Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.

Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson mun hætta sem borgarstjóri í janúar næstkomandi. Hann hefur þá verið í starfinu í um tíu ár. Mynd: BIG

„Ég hef aldrei útilokað það en ekki lofað því heldur. Það hefur mjög oft komið til tals en einhvern veginn hefur hjarta mitt verið í borgarmálunum og mér finnst skipta miklu máli að þau hafi framgang. Einnig vil ég sjá verkefni ná til enda. Ég er ekkert hlaupinn neitt annað í bili.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, í viðtali við nýjasta tímarit Sameykis þegar hann er spurður hvort hann sé að fara að færa sig yfir í landsmálin og setji stefnuna á Alþingi. 

Dagur mun hætta sem borgarstjóri um miðjan janúar næstkomandi og mun þá hafa verið borgarstjóri í áratug. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tekur þá við borgarstjórastarfinu en Dagur verður formaður borgarráðs. 

Dagur var mikið orðaður við formannsframboð í Samfylkingunni í fyrrasumar, þegar fyrir lá að Logi Einarsson myndi stíga til hliðar, en hann gaf það frá sér í ágúst 2022. Nokkrum dögum síðar tilkynnti Kristrún Frostadóttir um formannsframboð og var á endanum ein í framboði. Frá því að Kristrún tók við Samfylkingunni hefur fylgi flokksins tekið stakkaskiptum. Hann fékk 9,9 prósent atkvæða í kosningunum 2021 en hefur nú mælst stærsti flokkur landsins í könnunum allt þetta ár og með 28,5 prósent fylgi síðast þegar Gallup kannaði afstöðu landsmanna. 

Haldist þessi stuðningur er ljóst að þingmönnum Samfylkingarinnar, sem eru nú sex talsins, mun fjölga umtalsvert en að óbreyttu verða næstu þingkosningar á árinu 2025.

Borgin í forystu í húsnæðismálum

Dagur fer um víðan völl í viðtalinu við tímarit Sameykis. Hann ræðir um þá stöðu sem uppi er í fjármögnun á málaflokki fatlaðra, þar sem gatið milli þeirrar þjónustu sem veitt er og þeirra fjármuna sem fylgja frá ríkinu er nú metið á níu milljarða á ári, um það að launamunur milli kynja hjá Reykjavíkurborg hafi verið útrýmt og sé nú innan við eitt prósent og þá staðreynd að Reykjavíkurborg taki á móti 77 prósent fólks á flótta á meðan sum önnur sveitarfélög dragi lappirnar í þeim efnum. Hann segir að það sé magnað að stærsti áhættuþátturinn í fjármálum íslenskra sveitarfélaga sé ríkið, og vísar þar í það gat sem sé til staðar þegar kemur að fjármögnun á málaflokki fatlaðra.

Þá tjáir hann sig opinskátt um tvö af stærstu deilumálum samtímans: húsnæðismál og samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Dagur segir að Ísland sé enn að bíta úr nálinni með að verkamannabústaðakerfið var lagt niður um aldamótin þegar ákveðið var að treysta einungis markaðnum fyrir húsnæðismálum þjóðarinnar. Í raun hafi ekkert gerst af alvöru í húsnæðismálum sem kom í staðinn fyrir verkamannabústaðakerfið fyrr en Bjarg íbúðafélag var stofnað í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, ASÍ og BSRB árið 2016. Á þeim árum sem liðin eru frá því hafi borgin líka tekið þátt í því að tvöfalda fjölda stúdentaíbúða innan marka hennar úr þúsund í tvö þúsund. „Meðan Reykjavíkurborg hefur byggt svona húsnæði hefur ekkert gerst í nágrannasveitarfélögunum af þessum skala fyrir þessa hópa. Ef öll sveitarfélögin væru að ganga í takt í húsnæðismálunum myndum við ná markinu tvöfalt hraðar. Því er umhugsunarvert, að þegar ríkisstjórnin er komin með sýn á hvernig eigi að gera þetta og gengur í takti að þessu leyti við verkalýðshreyfinguna, ásamt að boða samninga við öll sveitarfélögin um uppbyggingarátak húsnæðis á Íslandi, þá er einungis eitt sveitarfélag sem hefur gert slíkan samning og það er Reykjavíkurborg. Í þeim samningi erum við að segja að 30 prósent af uppbyggingunni verða hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, fólk með lágar tekjur. Líka verða fimm prósent íbúða byggðar sem félagslegar íbúðir á vegum borgarinnar fyrir þá sem hafa allra minnst á milli handanna.“

Ótvírætt sé að hans mati að Reykjavíkurborg hafi forystu í húsnæðismálum á Íslandi. Í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafi verið þróaðar aðferðir og fjármögnunarmódel á síðustu árum sem hafi reynst þannig að til hafi orðið ný húsnæðisstefna fyrir Ísland. „Því miður hefur ekki tekist að gera fleiri samninga við ríkið og lífeyrissjóði. Það þarf að búa til húsnæðissáttmála alveg eins og við búum til t.d. samgöngusáttmála. Það gengur ekki að við séum bara að sinna hópi sem borgar hæsta verð fyrir húsnæði heldur þarf að huga að heildinni. Fólk þarf ekki endilega allt það sama heldur þurfa allir öruggt þak yfir höfuðið á verði sem það ræður við.“

Umferðin áfram stopp án borgarlínu

Borgarlínan og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru ein heitasta pólitíska kartaflan í sveitarstjórnarmálum á suðvesturhorninu. Dagur segir það miður að umræðan skipist oft í skotgrafir. „Í raunveruleikanum viljum við kannski geta ferðast meira án bílsins, en til þess þurfa samgöngur að batna með borgarlínunni. Við viljum geta tekið strætó og komist heim til okkar í stað þess að sitja undir stýri í umferðinni og bíða.“ 

Hann segir að borgarlínan eigi að vera í forgangi í samgöngumálum vegna þess að hún nýtist öllum best, líka þeim sem ætla aldrei að nota hana vegna þess að hún muni létta mikið á umferðinni. „Í rannsókn sem við gerðum 2012–13 kom í ljós að ef við ætlum að nota einkabílinn áfram kemur að því að umferðin verður stopp. Við erum komin þangað. Þá vissum við að við værum að undirbúa okkur undir vöxt á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70 þúsund manns til ársins 2040. Það er einn Kópavogur, einn Garðabær og hálfur Hafnarfjörður eða álíka. Núna 2023 hefur vöxturinn orðið meiri en við spáðum og um mitt þetta ár hefur fólki fjölgað á höfuðborgarsvæðinu í 45 þúsund manns og verður búið að fjölga í 50 þúsund manns í lok ársins. Það er því ekkert skrýtið að umferðin sé svona treg á morgnana. Við vorum búin að spá því að ef ekki kæmi afkastameiri almenningssamgöngur þá myndi umferðin verða stopp. Þetta liggur fyrir en það hefur tekið tíma að koma þessu af stað og ég tel að við séum á þröskuldinum að fara með borgarlínuna af stað. Það er gríðarlega mikilvægt að það komi ekki hik og að við leysum úr því að sveitarfélögin og ríkið fjármagni verkefnið til fulls og drífum í að koma borgarlínunni á koppinn.“

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Húsnæðisuppbygging í borginni hófst ekki fyrr en 70% fólks hafði ekki lengur efni á íbúðunum.
    0
  • Arnljótur Sigurjónsson skrifaði
    Ekkert hik! Framkvæmdir strax !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
5
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“
6
Fréttir

Kos­ið 30. nóv­em­ber - „Ekk­ert vanda­mál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðu­neyt­un­um“

For­seti Ís­lands hef­ur fall­ist á beiðni for­sæt­is­ráð­herra um þingrof. Starfs­stjórn tek­ur við fram að kosn­ing­um sem fara fram 30. nóv­em­ber. Bjarni gaf ekki skýr svör um hvort ráð­herr­ar Vinstri grænna starfi í henni. Þá sagði Bjarni ekk­ert mál að leysa það ef ein­hverj­ir ráð­herr­ar vilja hætta strax. Hann ít­rek­aði þó að ráð­herr­ar hefðu rík­um skyld­um að gegna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár