Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta er búið, því miður“

Birna Sig­munds­dótt­ir hef­ur glatt íbúa Laug­ar­dals­ins í ára­tug með fal­leg­um jóla­skreyt­ing­um. Nú hef­ur Birna sest í helg­an stein. Ná­granna henn­ar lík­ar ekki við skreyt­ing­arn­ar og lög­regl­an hef­ur ver­ið köll­uð til í fjór­gang vegna ósætt­is um jóla­skraut­ið.

„Þetta er búið, því miður“
Sest í helgan stein Birna Sigmundsdóttir mun mest sakna leikskólabarnanna sem skoðuðu jólahúsið hennar og glöddu með jólasöng og brosum á myrkum morgnum. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

„Þetta er leiðindamál. Mjög erfitt mál. Ég er búin að búa hérna lengi og byggja þetta allt saman upp,“ segir Birna Sigmundsdóttir, íbúi á Dragavegi í Laugardal. Í meira en áratug hefur hún skreytt hús sitt og garð ríkulega af jólaskrauti sem hún hefur nostrað við. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að setjast í helgan stein þar sem nágrannar hennar eru ekki hrifnir af jólaskrautinu. 

Birna fékk nýja nágranna í desember í fyrra. Húsið og garðurinn voru þá fullskreytt en hún hefst handa við jólaskreytingar í nóvember, stundum fyrr. Hún neyddist hins vegar til að taka niður skrautið áður en aðfangadagur rann upp. „Þau flytja inn í desember og segja að þeim líki þetta ekki og þá var ekkert annað að gera en að taka þetta í burtu. Sem ég og gerði,“ segir Birna. 

„Ég vil ekki standa í látum og rifrildum“

Í vikunni ákvað Birna að byrja smátt og skreyta garðinn með dýrum. Ekki leið á löngu þar til nágranninn var búinn að fjarlægja þau. „Ég var farin að setja dýrin mín út, fyrir börnin, og svo sé ég hann koma niður og hreinsa garðinn. Ég bara skildi þetta ekki. Hann fer með þetta hérna á bak við. Ég setti dótið aftur út en það leið ekki langur tími þar til búið var að hreinsa allt í burtu aftur.“ Lögreglan hefur fjórum sinnum verið kölluð út vegna þessara erja. „Mér finnst svo sárt að eyðileggja fyrir öllu þessu fólki sem er búið að koma ár eftir ár eftir ár að skoða, börnin og gamla fólkið. Nágrannarnir eru að skemma fyrir öllum. Mér finnst það sárast,“ segir Birna. 

Jólahúsið á DragavegiBirna hefur skreytt húsið og garðinn ríkulega í um áratug með jólaljósum, dúkkum og dýrum, allt frá hreindýrum til flamingóa. Vegna nágrannaerja hefur hún nú losað sig við allt skrautið.

Hún hefur nú ákveðið að segja þetta gott. „Ég vil ekki standa í látum og rifrildum. Þetta er ekki í boði lengur. Ég er alltaf með eitthvert þema og hanna skraut fyrir hver jól. En ég á ekkert í dag. Ég lét þetta allt frá mér, það verður ekkert meira. Ég bæði gaf það og seldi. Þetta var skelfilegt og er skelfilegt.“

Birna segir ákvörðunina átakanlega og að hún muni sakna heimsókna frá leikskólabörnum sem glöddu hana með söng á myrkum desembermorgnum. „Þau sungu fyrir mig jólalög og svo fengu þau það sem ég kalla ömmunammi, ávexti eða brjóstsykur, eftir því hvort þau vildu. Það var svo gaman að búa til öll þessi ævintýri sem eru búin að gerast hérna. En þetta er búið, því miður.“

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Er ekki rétt að fjölmenna við hús nágrannans og láta hann vita hvað okkur finnst um svona fávitaskap?
    Frekjuhundar fá alltof oft að komast upp með yfirganginn á Íslandi.
    0
  • EA
    Erna Alfreðsdóttir skrifaði
    Þvílíkir nágrannar oj bara þvílík sjálfhverfa og frekja ekki vildi ég hafa svona nágranna.
    0
  • Osk Magnusdottir skrifaði
    Getur hver sem er vaðið inn í garð hjá öðrum og gert það sem þeim sýnist?
    T.d ef nágrannanum líkar ekki við sumarblóm í næsta garði, má þá slíta þau upp og henda bak við hús?
    1
  • Ásdís Thoroddsen skrifaði
    Einhliða grein. Var talað við nágrannana, sem hafa þurft að þola þetta?
    4
  • Jónína Hjartardóttir skrifaði
    ég hef oft gengi þarna og þú skreyti rosalega flott en ekki hætta
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hver er trú þessa fólks ?
    -3
    • JGG
      Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir skrifaði
      Ekkert með trú að gera, bara vera leiðinlegur og sína vald...
      0
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Enn eitt dæmið um fólk sem leyfir öðrum ekki að lifa, eyðileggur fyrir öðrum!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár