Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég verð að lifa þetta af“

Fimm manns söfn­uð­ust sam­an í and­dyri mat­væla­ráðu­neyt­is­ins í Borg­ar­túni klukk­an átta í morg­un með kerti, hátal­ara og sjón­varps­skjá. Skjár­inn sýndi blóð­uga dauð­daga næst­stærstu spen­dýra jarð­ar. Fyr­ir ut­an skvamp­hljóð­in frá mynd­skeið­un­um var al­gjör þögn í and­dyr­inu. Það var sorg í aug­um við­staddra.

Alls sjö langreyðar hafa verið drepnar síðan Anahita Babaei og Elissa Bijou stigu niður úr möstrum hvalveiðiskipa við Reykjavíkurhöfn á þriðjudag. Skipin fóru af stað sólarhring eftir að Anahita og Elissa voru keyrðar af vettvangi í lögreglubíl. 

Þær voru við hvalstöðina í Hvalfirði þegar þrjár langreyðar voru dregnar þar á land á föstudag. Anahita sagðist hafa fundið til sársauka þegar hún sá dýrin líflaus. Sá sársauki var greinilegur í andliti hennar þar sem hún stóð og hélt á kerti í anddyri matvælaráðuneytisins í morgun. „Ég finn til á sama hátt og hvalirnir,“ sagði Anahita. 

Heimildin / Davíð Þór

Á tólfta degi hungurverkfalls

Í anddyrinu var einnig dýravelferðarsinninn Samuel Rostøl. Hann fór í hungurverkfall sama dag og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað að aflétta banni á hvalveiðar fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Samuel leið ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki smakkað mat 12 daga. Spurður um það hversu lengi hann ætlaði sér að halda út sagðist hann helst vilja hætta verkfallinu í dag, ef Svandís myndi ákveða að banna hvalveiðar að nýju. En hann ætlar að halda eitthvað áfram, á meðan heilsan leyfði. 

„Ég verð að lifa þetta af vegna þess að vandamálið með hvalveiðar mun halda áfram á Íslandi og í öðrum löndum,“ sagði Samuel sem var einnig staddur við hvalstöðina í Hvalfirði á föstudag þegar langreyðarnar voru dregnar þangað. 

„Þetta er hræðilegur atburður til þess að verða vitni að og vita fyrir hvaða sársauka þeir urðu fyrir.“

Telur lög um dýravelferð brotin

Við hlið Samuels stóð Micah Garen kvikmyndagerðarmaður sem hefur mótmælt hvalveiðum hér á landi og sér fram á að gera það áfram. Hann telur gefið mál að stöðva eigi hvalveiðar þar sem lög um dýravelferð hafi verið brotin með drápum á tveimur langreyðum sem skotnar voru í tvígang. 

„Það þarf að gera hlé á veiðum strax því reglurnar hafa verið brotnar,“ sagði Micah.

Heimildin / Davíð Þór

Það að dýrin hafi verið með sár eftir tvo skutla þýðir að þau hafi ekki drepist við fyrsta skot. 

Undanfari þess að Svandís ákvað að gera hlé á hvalveiðum í júní var sá að fagráð um velferð dýra komst að því að ekki væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela og að hvalveiðarnar samræmdust ekki lögum um dýravelferð. Henry Alexander Henrysson, fulltrúi siðfræðistofnunar HÍ í ráðinu, sagði í samtali við Heimildina eftir að hvalveiðar höfðu verið heimilaðar að nýju að það hefði ekki breyst – enn væri ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela. 

Micah telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin með aflífun langreyðanna sem skotnar voru í tvígang og það í slæmu veðri.

Mótmælendurnir hafa ekkert heyrt frá stjórnvöldum en Anahitu og Elissu bíða kærur fyrir húsbrot frá Hvali hf. fyrir að hafa klifrað upp í möstur skipanna í mótmælaskyni í byrjun síðustu viku og setið þar í 33 klukkustundir. Fyrirtækið hefur farið fram á að þær greiði sekt sem nemur 500.000 krónum.

Áfram verða langreyðar veiddar hér á landi en í fyrra stóð vertíðin til 28. september. Hvalur hf. hefur heimild til þess að veiða 161 dýr í ár, þó ólíklegt megi teljast að svo margir hvalir falli í valinn á þessu stutta tímabili. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár