Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?

Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?
Stöðugar rauðar viðvaranir verða í gildi á Pangeu Ultima, vegna hita. En verður einhver til að leggja eyrun við?

Leggið ykkur og sofið í 250 milljón ár. Það er langur svefn en segjum að það sé hægt. Og hvað blasir þá við þegar þið vaknið aftur? Í sem skemmstu máli: Heimurinn væri gjörbreyttur. Ekki eitt einasta gamalt kort eða hnattlíkan gæti komið að gagni við að rata um þennan heim, því öll meginlönd hefðu þá færst hingað og þangað um heimskringluna og væru svo reyndar öll búin að raða sér upp í nýja risaheimsálfu.

Flest vitum við núorðið að fyrir tæplega 300 milljón árum voru öll meginlönd heimsins samankomin í einni gríðarstórri heimsálfu sem vísindamenn hafa kallað Pangeu.

Það var alls ekki í fyrsta sinn í jarðsögunni sem það gerðist. Aftar í tímanum má finna spor eftir aðrar og eldri risaheimsálfur: Rodiníu, Columbíu, Kenorland og Úr hafa menn nefnt sumar hina fyrri.

En eins og alltaf gerist öðruhvoru, þá verða heljaröflin í iðrum Jarðar til þess að stóru heimsálfurnar sundrast í smærri meginlönd sem fljóta svo um skeið á möttlinum eins og hvert annað kork í baðkari.

Núna erum við einmitt stödd á einskonar milliskeiði þar sem helstu landreksflekar Pangeu gömlu hafa dreifst nokkuð jafnt um annan helming jarðkúlunnar.

En bíðum bara — sú þróun er þegar hafin sem mun enda með nýrri risaheimsálfu eftir 250 milljón ár.

Afríka mun þrengja sér svo nærri Evrópu að Miðjarðarhafið hverfur. Ástralía mun renna saman við suðausturhluta Asíu. Suðurskautslandið tekur á rás norður Indlandshaf. Norður- og Suður-Ameríka munu stíga flókinn dans sem endar með að báðar taka að spana í austurátt og loka Atlantshafinu. Norður-Ameríka leggst að Norður-Afríku. Suður-Ameríka lokar Indhafshafinu að lokum. Það endar kannski sem risastórt stöðuvatn eða lokað innhaf.

Sjáið bara, þetta mun gerast svona:

Hugmyndin um Pangeu Ultima er ekki alveg ný.Hér má sjá hvernig hún myndast en er hér kölluð Pangea Proxima. Það sem er nýtt er hve hroðalegur hitinn verður þar, og lífsskilyrði ömurleg fyrir spendýr.

En segjum nú að þið gætuð í rauninni með einhverjum hætti sofið í 250 milljón ár og vöknuðuð aftur þegar nýja risaheimsálfan er tilbúin — Pangea Ultima eins og vísindamenn eru þegar farnir að kalla hana.

Segjum nú svo. Hvernig litist ykkur á?

Munuði þá ýta skútu úr vör og sigla um blíðar öldur innhafsins mikla? Munuði ráfa um blómlega hitabeltisfrumskóga Síberíu við miðbaug? Munuði svamla á hlýlegri baðströnd Svalbarða eða skoða ríkulegt dýralífið í mollulegum mýrarflákum Antartíku?

Nei.

Nei, það munuði ekki gera.

Í fyrsta lagi verður mannkynið löngu útdautt þá. Það segir sig bara sjálft. Engin margbrotin og margbreytileg dýrategund hjarir í 250 milljón ár.

En í öðru lagi verða aðstæður á Pangeu Ultima ekki hagstæðar hvorki okkur né spendýrum yfirleitt. 

Vísindamenn birtu á mánudaginn var niðurstöður sínar um ástand og horfur á Pangeu Ultima eftir 250 milljón ár.

Þið getið lesið niðurstöðurnar hér.

En ég skal rekja fyrir ykkur nokkrar þær helstu.

Ekki aðeins maðurinn verður útdauður, heldur sennilega öll spendýr yfirleitt.

Nema hugsanlega einhverjar tegundir í sjónum.

Því það verður svo djöfullega heitt á Pangea Ultima.

Þegar risaheimsálfan tekur að skella saman fyrir alvöru og landreksflekar rifna og kuðlast saman af æ meiri krafti, þá mun eldvirkni aukast. Öll þau eldgos sem við þekkjum verða ekki einu sinni barnaleikur í samanburði við þau ósköp.

Sums staðar mun gjósa nær samfellt jafnvel í milljónir ára.

Koltvísýringur mun fylla loftið. 

Hamfarahlýnun nýtímans verður sem smámunir einir.

Strandlengja hinnar nýju ofurheimsálfu verður mun styttri en strandlengja hinna ólíku heimsálfa nú. Það þýðir að þau efnahvörf milli sjávar og fjörukletta sem nú binda heilmikinn koltvísýring minnka að mun.

Gróðurhúsaáhrifin aukast enn.

Kannski verða eyðimerkurdýr eins og nakta moldvörpurottan síðustu spendýrinsem lifa af ofsahitann í miðri Pangeu Ultima.

Og svo verður sólarbirtan sterkari þá. Eftir 250 milljón ár mun sólin skína með sem nemur 2,5 prósent meira afli en nú. Það eykur hitann og geislunina og hellist yfir Jörðina. 

Inni á miðju hinu mikla flæmi Pangeu Ultima gæti hitinn náð 60 gráðum svona yfirleitt. Það þýðir auðvitað að nærri öll risaheimsálfan verður nær aldauða eyðimörk. Stóra innhafið, leifarnar af Indlandshafi, gæti orðið allt að því sjóðandi á stundum.

Meðalhiti á allri Jörðinni gæti náð 25 gráðum, nærri 10 gráðum hærri en nú. Og hita- og rakasveiflur yrðu slíkar að engin blóðheit spendýr gætu lifað það af.

Hugsanlega fáeinar tegundir út við strendurnar en líklegast samt að einhverjir nýir kynstofnar dýra yrðu til sem hreinlega ryddu spendýrunum úr vegi.

Kannski endurvaktar risaeðlur, kannski eitthvað allt annað sem við getum ekki enn látið okkur detta í hug.

Einhverjar nýjar tegundir og ættkvíslir dýra sem gætu þolað hitavítið sem Pangea Ultima myndi vera í okkar augum, ef við fengjum einhvern tíma að sjá hana.

Sem við munum þó sem sagt ekki gera.

Það skemmtilega er að þó veðurfræðingar eigi stundum erfitt með að ráða í veðrið á morgun eða hinn daginn, þá er lítill vafi á því að spá þeirra um veðrið á Pangeu Ultima mun rætast — í stórum dráttum.

Brennandi, brennandi sólin.

Við getum ekkert og munum ekkert geta til að sporna við því heitasta helvíti sem Pangea Ultima verður.

Eina huggunin er sú að það er langt þangað til.

Gæti Amasia orðið ofan á?Eini möguleikinn til þess að hryllingsspáin um Pangeu Ultima rætist ekki er sú að heimsálfurnar raðist upp á annan hátt. Einn möguleikinn er Amasia en svo kalla vísindamenn risaheimsálfu sem myndi þjappa sér um norðurpólinn, ekki miðbaug. En hvort þar yrði lífvænlegra en á Pangeu Ultima, það er óvíst.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
1
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
2
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
5
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
7
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
8
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
7
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár