Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mun væntanlega gera Kristjáni Loftssyni erfitt fyrir

Talskona Hvala­vina tel­ur að það muni gera eig­anda Hvals hf. erfitt fyr­ir að halda áfram sín­um veið­um ef Mat­væla­stofn­un held­ur áfram að grípa inn í veið­arn­ar þeg­ar stofn­un­in tel­ur Hval hf. brjóta gegn reglu­gerð um vel­ferð dýra.

Mun væntanlega gera Kristjáni Loftssyni erfitt fyrir
Skipin í baksýn „Ég er ánægð með að það sé allavega búið að stöðva aðra drápsmaskínuna þó að ég hefði viljað stöðva þær báðar,“ segir Valgerður. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mér finnst einkennilegt að þau hafi ekki bara stöðvað starfsemi Hvals hf. vegna þessara brota,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, um ákvörðun Matvælaeftirlitsins (MAST) um að stöðva veiðar á hvalveiðiskipinu Hval 8 í dag tímabundið. 

Ákvörðunin var tekin vegna alvarlegra brota sem MAST segir að hafi verið framin við veiðar Hvals 8 á langreyði. Enn má Hvalur 9, sem er gerður út af sama fyrirtæki og Hvalur 8 – Hval hf., fara á veiðar. 

„Ég er ánægð með að það sé allavega búið að stöðva aðra drápsmaskínuna þó að ég hefði viljað stöðva þær báðar,“ segir Valgerður.

29 mínútur liðu á milli fyrsta og annars skutuls sem veiðimenn á Hval 8 skutu í fyrstu langreyðina sem þeir drápu í ár. Það þýðir að það tók hana fleiri en 30 mínútur að deyja.

Fengu nýtt verkfæri með reglugerð Svandísar

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir að hertar reglur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kom á þegar hvalveiðibannið féll úr gildi í byrjun september hafi gefið MAST tækifæri til að bregðast við frávikinu sem varð við veiðarnar. 

„Við erum allavega með einhver verkfæri í höndunum sem við höfðum ekki áður,“ segir Hrönn. 

Valgerður telur sömuleiðis útlit fyrir að reglugerðin sé að gera gagn. 

„Ef þetta á að vera fordæmið þá væntanlega mun það gera Kristjáni Loftssyni [eiganda Hvals hf.] mjög erfitt fyrir að halda áfram sínum veiðum,“ segir Valgerður. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár