Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Um helmingur getur ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum

Um fjórð­ung­ur heil­brigð­is­starfs­fólks inn­an Sam­eyk­is á í erf­ið­leik­um með að láta enda ná sam­an, einn af hverju tíu hef­ur ekki efni á stað­góðri mál­tíð ann­an hvern dag og sama hlut­fall hef­ur ekki efni á bíl. Tæp­lega 40 pró­sent búa við þunga byrði af hús­næð­is­kostn­aði.

Um helmingur getur ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum
Framlína Þeir félagsmenn í Sameyki sem vinna við heilbrigðismál eða fræðslu hafa það að jafnaði verra en þeir félagsmenn sem vinna skrifstofustörf. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjárhagsstaða félagsfólks Sameykis er almennt ögn betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum BSRB og ASÍ. Þetta sýna niðurstöður könnunar Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins sem unnar voru upp úr könnuninni um stöðu launafólks á Íslandi, að beiðni Sameykis og eru birtar í nýjasta tímariti stéttarfélagsins. 

Þar kemur þó einnig fram að fjárhagsstaða félagsfólks Sameykis er gríðarlega ólík þegar hún er skoðuð eftir starfsgreinum. 

Í grein eftir Kristínu Hebu Gísladóttir, framkvæmdastjóra Vörðu, í tímaritinu segir að niðurstöðurnar sýni að fjárhagsstaða þeirra sem starfa í heilbrigðisþjónustu er verst en að staða þeirra sem starfa við fræðslu-, uppeldis-, kennslu og tómstundastörf sé einnig nokkuð verri en þeirra sem starfa við stjórnsýslu, fjármálaþjónustu, upplýsingatækni og almenn skrifstofustörf.

Könnunin sýnir að 25 prósent þeirra sem starfa við heilbrigðisþjónustu innan Sameykis á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman og 53 prósent geti ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá hafa tíu prósent hópsins ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag og svipað hlutfall hefur ekki efni á bíl. Alls 27 prósent hafa ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldu sinni og 18 prósent hefur þurft að fá aðstoð frá vinum eða ættingjum í formi peninga- eða matargjafa á síðastliðnu ári.

Í grein Kristínar Hebu kemur einnig fram að verri fjárhagsstaða foreldra sem eru félagar í Sameyki og starfa í heilbrigðisþjónustu birtist einnig þegar litið er til kostnaðarsamra þátta sem fylgja því að vera með börn á heimili. „Tæplega fjórðungur (23 prósent) þeirra hefur til að mynda ekki getað keypt nauðsynlegan klæðnað fyrir börnin sín, tæplega fimmtungur (19 prósent) hefur ekki haft efni á eins næringarríkum mat og þau telja börnin sín þurfa og sama hlutfall (19 prósent) hefur ekki getað greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna, eins og að fara í bíó með vinum eða í afmæli til vina.“

Þung byrði af húsnæðiskostnaði

Fyrri kannanir hafa sýnt að þeir sem búa við verri fjárhagsstöðu eru líklegri til að vera á almennum leigumarkaði en aðrir. Í greininni kemur fram að þegar staða félagsfólks Sameykis á húsnæðismarkaði sé greind sjáist að hærra hlutfall er í eigin húsnæði  samanborið við annað félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og ASÍ. 

Kristín Heba segir meðaltalstölurnar þó gefa ekki rétta mynd af stöðu ólíkra hópa. „Nokkur munur sést á stöðu félagsfólks Sameykis á húsnæðismarkaði eftir því í hvaða starfsgreinum það starfar. Lægst er hlutfall þeirra sem starfa í heilbrigðisþjónustu og búa í eigin húsnæði (62 prósent), næstlægst meðal þeirra sem eru í fræðslustörfum (68 prósent), því næst meðal þeirra sem eru í öðrum störfum (72 prósent) en langhæst hjá félagsfólki í skrifstofustörfum (85 prósent).“ 

Að sama skapi sé hæst hlutfall félagsfólks í heilbrigðisþjónustu sem er á almennum leigumarkaði, eða 19 prósent. Af þeim sem starfi í fræðslustarfsemi og öðrum störfum eru 17 prósent að leigja og einungis níu prósent þeirra sem eru í skrifstofustörfum. „Sama mynd birtist þegar litið er til byrði húsnæðiskostnaðar. Að meðaltali býr lægra hlutfall félagsfólks Sameykis við þunga byrði af húsnæðiskostnaði (30 prósent á móti 36 prósent) samanborið við meðaltalstölur fyrir félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og ASÍ. Þegar byrði húsnæðiskostnaðar er skoðuð eftir starfsgreinum innan félagsins kemur í ljós að þau sem starfa í heilbrigðisþjónustu búa í mestum mæli við þunga byrði af húsnæðiskostnaði (39 prósent), því næst þau sem eru í fræðslustörfum (35 prósent) og öðrum störfum (30 prósent) en hlutfallið er talsvert lægra meðal fólks í skrifstofustörfum (23 prósent).“

Almennt er enda talið að ef fólk er að nota 40 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað þá sé sá kostnaður ósjálfbær.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Leðretting Skamstöfun Bresku Heilsugæslunar er NHS------
    The National Health Service (NHS) is the conglomerate name for the publicly funded healthcare systems of the United Kingdom, comprising NHS England, NHS Scotland and NHS Wales. Health and Social Care in Northern Ireland was created separately and is often locally referred to as "the NHS".
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til mikils Vansa fyrir nuverandi Rikistjorn og 1 af astæðum þess að Hun ætti að segja af ser Strax, skoðun a Blöðruhals kirtil er altt að 50.000 kr, sama gildir um Ristil skoðun 50.000 kr Bið er altt að 3 manuðir. Þug 15 ar sem eg bjo i Bretlandi var svona Krabbameins Skoðun fri, öll lyf voru fri og komur lika. Allar Rönken mindatökur frijar og afgreiddar strax við komu a Sjukrahus gegn framvisun fra Lækni. Endurhæfing fri gegn framvisun Tilvisunar. Her Hætti eg i endurhæingu vegna Okurs. A öllum stöðum sem þjonusta fyrir sjuka eru Peninga Kassar. Eg kom heim fra Bretlandi 2010. Siðan þa hefur Altt i Heilbrigðis Þjonustu snar versnað og a leið Niðra við. Bretar halda Dauðahaldi i NSH. Hægri öflin þar hafa reynt að gera Atlögu að NSH en ekki tekist. HÖFUÐ ovinur Heilbrigðis kerfis a Islandi eru Hægri Öflin. Þeir hafa hrifsað til sin og Sinna ALTT BITASTÆT i Þjoðfelaginu. Eldri Borgarar eru Fornarlömb þessarar ljotu Stefnu, Öryrkjar eru illa staddir a Islandi og Ungtfolk sem er að hefja Buskap. Bankasala til Glæpamanna ur Hruninu 2008 var Glæpur. Þessi RIKISTJORN a ekki skilið anað en SKÖM, BURT MEÐ HANA.
    1
    • MGÁ
      Marteinn Gísli Árnason skrifaði
      Eg vissi ekki að folk i heilbr.kerfinu hefðu svona slæm kjor SAMEYKI,BSRB,ASI ættu
      að utskyra hvað er i gangi eg hreinlega skil þetta ekki.
      Virgil þetta er allt rett hja þer mundu að mikið af þessum stolnu peningum komu
      tilbaka i erlendum gjaldmiðlum gegnum SEÐLABANKA ISLANDS MEÐ 20% alagi sem
      þjofarnr voru bunir að stela aður þ.e.ut -inn +20% og bankinn "mattiekki" gefa upp hverjir
      þetta voru. Nu er komið að linni eftir eru okkar auðlindir sem vissir aðilar fa!!!
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár