Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 29. september 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 29. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 29. september 2023
Mynd 1 Hér heldur maður á stærstu krabbategund heims. Tegundin heitir kóngulóarkrabbi en er líka kennd við land eitt í Asíu en þessi risakrabbi býr aðeins út af ströndum þess. Hvaða ríki er það?

1.  Við hvað fæst Max Verstappen?

2.  Þrír hæstu fossar Evrópu eru allir í sama landinu. Hvaða landi?

3.  Flestir Nóbelshöfundar í bókmenntum hafa skrifað á ensku. Þar á eftir hafa flestir skrifað á frönsku. En hvaða tungumál er í þriðja sæti?

4.  Í hvaða vinsælu sjónvarpsþáttaröð kom persónan Carrie Bradshaw við sögu?

5.  1873 voru tvær borgir í Evrópu sameinaðar formlega. Hin nýja borg er nú höfuðborg. Hvað heitir hún?

6.  Í hvaða núverandi ríki ríktu Astekar?

7.  Hvað er merkilegt við Proxima Centauri?

8.  Hvað er Gunnar Lárus Hjálmarsson yfirleitt kallaður?

9.  Hvað er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er menntaskóli/framhaldsskóli?

10.  Í goðafræði hvaða ríkis hét veiðigyðjan Artemis?

11.  Hver skoraði sigurmark Íslands gegn Veils í kvennaboltanum um daginn?

12.  Hvaða fótboltafélag hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitil í karlaboltanum?

13.  Við hvaða listgrein fékkst Frida Kahlo? 

14.  Davíð konungur Gyðinga var frægur fyrir hljóðfæraleik áður en hann sneri sér að pólitík og hermennsku. Hvaða hljóðfæri spilaði hann á?

15.  Kári Egilsson tónlistarmaður hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Hvað er hans aðalhljóðfæri?

Mynd 2Hún er nú farin að nálgast sjötugt og ekki mikið í sviðsljósinu en fyrir 30–40 árum var hún sannkallað súpermódel og alltaf í tískublöðunum. Undir hvaða nafni er hún þekkt?
Svör við myndaspurningum:
Krabbinn er kenndur við Japan. Ofurfyrirsætan nefnist Iman.
Svör við almennum spurningum:
1.  Kappakstur.  –  2.  Noregi.  –  3.  Þýska.  – 4.  Sex and the City.  –  5.  Búdapest.  –  6.  Mexíkó.  –  7.  Hún er nálægasta sólstjarnan.  –  8.  Dr. Gunni.  –  9.  Seltjarnarnes.  – 10.  Grikklands.  –  11.  Glódís Perla.  –  12.  Víkingur.  –  13.  Málaralist. –  14.  Hörpu.  – 15.  Píanó.
Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu