytt hús sitt og garð ríkulega af jólaskrauti sem hún hefur nostrað við. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að setjast í helgan stein þar sem nágrannar hennar eru ekki hrifnir af jólaskrautinu. 

Birna fékk nýja nágranna í desember í fyrra. Húsið og garðurinn voru þá fullskreytt en hún hefst handa við jólaskreytingar í nóvember, stundum fyrr. Hún neyddist hins vegar til að taka niður skrautið áður en aðfangadagur rann upp. „Þau flytja inn í desember og segja að þeim líki þetta ekki og þá var ekkert annað að gera en að taka þetta í burtu. Sem ég og gerði,“ segir Birna. 

„Ég vil ekki standa í látum og rifrildum“

Í vikunni ákvað Birna að byrja smátt og skreyta garðinn með dýrum. Ekki leið á löngu þar til nágranninn var búinn að fjarlægja þau. „Ég var farin að setja dýrin mín út, fyrir börnin, og svo sé ég hann koma niður og hreinsa garðinn. Ég bara skildi þetta ekki. Hann fer með þetta hérna á bak við. Ég setti dótið aftur út en það leið ekki langur tími þar til búið var að hreinsa allt í burtu aftur.“ Lögreglan hefur fjórum sinnum verið kölluð út vegna þessara erja. „Mér finnst svo sárt að eyðileggja fyrir öllu þessu fólki sem er búið að koma ár eftir ár eftir ár að skoða, börnin og gamla fólkið. Nágrannarnir eru að skemma fyrir öllum. Mér finnst það sárast,“ segir Birna. 

Jólahúsið á DragavegiBirna hefur skreytt húsið og garðinn ríkulega í um áratug með jólaljósum, dúkkum og dýrum, allt frá hreindýrum til flamingóa. Vegna nágrannaerja hefur hún nú losað sig við allt skrautið.

Hún hefur nú ákveðið að segja þetta gott. „Ég vil ekki standa í látum og rifrildum. Þetta er ekki í boði lengur. Ég er alltaf með eitthvert þema og hanna skraut fyrir hver jól. En ég á ekkert í dag. Ég lét þetta allt frá mér, það verður ekkert meira. Ég bæði gaf það og seldi. Þetta var skelfilegt og er skelfilegt.“

Birna segir ákvörðunina átakanlega og að hún muni sakna heimsókna frá leikskólabörnum sem glöddu hana með söng á myrkum desembermorgnum. „Þau sungu fyrir mig jólalög og svo fengu þau það sem ég kalla ömmunammi, ávexti eða brjóstsykur, eftir því hvort þau vildu. Það var svo gaman að búa til öll þessi ævintýri sem eru búin að gerast hérna. En þetta er búið, því miður.“

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Er ekki rétt að fjölmenna við hús nágrannans og láta hann vita hvað okkur finnst um svona fávitaskap?
    Frekjuhundar fá alltof oft að komast upp með yfirganginn á Íslandi.
    0
  • EA
    Erna Alfreðsdóttir skrifaði
    Þvílíkir nágrannar oj bara þvílík sjálfhverfa og frekja ekki vildi ég hafa svona nágranna.
    0
  • Osk Magnusdottir skrifaði
    Getur hver sem er vaðið inn í garð hjá öðrum og gert það sem þeim sýnist?
    T.d ef nágrannanum líkar ekki við sumarblóm í næsta garði, má þá slíta þau upp og henda bak við hús?
    1
  • Ásdís Thoroddsen skrifaði
    Einhliða grein. Var talað við nágrannana, sem hafa þurft að þola þetta?
    4
  • Jónína Hjartardóttir skrifaði
    ég hef oft gengi þarna og þú skreyti rosalega flott en ekki hætta
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hver er trú þessa fólks ?
    -3
    • JGG
      Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir skrifaði
      Ekkert með trú að gera, bara vera leiðinlegur og sína vald...
      0
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Enn eitt dæmið um fólk sem leyfir öðrum ekki að lifa, eyðileggur fyrir öðrum!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár