Bensínlítrinn hækkaði um næstum tíu krónur milli mánaða

Hlut­ur olíu­fé­lag­anna í hverj­um seld­um bens­ín­lítra eykst veru­lega milli mán­aða og þau taka til sín þorra þeirr­ar hækk­un­ar sem varð frá miðj­um ág­úst­mán­uði. Rík­ið hef­ur boð­að að það ætli að afla 63,3 millj­arða króna með álagn­ingu á öku­tæki og eldsneyti á næsta ári.

Bensínlítrinn hækkaði um næstum tíu krónur milli mánaða
Skörp hækkun Lítri af bensíni hefur ekki kostað fleiri krónur en hann gerir nú síðan í febrúar á þessu ári. Mynd: Bára Huld Beck

Viðmiðunarverð á bensínlítra var 313,4 krónur um miðjan septembermánuð. Það er 9,6 krónum meira en lítrinn kostaði í ágúst. Um er að ræða hækkun upp á 3,2 prósent. Þetta má lesa út úr nýrri bensínvakt Heimildarinnar. Verðið hafði lækkað nokkuð stöðugt frá því í vor en tekur skarpa hækkun nú. Viðmiðunarverðið miðar við næstlægstu verðtölu hverju sinni til að forðast áhrif tíma­bund­innar verð­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­ar­verðið er þó með lægsta verði og sýnir þar með lægri hlut olíu­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.

Þegar síðasta bensínvakt var birt kom fram að hlutur olíufélaga hefði farið undir 50 krónur í hverjum seldum lítra frá miðjum júlímánuði og mánuðinn, sem var í fyrsta sinn á árinu 2023 sem það gerðist. Þessi þróun hafði átt sér stað þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu hefði verið að hækka. Þar sem innkaupaverð íslensku olíufélaganna – sem öll kaupa sína olíu af Equinor í Noregi – ákvarðast einkum af heimsmarkaðsverði og gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal, þá kom fram í Heimildinni að við næstu innkaup gæti smásöluverðið hækkað.

Það reyndist rétt greining, líkt og rakið er að ofan, þótt hinn aukni kostnaður fari ekki í að greiða fyrir innkaup á bensíni. Líklegt innkaupaverð stendur nefnilega í stað milli mánaða.

Samkvæmt útreikningum bensínvaktarinnar fer þorri hækkunarinnar að þessu sinni til olíufélaganna, eða 7,61 króna. Það þýðir að tæplega 80 prósent hennar lendir hjá þeim. Hlutur olíufélaga samanstendur af álagningu og kostnaði á borð við flutninga og tryggingar. 

Ríkið eykur gjaldtöku af ökutækjum

Hlutur rík­­­­­­­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra sam­anstendur af virð­is­auka­skatti, almennu og sér­­­­­­­­­­­­­stöku bens­ín­gjaldi og kolefn­is­gjaldi. Alls er virðisaukahlutfallið sem leggst á bensínlítrann 19,35 prósent, almenna bensíngjaldið hækkaði úr 30,2 krónum í 32,5 krónur um síðustu áramót og sérstaka bensíngjaldið fór úr 48,7 krónum í 52,45 krónur. Þá hækkaði kolefnisgjaldið úr 10,5 krónum í 11,3 krónur. Alls tekur íslenska ríkið nú 156,96 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni, eða sléttan helming. 

Við kynningu á fjárlagafrumvarpi næsta árs kom fram að ríkisstjórnin ætli ekki að hækka krónutölugjöld í samræmi við verðbólgu heldur einungis um 3,5 prósent. Við það munu gjöldin lækka að raunvirði. 

Á móti á hins vegar að stíga fyrsta skrefið til þess að láta eigendur hreinorkubíla greiða fyrir notkun á vegakerfinu með innleiðingu nýs kerfis þar sem greitt verður fyrir ekna kílómetra. Alls ætlar ríkið að afla sér 63,3 milljarða króna í tekjur með álagningu á ökutæki og eldsneyti og þar af eiga 7,5 milljarðar króna að falla til vegna þessa fyrsta skrefs inn í nýtt kerfi. Frumvarp sem felur í sér þessa breytingu verður lagt fram í haust og stefnt er að því að hún taki gildi um næstu áramót.

Í mars á næsta ári á svo að leggja fram frumvarp um enn stærra skref, sem felur í sér að nýtt fyrirkomulag gjaldtöku í formi kílómetragjalds vegna notkunar bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verður tekið upp. Samhliða er gert ráð fyrir því að endurskoðun fari fram á öðrum lögum sem gilda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Gert er ráð fyrir að nýtt kerfi taki gildi þann 1. janúar 2025. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu