„Það er mjög óhugnanlegt að horfa upp á þetta raungerast í íslenskri umræðu,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um þá hatursorðræðu í garð hinsegin fólks, sér í lagi trans fólks, sem hefur stóraukist að undanförnu. „Maður sér þetta sérstaklega á samfélagsmiðlum þar sem fólk er að lepja upp rangar upplýsingar og les ekkert með gagnrýnum augum. Þetta er oft fólk sem aðhyllist ýmsar samsæriskenningar, því fyrir mér er þetta ekkert annað en samsæriskenningar og upplýsingaóreiða,“ segir hún.
Ugla er 32 ára trans kona, trans aktívisti, fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna ´78 og fyrrverandi formaður Trans Ísland. Hún var um tólf ára þegar hún áttaði sig á því að hún væri stelpa og 18 ára þegar hún kom út sem trans kona. Ugla hefur í meira en áratug látið mannréttindabaráttuna sig miklu varða, er óhrædd við að taka þátt en mætir nú síauknu mótlæti þar sem hún er uppnefnd og hefur verið hvött …
Frekar léleg tilraun hjá þér til gaslýsingar.