Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvergerðingur keyrir mjólkurbíl í miðbænum

Pat­rick Job ek­ur mjólk­ur­bíl í Reykja­vík en býr í Hvera­gerði. Hann seg­ir líf­ið oft­ast ljúft og skemmti­legt.

Hvergerðingur keyrir mjólkurbíl í miðbænum

„Nú þegar veturinn nálgast er ég að hugsa um hvað það getur verið erfitt að keyra mjólkurbílinn gegnum miðbæinn þegar það hefur kyngt niður snjó og það er mikil ófærð. Snjórinn hægir á okkur bílstjórunum en vörurnar sem eru í bílnum þurfa að komast á hótelin, á veitingastaðina og kaffihúsin fyrir hádegi. Á móti kemur að það er færra fólk í bænum á veturna. Það getur verið snúið að finna leið gegnum mannmergðina í miðbænum á sólardögum. Nú styttist í að flestir túristarnir fari og þá er auðveldara fyrir mig að komast um. En þetta er tvíeggja sverð því ég vil auðvitað að það sé nóg að gera á veitingastöðum og á hótelum því þá panta þau meira af mjólkurvörum og það er jákvætt fyrir vinnustaðinn minn.

„Lífið er auðvitað stundum erfitt en miklu oftar ljúft og skemmtilegt“

Ég fylgi stífu tímaprógrammi í keyrslunni því ég þarf að skila af mér vörum áður en umferðin fer af stað. Við bílstjórarnir byrjum því að vinna klukkan 6 á morgnana. Ég er búin að vinna hjá MS í rúm þrjú ár og hef allan þann tíma búið í Hveragerði. Ég legg af stað í vinnuna fyrir klukkan 5 á morgnana.
Mér finnst þetta fínn vinnutími þó að það geti verið erfitt að komast yfir Hellisheiðina á veturna.

Mér líður mjög vel í Hveragerði. Ég, konan mín og börnin okkar höfum búið á Íslandi í fimm ár. Hún vinnur í Hveragerði og börnin ganga þar í skóla. Við bjuggum í Þýskalandi og þar er ég er alinn upp. Ég fæddist í Biafra en þegar ég var smábarn var borgarastríð þar og mamma og pabbi flúðu með mig þaðan. Við fórum fyrst til Frakklands en síðan til Þýskalands. Mér líður betur hér en í Þýskalandi. Lífið er auðvitað stundum erfitt en miklu oftar ljúft og skemmtilegt.“

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár