Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Traust til þjóðkirkjunnar í sögulegu lágmarki

Sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púls Gallup hef­ur hlut­fall þeirra sem bera mik­ið traust til Þjóð­kirkj­unn­ar að­eins einu sinni ver­ið jafn lágt frá því að mæl­ing­ar hóf­ust en hlut­fall þeirra sem eru ánægð­ir með störf bisk­ups hef­ur aldrei ver­ið jafn lágt.

Traust til þjóðkirkjunnar í sögulegu lágmarki
Sögulega lágt traust og ánægja Nýr Þjóðarpúls Gallup hefur litið dagsins ljós og sú staðreynd að hlutfall þeirra sem bera mikið eða fullkomið traust til Þjóðkirkjunnar hefur aðeins einu sinni verið jafn lágt. Sama á við um ánægju með störf biskups sem er sömuleiðis í sögulegu lágmarki. Mynd: Shutterstock

Aðeins 4 prósent af þeim sem tóku afstöðu í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup báru „fullkomið traust“ til þjóðkirkjunnar. Þegar bætt er við þeim sem bera mikið traust til þjóðkirkjunnar verður hlutfallið 28 prósent en í júlí árið 1999 var hlutfallið 61 prósent. Aðeins einu sinni hefur hlutfall þeirra sem bera mikið eða fullkomið traust til þjóðkirkjunnar verið jafn lágt frá því að mælingar hófust fyrir nær aldarfjórðungi síðan. Það var í febrúar árið 2012 en þá var þjóðkirkjan líka sögð „í krísu“. Ári áður hafði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Skúlasonar biskups, lýst kynferðisbrotum af hálfu föður síns gegn sér í samtalsbók sem Elín Hirst skráði. En Guðrún hafði einnig lýst því fyrir Kirkjuráði árið 2010 hvernig faðir hennar braut á henni árum saman. 

Fæstir bera mikið traust til kirkjunnar

Nær 39 prósent þeirra sem tóku afstöðu í þessum nýja Þjóðarpúlsi bera hins vegar lítið eða ekkert traust til þjóðkirkjunnar og þriðjungur þeirra sem svöruðu eru hlutlausir. Til þess að draga þetta aðeins saman þá eru 72 prósent af þeim sem svöruðu sem bera ekki mikið eða fullkomið traust til þjóðkirkjunnar. Konur bera meira traust til þjóðkirkjunnar en karlar og hlutfallið þeirra sem treysta henni fer einnig hækkandi eftir aldri. Þegar litið er á afstöðuna út frá hvernig svarendur myndu kjósa til Alþingis, væri gengið til kosninga í dag, væru það þeir sem kysu Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sem segjast helst bera mikið traust til kirkjunnar. Þau sem kysu Sósíalistaflokk Íslands bera hins vegar minnst traust til hennar. 

Árið 1992, eða fyrir rétt rúmum 30 árum síðan, voru nær allir Íslendingar skráðir í þjóðkirkjuna eða 92,2 prósent þeirra. Á áratugunum sem fylgdu fór verulega að draga saman í skráningum og frá árinu 2009 fækkaði þeim með hverju ári þangað til sumarið 2022 var hlutfallið í fyrsta sinn komið undir 60 prósent. Í septembermánuði síðastliðnum voru 57 prósent landsmanna skráðir og hafði þeim fækkað um rúmlega þúsund manns frá því í desember í fyrra. 

Síðasta breyting á lögunum um trú- og lífskoðunarfélög, sú sem var gerð fyrir áratug, hafði mikið að segja um þessa þróun. Áratugum saman var skipulag mála hérlendis þannig að nýfædd börn voru ætíð skráð í trúfélag móður. Það þurfti því sérstaklega að skrá sig úr trúfélagi í stað þess að skrá sig inn í það. Þessu var breytt árið 2013 og samkvæmt gildandi lögum þurfa báðir foreldrar að tilheyra sama trú- og lífsskoðunarfélagi til að barnið sé skráð í það félag, annars skráist barnið utan trúfélaga. Á sama tíma var ramminn utan um hvernig félög mættu skrá sig sem trú- og lífsskoðunarfélög og þiggja sóknargjöld rýmkaður.

Þeir íslensku ríkisborgarar sem kusu að standa utan þjóðkirkjunnar voru 30.700 um síðustu aldamót. Þeir eru nú að minnsta kosti 168 þúsund.

Sögulega fáir ánægðir með biskup

Aldrei hafa verið færri ánægðir með störf biskup Íslands frá því að mælingar hófust en aðeins tæplega 11 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru ánægðir með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Til samanburðar mældist ánægja með störf biskups 19 prósent árið 2011, sama ár og Guðrún Ebba gekk inn á fund kirkjuráðs og ári seinna var hlutfall ánægðra 45 prósent.

Aðeins 1 prósent þeirra sem svöruðu að þessu sinni er að öllu leyti ánægt með störf biskups en ríflega 41 prósent eru óánægð. Aftur eru það konur sem eru ánægðari með störf biskups en karlar og eldra fólk ánægðara en þau sem yngri eru. Þau sem kysu Vinstri græn, yrði gengið til kosninga í dag, eru ánægðust á meðan þau sem myndu kjósa Sósíalistaflokk Íslands eru óánægðust með störf biskups. 

Hlutfall þeirra sem eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju er á svipuðu róli og síðasta áratug eða rúmlega helmingur þeirra sem svöruðu. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Rikisrekin Kirkja er ekki það sem er rett, Rikið leggur 10.000 Miljonir krona til Kirkjunar kvert ar, þeð er timaskekja og Bull, Biskupin er ekki Þarfur. Allar athafnir Presta eru Peninga plokk. Siðment er að koma betur ut i Giftingum og öðrum athöfnum. Hjalpræðis Herinn leggur mest af mörkum til þeira sem eru illa staddir, við Suðurlandsbraut eru þeir með storan Matsal og skaffa mörg hundruð Malsverði dag kvern Su Stofnun hefur i arana ras verið til SOMA er varðar illa statt folk. Lika er Samkjalp með Matsal er byður illa stöttum Malsverð dag kvern og a þakkir skilið fyrir. Rikið ætti að leggja þesum aðilum fe til. Mörg ljot mal hafa komið upp hja Þjoðkirkuni a siðustu aratugum. Nei Rikið a ekki að reka Trufelag. Eg er ekki i Þjoðkirkuni og finn sjalfan mig betur utan þar. Við lifum i Fjölmeninga Samfelagi með ymis Truarbrögð taka verður tilit til þeira. Þvi er það Bull að Prestar komi i Skola landsins og boði Krisna tru. Nei alls ekki Mer dettur oft i hug er Trumal bera a goma Gömul Visa sem Nagranni min her a Vatnleysuströnd Raulaði oft er eg var Drengur her Hann var mikil soma kall. TRUÐU A TVENT I HEIMI, GUÐ SEM ÆÐRA BER. GUÐ I ALHEIMS GEIMI OG GUÐ I SJALFUM ÞER. Þar komum við að þvi, Folk ma ekki missa truna a SJALFAN SIG, heldur byggja upp Sjalftraustið, Sjalfsvigi er þegar Vonin Brestur a Lifið. SJALFSTRAUSTIÐ MA EKKI KLIKKA, Það er likil að farsælu LIFI.
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Einkavæðum Ríkiskirkjuna TAFARLAUST !!!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár