Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldislaxar verða „villtir“ við strok samkvæmt lögum

Um leið og eld­islax slepp­ur úr kví hef­ur hann feng­ið sömu stöðu og villt­ir frænd­ur hans gagn­vart lög­um. Hinn villti eld­islax á sér því ekki skjól í dýra­vel­ferð­ar­lög­um og er nú skutl­að­ur til dauða af svart­klædd­um frosk­mönn­um í vest­firsk­um ám. Fé­lag­ar hans sem ekki náðu að strjúka verða hins veg­ar rot­að­ir og blóðg­að­ir svo þeir þjá­ist sem minnst við slátrun.

Leitin Norskir kafarar við leit að eldislaxi í Langadalsá við Ísajfarðardjúp. Myndböndin tók Sigurður Þorvaldsson, staðarhaldari við ána.

Lög um velferð dýra, þar sem m.a. er kveðið á um að dýr skuli laus við ótta og þjáningu og að þau skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti, eiga ekki við um veiðar á eldislaxi sem nú eru hafnar í ám á Vestfjörðum.

Um 3.500 laxar sluppu nýverið úr kvíum fyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði og hafa gengið upp í ár á Vestfjörðum og víðar. Kafarar vopnaðir skutulbyssum á vegum fiskeldisfyrirtækisins fara nú um árnar og reyna að veiða þá. Tilgangurinn er að reyna að lágmarka það tjón sem flótti laxa um gat á kvínni getur valdið á lífríkinu.

Aðferðir þessar hafa vakið nokkra athygli, ekki síst í ljósi þess að skutulbyssur, reyndar hlaðnar sprengiefni, hafa verið mikið til umræðu vegna harðrar gagnrýni á hvalveiðar. Í því sambandi hefur verið vísað til dýravelferðarlaga og fagráð um velferð dýra m.a. sagt að veiðar á hval með þeim aðferðum sem beitt er geti ekki samrýmst lögunum.

FroskmennKafararnir norsku við störf í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi í vikunni.

Því leitaði Heimildin til Matvælastofnunar, sem hefur eftirlit með því að farið sé að lögum um dýravelferð, og spurði: Samrýmast veiðar froskmanna á eldislöxum í ám, þar sem dýrin eru drepin með skutli, ákvæðum dýravelferðarlaga?

„MAST hefur í sjálfu sér aðeins eftirlit með eldisfiski og seiðum sem eru í ræktun á meðan þau eru í varðhaldi, ef svo má að orði komast,“ segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá MAST. Á hann þar við að eftirlit MAST nái til þess tíma þegar fiskar og seiði eru í kerjum eða kvíum. Þegar kemur að veiðum í ám er eftirlitið hins vegar komið á borð annarrar stofnunnar, Fiskistofu.

Dýravelferðarlög undanskilja villtan fisk

Hins vegar, bendir Karl Steinar á, kemur fram í 2. grein laga um velferð dýra að þau taki ekki til hefðbundinna veiða og föngunar á villtum fiski. „Þannig að dýravelferðarlögin ná ekki yfir það hvernig fiskur er veiddur. Hvort sem þeir eru skutlaðir, veiddir með krók eða með flottroll eða hvernig sem er.“

En hann er ekki villtur, er það, eldislaxinn sem slapp?

„Um leið og hann er kominn út úr kvíunum og farinn upp í árnar þá er komið fram við hann eins og villtan fisk,“ svarar Karl Steinar. „Þá er hann kominn út úr lögsögu MAST og yfir í lögsögu Fiskistofu sem svo skipuleggur þessar veiðar.“

Á kafiKafararnir eru vopnaðir skutulbyssum við veiðarnar á eldislaxinum á ánum.

Karl Steinar segir að spurningar um velferð fiska rétt eins og annarra dýra eigi vissulega rétt á sér. Sambærileg stofnun MAST í Noregi hafi t.d. skilgreint aðferð laxveiðimanna sem kallast „veiða-sleppa“ sem dýraníð. „Við erum ekki komin þangað en þessi aðferð að skutla eldislaxa í ám viðgengst í Noregi við sambærilegar aðstæður og upp eru komnar hér.“

Kafararnir verktakar Fiskistofu

Aðkoma norskra kafara er eitt af nokkrum úrræðum sem gripið hefur verið til vegna þess að eldislaxar hafa fundist í íslenskum ám, segir Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu. Hann segir kafarana verktaka hjá stofnuninni, hún kosti aðgerðirnar en mun fara fram á það við Arctic Fish að þeir endurgreiði kostnaðinn, líkt og kveðið er á um í lögum um fiskeldi.

Guðni segir aðgerðirnar unnar í samráði við hagsmunaaðila, þ.e. Landssamband veiðifélaga og viðkomandi veiðifélög. Sérfræðingur frá Fiskistofu fylgist með veiðunum og taki þátt í aðgerðinni, m.a. með því að koma sýnum til Hafrannsóknastofnunar. „Stjórn og útfærsla aðgerða er í höndum Fiskistofu,“ ítrekar hann. „Eldisfyrirtækin hafa verið upplýst um gang mála, en hafa að öðru leiti ekki aðkomu að aðgerðinni.“

Spurður út í aðferðir við veiðarnar og þau veiðarfæri sem eru notuð segir hann að Fiskistofa geti mælt fyrir um að óhefðbundnar aðferðir vegna veiða í rannsóknarskyni og stofnunni beri skylda til að mæla fyrir um að leitað sé að eldisfiskum og þeir fjarlægðir úr ám.

„Þarna koma vel í ljós skilin á milli villtra dýra og dýra í haldi manna gagnvart lögum og reglum.“
Karl Steinar Óskarsson,
deildarstjóri fiskeldis hjá MAST.

Strangar reglur gilda um aflífun úr kvíum

En félagar strokulaxanna sem ekki tókst að flýja út um gat kvíarinnar í Patreksfirði heyra undir „lögsögu“ MAST og strangar reglur gilda um slátrun þeirra, reglur sem eru samræmdar innan Evrópu. Lax úr kví er rotaður strax og hann er tekinn úr vatni og er í kjölfarið blóðgaður. Þær reglur eru settar með velferð dýranna að leiðarljósi.

„Þarna koma vel í ljós skilin á milli villtra dýra og dýra í haldi manna gagnvart lögum og reglum,“ segir Karl. Þegar eldisdýr sleppi út í náttúruna breytist skilgreining veiða á þeim í augum laganna, að minnsta kosti þegar um fiska er að ræða. „Það getur vel verið að það ætti að skoða það eitthvað sérstaklega en þessi aðferð sem verið er að beita við veiðarnar á eldislöxunum er mjög áhrifarík. Það er mjög mikilvægt að ná þeim upp úr ánum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Foreldri oftast gerandinn þegar barn er myrt
5
Fréttir

For­eldri oft­ast ger­and­inn þeg­ar barn er myrt

Sex mál, þar sem for­eldri hef­ur ráð­ið barni sínu bana, hafa kom­ið upp frá ár­inu 1970 – tvö þeirra á þessu ári. En hvers vegna á slík­ur harm­leik­ur sér stað? Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræð­ing­ur seg­ir ójöfn­uð í sam­fé­lag­inu auka lík­urn­ar á of­beldi gegn börn­um. Sál­fræð­ing­ar hafa kom­ið auga á fimm megin­á­stæð­ur þess að for­eldr­ar ráði börn­um sín­um bana.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
3
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
7
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
8
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár