Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvergerðingur keyrir mjólkurbíl í miðbænum

Pat­rick Job ek­ur mjólk­ur­bíl í Reykja­vík en býr í Hvera­gerði. Hann seg­ir líf­ið oft­ast ljúft og skemmti­legt.

Hvergerðingur keyrir mjólkurbíl í miðbænum

„Nú þegar veturinn nálgast er ég að hugsa um hvað það getur verið erfitt að keyra mjólkurbílinn gegnum miðbæinn þegar það hefur kyngt niður snjó og það er mikil ófærð. Snjórinn hægir á okkur bílstjórunum en vörurnar sem eru í bílnum þurfa að komast á hótelin, á veitingastaðina og kaffihúsin fyrir hádegi. Á móti kemur að það er færra fólk í bænum á veturna. Það getur verið snúið að finna leið gegnum mannmergðina í miðbænum á sólardögum. Nú styttist í að flestir túristarnir fari og þá er auðveldara fyrir mig að komast um. En þetta er tvíeggja sverð því ég vil auðvitað að það sé nóg að gera á veitingastöðum og á hótelum því þá panta þau meira af mjólkurvörum og það er jákvætt fyrir vinnustaðinn minn.

„Lífið er auðvitað stundum erfitt en miklu oftar ljúft og skemmtilegt“

Ég fylgi stífu tímaprógrammi í keyrslunni því ég þarf að skila af mér vörum áður en umferðin fer af stað. Við bílstjórarnir byrjum því að vinna klukkan 6 á morgnana. Ég er búin að vinna hjá MS í rúm þrjú ár og hef allan þann tíma búið í Hveragerði. Ég legg af stað í vinnuna fyrir klukkan 5 á morgnana.
Mér finnst þetta fínn vinnutími þó að það geti verið erfitt að komast yfir Hellisheiðina á veturna.

Mér líður mjög vel í Hveragerði. Ég, konan mín og börnin okkar höfum búið á Íslandi í fimm ár. Hún vinnur í Hveragerði og börnin ganga þar í skóla. Við bjuggum í Þýskalandi og þar er ég er alinn upp. Ég fæddist í Biafra en þegar ég var smábarn var borgarastríð þar og mamma og pabbi flúðu með mig þaðan. Við fórum fyrst til Frakklands en síðan til Þýskalands. Mér líður betur hér en í Þýskalandi. Lífið er auðvitað stundum erfitt en miklu oftar ljúft og skemmtilegt.“

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár