1. Hver er vinsælasta kvikmyndin á alþjóðavettvangi það sem af er ári?
2. Hver leikur aðalkvenhlutverkið í þeirri mynd?
3. Hvað selur fyrirtækið Smith & Norland hér á landi?
4. En hvað framleiðir fyrirtækið Smith & Wesson?
5. Hver er stærsta eyjan við Ísland?
6. Bandarísk yfirvöld auglýstu á dögunum eftir hlut sem hvarf um helgina. Athygli vakti að hluturinn kostar alla jafna um 13 milljarða íslenskra króna. Hvað var þetta?
7. Glódís Perla Viggósdóttir var um daginn gerð að fyrirliða með því virta fótboltaliði sem hún spilar með. Hvaða lið er það?
8. En með hvaða fótboltaliði spilar Lionel Messi?
9. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Prag?
10. Vömb, keppur, laki og ... hvað?
11. Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst veitt? Var það 1891 – 1901 – 1911 – 1921?
12. Í hvaða húsi við Tjörnina í Reykjavík er nú haldið úti leiksýningum?
13. Frédéric Auguste Bartholdi var franskur myndhöggvari. Svona listrænt séð þótti hann ekki endilega í fremstu röð en ein höggmynd hans hefur þó í 150 ár verið ein sú frægasta í heimi. Hver er sú?
14. Hvað heitir stórfljótið sem fellur um Kyiv í Úkraínu?
15. En hvað heitir áin sem fellur um Moskvuborg?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Bella Ramsey sem leikur í seríunni The Last of Us. Seinni myndin er tekin í Sívalaturni í Kaupmannahöfn.
Svör við almennum spurningum:
1. Barbie. – 2. Margot Robbie. – 3. Heimilistæki, rafmagnsvörur. – 4. Byssur. – 5. Heimaey. – 6. Herþota. Flugvél dugar ekki. – 7. Bayern München. – 8. Inter Miami. – 9. Tékklandi. – 10. Vinstur. Þetta eru magahólf jórturdýra. – 11. 1901. – 12. Tjarnarbíói. – 13. Frelsisstyttan. – 14. Dníepr. – 15. Moskva.
Athugasemdir (2)