Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það skín enn þá í skriðusárin“

Guð­rún Ásta Tryggva­dótt­ir flutti ár­ið 2018 til Seyð­is­fjarð­ar til að kenna í grunn­skól­an­um þar. Hún býr, ásamt fjöl­skyldu sinni, efst í fjall­inu, eins og hún orð­ar það, á skil­greindu C-svæði, eða því hættu­leg­asta í bæn­um. Hún seg­ir enn þá „skína í skriðusár­in“ í Botns­hlíð þar sem hún býr frá því fyr­ir þrem­ur ár­um þeg­ar stærsta aur­skriða sem fall­ið hef­ur á byggð á Ís­landi féll á Seyð­is­firði. Hún seg­ir Seyð­firð­inga, þrátt fyr­ir þetta, vera seiga, sam­heldna og æðru­lausa.

„Það skín enn þá í skriðusárin“
Heimili eru mannréttindi Guðrún Ásta Tryggvadóttir býr í Botnshlíð á Seyðisfirði. Húsið hennar er á hættulegasta svæðinu í bænum þegar kemur að aurskriðum. Þó svo að húsið sé „dauður hlutur,“ eins og fólk í kringum hana hefur orðað það, þá er húsið líka heimili og eins og Guðrún orðar það þá er það að eiga heimili mannréttindi. Mynd: Tara Tjörva

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari í Seyðisfjarðarskóla, fylgist vel með veðurspánni og fyllist óöryggi þegar hún sér að það er rigning í kortunum. „Það verður stutt í kvikuna,“ útskýrir hún og bætir við:

„Eftir það sem á undan er gengið.“ Guðrún á við þegar stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi féll í heimabæ hennar, Seyðisfirði, í desember 2020. Síðustu daga hefur verið mikil rigning í kortunum og Guðrún hefur ekki sofið eins vært og hún er vön. Á þriðjudagsmorgun, þann 19. september, vaknaði hún klukkan fimm að morgni, eftir að hafa séð lækina ofan við húsið sitt „fossa niður í Botnstjörn“ þar sem enn „skín í skriðusárin frá því fyrir þremur árum“ , og hugsaði með sér:

„Nei, andskotinn hafi það, ég ætla að flytja, ég get þetta ekki, ég vil ekki búa við þetta.“ Daginn áður hafði ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Hún segir síðustu daga hafa verið „erfiða og óþægilega“ en að vissu leyti séu bæjarbúar sömuleiðis orðnir „sjóaðir í þessu“.

Hún segir það „skrýtinn veruleika“ að vera orðin sjóuð í því að vera á varðbergi fyrir aurskriðum en Guðrún er aðflutt, upprunalega frá Reykjavík, og bjóst aldrei við því að þetta yrði að hversdegi hennar, áhyggjur af því að aurskriður myndu taka með sér húsið hennar, heimili fjölskyldu hennar. Guðrún býr á því svæði á Seyðisfirði sem er metið hættulegast hvað aurskriður varðar, en þetta vissi hún ekki þegar hún flutti þangað árið 2018. 

Hafði ekki hugmyndaflug að spyrja út í auskriður

„Ég spurði út í snjóflóðahættu þegar ég keypti húsið og flutti hingað en ég hafði ekki hugmyndaflug í að spyrja út í hættu sem stafaði af aurskriðum.“ Guðrúnu var talin trú um að það fylgdi því engin hætta að búa þar sem hún keypti sér hús, í Botnshlíð. Ári síðar var gert nýtt hættumat fyrir Seyðisfjörð og húsið hennar sett inn á skilgreint C-svæði, eða hættulegasta svæðið. „Þá fékk ég áfall,“ útskýrir hún. Aftur var henni tilkynnt, eins og hún orðar það, að skilgreina svæðið svona væri einungis formsatriði og verkferlar væru skýrir ef eitthvað kæmi fyrir, engin hætta væri á ferðinni. „Ekki vera að panikka“ voru skilaboðin sem hún fékk. 

„Ég spurði út í snjóflóðahættu þegar ég keypti húsið og flutti hingað en ég hafði ekki hugmyndaflug í að spyrja út í hættu sem stafaði af aurskriðum.“

„Svo var reynslan í desember árið 2020 að allt brást og enginn vissi rassgat, afsakið orðbragðið. Ég upplifði það þannig og það var rosalega óþægilegt.“ Hún tekur þó fram að nú sé búið að heila það sár sem varð til þegar verkferlar voru óskýrir og óskýrt var hver bar ábyrgð á hverju þegar áfallið skall á. „Það er búið að skýra hver ber ábyrgð á hverju og við höfum fengið fræðslu og skýringar á því hvað er að gerast hverju sinni og hvaða varnir hafa verið settar upp. Nú eru til að mynda komnar bráðabirgðavarnir.“ Hún segir opinbera aðila hafa viðurkennt „klúður“ af þeirra hálfu og lagfært það sem lagfæra þurfti, að mestu. „Þetta mjakast,“ segir hún.

Seyðfirðingar eru seigir

Guðrún segir samheldnina í Seyðfirðingum mikla, hún upplifir bæjarfélagið eins og „stóra fjölskyldu“ þar sem allir standa „þétt saman“. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að „Seyðfirðingar eru mjög seigir, samheldnir og æðrulausir“.

Hún segir hugarfar sitt gagnvart hættunni í heimabænum tvenns konar: Annars vegar finnst henni að lífinu almennt fylgi ákveðin hætta sem hver og einn þurfi að sætta sig við. Byggi hún í stórborg myndi hún til dæmis frekar óttast bíla og bílslys en „hér er það þetta“. Hins vegar finnst henni ekki ásættanlegt að búa við áhyggjur af árlegum atburðum sem væri hægt að verja byggðina betur fyrir. „Við setjum beltin á í bílum og auðvitað þarf að setja hér varnir til frambúðar,“ segir hún. Þrátt fyrir að hægt sé að rýma hús eins og hennar þá sé húsið heimilið hennar og fjölskyldunnar, hús sé kannski „dauður hlutur“ eins og hún hefur heyrt fólk orða það, en heimili sé það ekki. 

  

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Einkaframkvæmdin og einkavæðingin virðist vera efst á blaði ráðamanna á íslandi hvert sem litið er allir eiga að vera áeiginvegum í öllu alvegsama hveríhlutáþetta minnir migáskáldsöguu sem las sem unglingsstúlka og hét sjálfstættfólk og þá blessaður kallinnbjartur í sumarhús svo gleypti ég líka í mig Sölkuvölku og man eftir skrautlegum persónum þaðan þorpið hét Djúpavikviðófeigsfjörðog einn kall áttialltpleisiðog þar á bæ var lífiðutí gegnSALTFISKUR
    0
  • Guðlaug Sigfúsdóttir skrifaði
    Sko, Botnshlíð heitir reyndar Botnahlíð😊
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár