Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Múla­þingi hafa spurt spurn­inga um gjöf­ina frá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Fisk­eldi Aust­fjarða þarf að fá íbúa Múla­þings í lið með sér ef það á að verða af lax­eld­is­áform­um fyr­ir­tæk­is­ins í Seyð­is­firði.

Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf
Gáfu 6 til 8 milljónir Fiskeldi Austfjarða gaf Múlaþingi 6 til 8 milljónir króna fyrr í sumar. Jens Garðar Helgason er framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. Mynd: Laxar

Laxeldisfyrirtækið Fiskeldi Austfjarða, sem stundar laxeldi á Austfjörðum og hyggur á stórfellt laxeldi í Seyðisfirði, gaf 6 til 8 milljónir króna til sveitarfélagsins Múlaþings nýlega. Gjöfin var til að vinna að mengunarvörnum í Seyðisfirði vegna olíuleka frá skipinu El Grilló. Þetta kemur fram í fundargerð frá Umhverfis- og framkvæmdanefnd Múlaþings frá því á mánudaginn.

Ætla að fá íbúana í lið með sér

Fiskeldi Austfjarða hyggur nú á laxeldi í Seyðisfirði en fyrir stundar fyrirtækið sjókvíaeldi í nokkrum öðrum fjörðum á Austurlandi. Áform fyrirtækisins hafa vakið hörð viðbrögð hjá hluta íbúa og eru skiptar skoðanir um eldið. Jens Garðar Helgason, framkvæmdstjóri Laxeldis Austfjarða, hefur gefið það út að fyrirtækið muni vinna í því að reyna að fá íbúa í Múlaþingi í lið með sér með kynningar- og fræðslustarfi um laxeldið. 

Fyrr á árinu sagði Jens Garðar um þetta: „Ég lít á það þannig að nú er það í okkar höndum að upplýsa íbúana ennþá betur. Hluti af þessu er að það hefur skort á upplýsingagjöf frá okkur í umræðunni varðandi ýmis álitamál. Þetta er til dæmis um Farice-strenginn, ofanflóð, umhverfismál og siglingaleiðir.

„Ábyrgð fylgjandi því að gefa og þiggja“
Úr fundargerð í Múlaþingi

Efni, verkfæri og vinna frá laxeldisfyrirtækinu

Fram kemur í fundargerðinni, undir liðnum „ábyrgð fylgjandi því að gefa og þiggjaað fulltrúar minnihlutans spyrji sig spurninga um gjöfina frá laxeldisfyrirtækinu. „Við, fulltrúar V-lista og M-lista, köllum eftir því að settar verði skýrar reglur um gjafir til sveitarfélagsins í ljósi umræðna á fundinum.

Á fundinum kom fram að eðli gjafarinnar hafi verið efni, verkfæri og vinna við mengunarvarnir í firðinum. Í fundargerðinni segir:  „Fulltrúar V-lista og M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:Á 92. fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.08. 2023 kom það fram undir umræðu við 1. dagskrárlið; Málefni hafna í Múlaþingi, að nýverið hefði höfnin á Seyðisfirði (eign Múlaþings) þegið gjöf af Fiskeldi Austfjarða í formi efnis, verkfæra og vinnu tengt því mikilvæga verkefni að vinna gegn olíuleka úr El Grilló. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum var verðmæti umræddrar gjafar talið nema a.m.k. 6 - 8 milljónir króna.

Ef af laxeldi Fiskeldis Austfjarða í Seyðisfirði verður munu siglingar skipa um fjörðinn, meðal annars Norrænu, geta skipt verulegu máli fyrir laxeldisfyrirtækið þar sem öldugangur og annað rask getur haft áhrif á rekstur sjókvíanna. Nokkru máli getur skipt fyrir laxeldisfyrirtækið að tryggja sína hagsmuni í góðu samstarfi við sveitarfélagið ef af eldinu verður. Eitt atriði getur meðal annars verið að stuðla að því að siglingahraði Norrænu um Seyðisfjörð verði lækkaður. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    MÚTUR ?
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Að leyfa fiskeldi í Seyðisfirði er glæpur!
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Jens Garðar ætlar með ÖLLUM tiltækum ráðum að TROÐA fiskeldi ofaní kok á íbúum Seyðisfjarðar, hvar eru þingmenn í norð-austrinu ? Er búið að hóta þeim og fjölskyldum þeirra ? Er búið að færa þeim milljónir á bankareikninga eða afskrifa skuldir þeirra ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu