Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu

Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.

Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
Mætti í skóla Samtökin sem Eldur Deville fer fyrir hafa meðal annars gagnrýnt hinsegin fræðslu í grunnskólum og þá aðallega fræðslu fyrir nemendur um trans börn. Mynd: Heimildin

„Skólastjóri Langholtsskóla hefur gert skóla- og frístundasviði viðvart vegna þriggja einstaklinga frá samtökunum 22 sem komu inn í skólann í gær. Myndbönd voru tekin af starfsfólki skólans án þeirra samþykkis og upptaka höfð í gangi þegar það vísaði fólkinu frá skólanum. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.“

Þannig hljóðar svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur við fyrirspurn Heimildarinnar sem fékk ábendingu um að skólinn hefði tilkynnt sviðinu 8. september að Eldur Deville forsvarsmaður Samtakanna 22 hafi ásamt tveimur öðrum komið í Langholtsskóla daginn áður. Samtökin hafa meðal annars gagnrýnt hinsegin fræðslu í grunnskólum og þá aðallega fræðslu fyrir nemendur um trans börn. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var starfsfólki skólans mjög brugðið þegar fólkið kom inn í skólann. 

Í svari skóla- og frístundasviðs til Heimildarinnar segir einnig að það sé afar mikilvægt að starfsfólk skóla geti helgað sig því verkefni að sinna menntun og farsæld barna og þurfi ekki að vera í …

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Fræðsla í grunnskólum landsins á að vera í höndum kennara. Það á að banna öllum öðrum að koma þar inn til að kenna börnunum,nema þeim sem koma til að kenna umferðarreglur og meðferð og jafnvel viðgerða á reiðhjólum. Sérhagsmunahópar, fólk á vegum trúar eða stjórnmálafélaga eiga ekkert erindi við börn í mótun. Ekki heldur hinsegin fólk. Þetta er skoðun mín, byggð á langri reynslu af lífinu og verandi grunnskólakennari um tíma.
    -5
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er altaf verið að fussa og sveia á mig og kalla mig einhverja lesbíu!svo á ég líka að vera forljót og alveg storskrytin líka af hverju stafar þetta nefhlĵóð sem heyrist hjá mér?ég skal vera viss um þaðAÐ ALLT SEM AÐ MER ER ERU SÁLRÆN ÁHRIF mömmu minni sálugu var víst alveg dauð ílla við mig þess vondu á hrif eru frá mömmu minni og bróður hennar sem bjó í Danmörk í 57 ár
    -6
  • Hafsteinn Helgason skrifaði
    Fáfræðin og mannvonskan í þessum tveimur kommentum undir þessari grein, undirstrika hvers vegna Samtökin 22 er grasserandi vandamál sem þarf að díla við sem fyrst. Það virðist ekki vera nóg að fræða börnin, fullorðið fólk sem ekki veit betur reynir greinilega að standa í vegi fyrir þeirri fræðslu. Það þarf víst að kenna sumu fullorðnu fólki, eins þeir tveir sem finnast hér í kommentunum, kynfræðslu, umburðarlyndi og samúð.
    8
    • Í frjálsu lýðræðissamfélagi "fræðum" við ekki hugmyndafræðilega andstæðinga okkar heldur tökum á rökum þeirra.
      0
  • Vissulega eru kynin tvö.

    Vissulega er það ógeðfellt að fræða börn um BDSM (hafi það verið gert, sem ég leyfi mér að efa).

    Vissulega er það hræðilegt barnaníð að styrkja þá rangtrú barns að það sé í raun gagnstæða kynið, og styðja við þær aðgerðir sem grundvallast á þeirri rangtrú og þær skelfilegu og varanlegu langtímaafleiðingarnar sem þeim aðgerðum fylgir.

    En Guð minn almáttugur maður, þú gengur ekki inn í grunnskóla þegar þú ert hvorki starfsmaður, foreldri barns, eða í atvinnutengdu erendi, og hvað þá með myndavél á lofti.
    0
    • Auður Helg skrifaði
      Þú efast um að verið sé að fræða börn um BDSM í skólum, en á þessu myndspjaldi er einmitt verið að kynna það til sögunnar. Þú ættir kannski að skoða það og fleira sem þykir nauðsynlegt að kenna börnum nú á dögum.
      -9
    • Martin Swift skrifaði
      Hárrétt að það er glórulaust að vaða inn í grunnskóla með myndavél á lofti.

      Kynin eru hins vegar fleiri en tvö og trans fólk er til.
      8
  • Fyrir það fyrsta að þá er BDSM ekki kynhneigð heldur blæti og svo er einfaldlega staðreynd málsins að ekkert fagfólk kemur að fræðslu samtakana 78 heldur er þetta upplifun og tilfinningar þess sem fræðir ,,

    s22 er ekki á móti transgender samfélaginu heldur er málið að bælingameðferð barna undir lögaldri eigi ekki að vera veruleiki né á bdsm fræðsla eitthvað að eiga inni barnaskóla landsins,,

    ekki langt síðan að klámáhorf ungra drengja var til umræðu og að það brenglaði sýn þeirra á hvað eðlilegt kynlíf er,, gúgglið BDSM og hugsið ykkur um hvað ungt par í tilraunastarfsemi myndi gera miðað við þær myndir sem þar poppa upp.

    Ég er ekki á móti transsamfélagsinu en hvað nákvæmlega er barátta þeirra? Transgender einstaklingar hefur öll sömu lagalegu réttindi og ég þannig að hvað vill þessi hópur í raun og veru ? og af hverju er hann með fræðslu fyrir börn í skólum landsins þegar við höfum fullkomnlega hægt fagfilkutil að sinna slíkri fræðslu
    -15
    • Hafsteinn Helgason skrifaði
      Sá sem heldur að barátta hinseginsamfélagsins snúist aðeins um lög og réttindi kann ekki að meta samfélagslega þætti sem spila inn í. Þau berjast fyrir viðurkenningu, fyrir umburðarlyndi, samúð og samkennd með þeim sem eru öðruvísi en aðrir. Þeirra barátta stoppar ekki við þröskuld laganna.
      8
  • Auður Helg skrifaði
    Þarf ekki að tilkynna kynferðislegt efni sem engan veginn er eðlilegt í skóla eða við hæfi barna eins og þetta plaggat sem Eldur var að taka myndir af. Þar er m.a. verið að fræða börn um bdsm og talað um það sem sérstaka hneigð sem þau gætu væntanlega verið haldin. Er það eðlilegt fyrir börn frá 6 ára aldri? Mér sýnist þetta vera barnaverndarmál.
    -19
    • Martin Swift skrifaði
      Það er ekkert verið að fræða börn „um bdsm“. Það er verið að fræða börn um umburðarlyndi gagnvart öðrum og að fólk hafi hneigðir sem það eigi ekki að skammast sín fyrir.
      11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Mest lesið

Risar á ferð: Flöskuhálsar kalla á breytingar á vegum
4
SkýringVindorka á Íslandi

Ris­ar á ferð: Flösku­háls­ar kalla á breyt­ing­ar á veg­um

80 metra lang­ir vind­myllu­spað­ar eru lengstu íhlut­irn­ir sem munu fara um ís­lenska vega­kerf­ið ef af bygg­ingu vindorku­vera verð­ur hér á landi. Þess­ir for­dæma­lausu þunga­flutn­ing­ar kalla á styrk­ing­ar á brúm og veg­um, breyt­ing­ar á vega­mót­um og alls kon­ar til­fær­ing­ar aðr­ar. Flytja yrði inn sér­staka flutn­inga­bíla til verks­ins og loka veg­um fyr­ir ann­arri um­ferð enda ekki dag­legt brauð að aka með fyr­ir­bæri á pari við hæð Hall­gríms­kirkjut­urns um þjóð­vegi lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
6
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár