Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bensínlítrinn hækkaði um næstum tíu krónur milli mánaða

Hlut­ur olíu­fé­lag­anna í hverj­um seld­um bens­ín­lítra eykst veru­lega milli mán­aða og þau taka til sín þorra þeirr­ar hækk­un­ar sem varð frá miðj­um ág­úst­mán­uði. Rík­ið hef­ur boð­að að það ætli að afla 63,3 millj­arða króna með álagn­ingu á öku­tæki og eldsneyti á næsta ári.

Bensínlítrinn hækkaði um næstum tíu krónur milli mánaða
Skörp hækkun Lítri af bensíni hefur ekki kostað fleiri krónur en hann gerir nú síðan í febrúar á þessu ári. Mynd: Bára Huld Beck

Viðmiðunarverð á bensínlítra var 313,4 krónur um miðjan septembermánuð. Það er 9,6 krónum meira en lítrinn kostaði í ágúst. Um er að ræða hækkun upp á 3,2 prósent. Þetta má lesa út úr nýrri bensínvakt Heimildarinnar. Verðið hafði lækkað nokkuð stöðugt frá því í vor en tekur skarpa hækkun nú. Viðmiðunarverðið miðar við næstlægstu verðtölu hverju sinni til að forðast áhrif tíma­bund­innar verð­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­ar­verðið er þó með lægsta verði og sýnir þar með lægri hlut olíu­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.

Þegar síðasta bensínvakt var birt kom fram að hlutur olíufélaga hefði farið undir 50 krónur í hverjum seldum lítra frá miðjum júlímánuði og mánuðinn, sem var í fyrsta sinn á árinu 2023 sem það gerðist. Þessi þróun hafði átt sér stað þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu hefði verið að hækka. Þar sem innkaupaverð íslensku olíufélaganna – sem öll kaupa sína olíu af Equinor í Noregi – ákvarðast einkum af heimsmarkaðsverði og gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal, þá kom fram í Heimildinni að við næstu innkaup gæti smásöluverðið hækkað.

Það reyndist rétt greining, líkt og rakið er að ofan, þótt hinn aukni kostnaður fari ekki í að greiða fyrir innkaup á bensíni. Líklegt innkaupaverð stendur nefnilega í stað milli mánaða.

Samkvæmt útreikningum bensínvaktarinnar fer þorri hækkunarinnar að þessu sinni til olíufélaganna, eða 7,61 króna. Það þýðir að tæplega 80 prósent hennar lendir hjá þeim. Hlutur olíufélaga samanstendur af álagningu og kostnaði á borð við flutninga og tryggingar. 

Ríkið eykur gjaldtöku af ökutækjum

Hlutur rík­­­­­­­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra sam­anstendur af virð­is­auka­skatti, almennu og sér­­­­­­­­­­­­­stöku bens­ín­gjaldi og kolefn­is­gjaldi. Alls er virðisaukahlutfallið sem leggst á bensínlítrann 19,35 prósent, almenna bensíngjaldið hækkaði úr 30,2 krónum í 32,5 krónur um síðustu áramót og sérstaka bensíngjaldið fór úr 48,7 krónum í 52,45 krónur. Þá hækkaði kolefnisgjaldið úr 10,5 krónum í 11,3 krónur. Alls tekur íslenska ríkið nú 156,96 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni, eða sléttan helming. 

Við kynningu á fjárlagafrumvarpi næsta árs kom fram að ríkisstjórnin ætli ekki að hækka krónutölugjöld í samræmi við verðbólgu heldur einungis um 3,5 prósent. Við það munu gjöldin lækka að raunvirði. 

Á móti á hins vegar að stíga fyrsta skrefið til þess að láta eigendur hreinorkubíla greiða fyrir notkun á vegakerfinu með innleiðingu nýs kerfis þar sem greitt verður fyrir ekna kílómetra. Alls ætlar ríkið að afla sér 63,3 milljarða króna í tekjur með álagningu á ökutæki og eldsneyti og þar af eiga 7,5 milljarðar króna að falla til vegna þessa fyrsta skrefs inn í nýtt kerfi. Frumvarp sem felur í sér þessa breytingu verður lagt fram í haust og stefnt er að því að hún taki gildi um næstu áramót.

Í mars á næsta ári á svo að leggja fram frumvarp um enn stærra skref, sem felur í sér að nýtt fyrirkomulag gjaldtöku í formi kílómetragjalds vegna notkunar bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verður tekið upp. Samhliða er gert ráð fyrir því að endurskoðun fari fram á öðrum lögum sem gilda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Gert er ráð fyrir að nýtt kerfi taki gildi þann 1. janúar 2025. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
6
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
7
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
10
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár