Oddný Harðadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í dag að það væri „algjörlega óásættanlegt“ að það færi eftir krónum í veski fólks hvernig aðgengi þeirra væri að heilbrigðisþjónstu, og vísaði þar til þess að konur sem þurfa að undirgangast brjóstaminnkun af heilsufarsástæðum geti þurft að greiða allt að eina milljón króna. „Afleiðingin er sú að fólk sem ekki á peninga getur ekki sótt sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ segir Oddný.
Þrátt fyrir að hafa fengið samþykki frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) um greiðsluþátttöku þurfa konur sem undirgangast brjóstaminnkun gjarnan að greiða í kringum eina milljón króna úr eigin vasa.
Heimildin hefur fjallað ítarlega um þetta að undanförnu og vísaði Oddný til þeirrar umfjöllunar í þingsal. Þar beindi hún fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Wiums Þórs Þórssonar, um hvernig hann ætli að tryggja að þau sem eigi rétt á niðurgreiðslu SÍ þurfi ekki …
Athugasemdir (2)