Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Félag Eyþórs tapar á „alvöru“ viðskiptunum með Moggabréfin

Fé­lög Sam­herja og Ey­þórs Arn­alds sem áttu í við­skipt­um með hluta­bréf í Morg­un­blað­inu ár­ið 2017 halda áfram að gera við­skipt­in upp í bók­um sín­um. Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja á enn eft­ir að af­skrifa lán­ið í bók­um sín­um.

Félag Eyþórs tapar á „alvöru“ viðskiptunum með Moggabréfin
Tapaði 24 milljónum Eignarhaldsfélag sem Eyþór Arnalds stofnaði til að halda utan um hlutabréf í Morgunblaðinu sem keypt voru af Samherja, með seljendaláni frá Samherja, tapaði 24 milljónum króna í fyrra. Búið er að afskrifa lánið frá Samherja í bókum félagsins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eignarhaldsfélagið sem fjárfestirinn og fyrrverandi borgarfulltrúinn í Reykjavík, Eyþór Arnalds, stofnaði til að kaupa hlutabréf í Morgunblaðinu af Samherja árið 2017 tapaði rúmlega 24 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins, Ramses II ehf., sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra þann 29. september síðastliðinn. Félagið keypti hlutabréfin með rúmlega 370 milljóna króna láni frá dótturfélagi fjárfestingarfélagsins Kaldbaks, Kattarnefs ehf. Kaldbakur er í eigu Samherja. Þetta lán var loks afskrifað í fyrra.

Eini tilgangur Ramses II var að halda utan um Moggabréfin og eini tilgangur Kattarnefs var að halda utan um lánið til félags Eyþórs.  

Ramses II ehf. er ennþá einn stærsti hluthafi Þórsmerkur, eignarhaldsfélags sem á nær allt hlutafé í Árvakri sem er útgáfufélag Morgunblaðsins. Félagið á 10,2 prósent í Þórsmörk ehf. en átti til að byrja með rúmlega 20 prósenta hluta. Hlutur félags Eyþórs í Morgunblaðinu hefur hins vegar þynnst út í gegnum árin þar sem hann hefur ekki tekið þátt í hlutafjáraukningum félagsins. Þetta bendir til þess að hann hafi ekki viljað setja eigin fjármuni inn í Morgunblaðið. Eina sem félag Eyþórs hefur gert er að taka við hlutabréfum, og þar með fjármögnun, Samherja í Morgunblaðinu

Ástæðan fyrir því að Ramses II ehf. skilaði bókfærðu tapi í fyrra er vegna þess að Þórsmörk ehf. tapaði 244 milljónum króna og stendur félag Eyþórs fyrir ríflega 10 prósent af því tapi. 

„Ég vil ekki fara út í það í smáatriðum hvernig ég fjármagna þetta en Ramses er með góða eiginfjárstöðu og það stendur á bak við þessa fjárfestingu“
Eyþór Arnalds árið 2018

„Alvöru viðskipti“ sagði Eyþór

Eyþór hefur í gegnum árin alltaf reynt að halda því fram að viðskiptin með hlutabréfin í Samherja hafi verið eðlileg viðskipti á viðskiptalegum forsendum. Þegar Eyþór keypti hlutabréfin í Morgunblaðinu árið 2018 hafði hins vegar verið botnlaust tap á félaginu og ekkert benti til að þetta væri að fara að breytast. Samherji hafði þá átt Moggabréfin í tæpan áratug og ákvað að fara út úr fyrirtækinu, eins og félagið greindi frá í tilkynningu. 

Í viðtali við Stundina, annan af fyrirrennurum Heimildarinnar árið 2018, sagði Eyþór aðspurður um viðskiptin að hann vildi ekki greina frá því hvernig hann fjármagnaði kaupin á hlutabréfunum: „Þetta eru alvöru, sjálfstæð viðskipti og verðið er trúnaðarmál. Samherji seldi þessi hlutabréf og ég er ekki skuldbundinn þeim með nokkrum hætti í kjölfarið.  Ég er engum háður […]Ég er með alls konar fjárfestingar í gangi og reyni að fjármagna þær með eins skynsamlegum hætti og ég get. Ég er með þetta í sérstöku félagi til að dreifa áhættunni. Ég vil ekki fara út í það í smáatriðum hvernig ég fjármagna þetta en Ramses er með góða eiginfjárstöðu og það stendur á bak við þessa fjárfestingu.“ 

Þegar Eyþór sagði að Ramses væri með góða eiginfjárstöðu og „stæði á bak við viðskiptin“ var það ekki alveg rétt. Það var í raun Samherji sem stóð á bak við viðskiptin.  

Kaldbakur hefur ekki afskrifað lán Kattarnefs

Það er talsverður munur á rekstrarniðurstöðu Ramses II ehf. árið 2022 en 2021  þegar félagið skilaði rúmlega 388 milljóna króna hagnaði. Ástæðan fyrir því var sú að lánið frá Kattarnefi, félagi Samherja, til Ramses II ehf., var afskrifað árið 2021. Þegar lán eru afskrifuð í bókhaldi eignarhaldsfélaga eru þau innfærð sem hagnaður þar sem fyrirtækið greiddi ekkert fyrir þau. Samtímis þá fer lánið úr bókum félagsins, skuldin þurrkast út. 

Í ársreikningi Kattarnefs ehf. fyrir síðasta ár kemur fram að þó að félagið hafi afskrifað kröfuna á hendur félagi Eyþórs þá hefur Kaldbakur ekki enn afskrifað lánið til Kattarnefs. Í ársreikningnum kemur fram að félagið skuldi Kaldbaki enn tæplega 286 milljónir króna. 

Sá hluti viðskiptanna, að Kaldbakur niðurfæri lánið til Kattarnefs er því eftir. Þegar þetta verður búið þá verður búið að afskrifa öll lán í viðskiptunum. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Eftir bankahrunið leitaðist Vilhjálmur Bjarnason að safna nægu fé til að kapa Morgunblaðið. Því miður gekk það ekki upp og útgerðarmenn með Samherja í forystu gerðu þessar vonir að engu. Fyrir vikið sagði þriðjungur áskrifenda Morgunblaðsins upp þegar núverandi ritstjóri var valinn umfram Ólaf Stephensen sem ritstjóri. Ólafur var farsæll í sínu starfi sem ritstjóri bæði Morgunblaðsins sem Fréttablaðsins sáluga. Mjög er minnisstætt hvernig hann fékk sérfræðinga að skoða aðild að Evrópusambandinu með því að meta kosti og ókosti aðildar. Unnu blaðamenn með sérfræðingum að mjög merku og mikilvægu starfi.
    Flest rök hnigu að því að aðild yrði mjög hagstæð þorra þjóðarinnar.
    Nú þyrfti að taka þetta aftur upp og skoða hvort eitthvað hafi breyst á þessum tæpa hálfa annan áratug. Við gætum auðveldað margt í okkar samfélagi t.d. hvað eigum við að gera við Seðlabanka sem væri vitaóþarfur með aðild að Evrópusambandinu. Seðlabankinn með um 300 starfsmenn eða um 1 prómill af skattgreiðendum landsins? Gæti góð menntun og reynsla ekki nýst betur í atvinnulífi landsmanna en að naga blýanta frá morgni til kvölds?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eyþór Arnalds og Moggabréfin

Lánið frá Samherja sem sýndi „eitraða þræði“ stórútgerðar og stjórnmála
GreiningEyþór Arnalds og Moggabréfin

Lán­ið frá Sam­herja sem sýndi „eitr­aða þræði“ stór­út­gerð­ar og stjórn­mála

Eft­ir fjöl­miðlaum­ræðu og spurn­ing­ar í nærri fimm ár hef­ur eign­ar­halds­fé­lag Ey­þórs Arn­alds loks­ins af­skrif­að að fullu selj­andalán sem fyr­ir­tæk­ið fékk frá Sam­herja­fé­lagi til að kaupa hluta­bréf út­gerð­ar­inn­ar í Morg­un­blað­inu. Ey­þór þrætti alltaf fyr­ir það á með­an hann var borg­ar­full­trúi að við­skipt­in með hluta­bréf­in væru sýnd­ar­við­skipti.
Viðskipti Eyþórs og Samherja: Gögn benda til að kaupverðið hafi verið ekkert
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Við­skipti Ey­þórs og Sam­herja: Gögn benda til að kaup­verð­ið hafi ver­ið ekk­ert

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill ekki svara því hvernig hann gerði upp nærri 390 millj­óna króna við­skipti með kröf­ur á hend­ur fé­lagi hans sem Sam­herji átti. Sam­herji af­skrif­aði lán­ið til fé­lags Ey­þórs ár­ið 2019. Ey­þór sagði við Stund­ina ár­ið 2018 að við­skipti hans og Sam­herja værui mögu­leg vegna sterk­ar eig­in­fjár­stöðu eign­ar­halds­fé­lags í hans eigu.
Eyþór eignaðist hluti Þorsteins Más í orkufyrirtæki samhliða Moggaviðskiptunum
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Ey­þór eign­að­ist hluti Þor­steins Más í orku­fyr­ir­tæki sam­hliða Mogga­við­skipt­un­um

Ey­þór Arn­alds, fjár­fest­ir og borg­ar­full­trúi, eign­að­ist helm­ing hluta­bréfa sem áð­ur voru í eigu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar um svip­að leyti og hann tók við hluta­bréf­um Sam­herja í Mogg­an­um með selj­endaláni frá út­gerð­inni. Ey­þór hef­ur aldei feng­ist til að svara spurn­ing­um um þessi við­skipti.
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Sam­herji af­skrif­ar stór­an hluta 225 millj­óna láns Ey­þórs Arn­alds

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja hef­ur fært nið­ur lán­veit­ingu til dótt­ur­fé­lags síns sem svo lán­aði Ey­þóri Arn­alds borg­ar­full­trúa fyr­ir hluta­bréf­um í Morg­un­blað­inu. Fé­lag Ey­þórs fékk 225 millj­óna kúlúlán fyr­ir hluta­bréf­un­um og stend­ur það svo illa að end­ur­skoð­andi þess kem­ur með ábend­ingu um rekstr­ar­hæfi þess.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár