„Ég hélt þetta væri búið. Ég hélt að við myndum ekki sjá þetta aftur. Ég hélt að þetta tilheyrði sögunni, en þetta virðist vera komið á fulla ferð aftur,“ segir Anna Kristjánsdóttir um þá hatursorðræðu sem beinst hefur gegn hinsegin fólki að undanförnu.
Anna, sem var fyrsta trans konan sem kom fram opinberlega á Íslandi, segist hafa fengið fjölda skeyta frá fólki síðustu daga sem hefur áhyggjur af líðan hennar. Þau sem hafi samband vilji minna hana á að meirihluti Íslendinga styðji við bakið á hinsegin fólki. Anna segir að sér þyki vænt um öll skilaboðin og hvetur ungt hinsegin fólk til að standa á sínu og reyna að halda í gleðina.
Sárar minningar rifjist upp þessa dagana
„Mér finnst það sem er að gerast á Íslandi núna alveg hræðilegt,“ segir Anna, sem hefur búið á Tenerife í nokkur ár. „Hér á eyjunni verð ég aldrei vör við …
Ást og friður .