Tala látinna eftir jarðskjálftann mikla í Marokkó á föstudag, skjálfta sem var 6,8 stig, er komin yfir 2.100. Hún á eftir að hækka. Að minnsta kosti 300 þúsund manns urðu fyrir skaða í skjálftunum – týndu lífi, slösuðust, misstu ættingja, heimili sín eða lífsviðurværi. Skjálftinn reið yfir kl. 22 á föstudagskvöld að íslenskum tíma og voru upptök hans rúmlega 70 kílómetrum suðvestur af borginni Marrakesh. Hann fannst um allt landið og mun víðar, m.a. á suðurhluta Spánar.
Mörg ríki hafa boðist til að aðstoða við björgunarstarfið. Sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna eru þegar komnar til Marokkó og sömu sögu er að segja um sveitir frá Katar. Þá hafa Frakkar, gömlu nýlenduherrarnir, Spánverjar og Bretar heitið aðstoð og einhverjir á þeirra vegum eru þegar mættir til hamfarasvæðanna.
„Eins og stendur er ekki útlit fyrir að við sendum hóp,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, spurður um hvort íslenskt björgunarfólk fari til …
Athugasemdir