Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fyrsta langreyðurin skotin tveimur skotum

Af mynd­um af dæma sem Heim­ild­in hef­ur feng­ið af fyrstu lang­reyð­inni sem var dreg­in dauð á land í hval­stöð­inni í morg­un þurfti tvö skot til að drepa hana.

Fyrsta langreyðurin skotin tveimur skotum
Tvö skot Að því best verður séð af þessari mynd sem tekin var í morgun voru tveir sprengiskutlar notaðir til að drepa langreyðina, þá fyrstu sem veidd var á vertíð ársins. Mynd: Boris Niehaus/Hard To Port

Einn skutull í höfuð. Annar í síðuna. Langreyður sem Hvalur 8 kom með að landi í hvalstöðinni í Hvalfirði fyrir birtingu í morgun var skotin með tveimur sprengjuskutlum.

Þannig má gera ráð fyrir því að fyrsta skotið hafi geigað, ekki drepið dýrið og að endurskot hafi verið nauðsynlegt.

 

Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri sjávarverndunarsamtakanna Hard to Port, samtaka sem annað sumarið í röð fylgjast náið með veiðunum, segir við Heimildina að hann telji að um kvendýr sé að ræða. „Á myndunum sést að annar skutullinn hæfði höfuð dýrsins.“

Þegar skutull hæfir bein springur hann ekki inni í dýrinu, líkt og hann er hannaður til að gera þegar hann kemst í snertingu við hold.

TilbúnirStarfsmenn Hvals hf. stóðu tilbúnir á hvalskurðarplaninu er langreyðurin var dregin á land.

„Það hefur því þegar komið í ljós, sem er ekki óvænt í mínum huga, að veiðiaðferðir Hvals hf. hafa ekki batnað að neinu leyti,“ segir Arne.

Báðir bátar Hvals hf., Hvalur 8 og Hvalur 9, héldu til veiða í fyrradag. Samkvæmt fréttum veiddi Hvalur 8 fyrstu langreyðina um hádegisbil í gær. Hvalur 9 veiddi tvær í gær og er sá bátur væntanlegur að hvalstöðinni í Hvalfirði.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heimilaði hvalveiðar á ný um mánaðamótin og setti nýja reglugerð sem hafði það hlutverk að „bæta umgjörð veiða á langreyðum“ líkt og sagði í fyrstu grein hennar. Skilyrði til veiðanna voru þrengd á ýmsa lund, m.a. má ekki veiða nema í dagsbirtu, aðeins af innan við 25 metra færi og skulu ytri skilyrði vera með þeim hætti að líkur séu til þess að aflífun fari fram samstundis. Skal í því tilliti líta til ölduhæðar, veðurskilyrða og skyggnis.

NærmyndGulu línurnar eru fastar í skutlunum. Sá fremri, dreginn fram með gulum kassa til útskýringar, virðist hafa hæft höfuð dýrsins og þá mögulega bein.

Skotvinkill skal vera á bilinu 45-135° miðað við lengdaröxul dýrs en víkja má frá færi og skotvinkli „þegar skjóta þarf sært dýr fleiri en einu skoti til að tryggja sem skjótasta aflífun,“ segir í ennfremur í reglugerðinni. „Verklag skal vera til þess fallið að tryggja að langreyðar séu aflífaðar á þann hátt að það valdi dýrum sem minnstum sársauka og taki sem skemmstan tíma og séu ekki veiddar á þann hátt að valdi þeim óþarfa limlestingum eða kvölum.“

Eftirlitsaðilar, þ.e. Fiskistofa og Matvælastofnun, geta samkvæmt reglugerðinni krafist úrbóta á verklagi „sé það ekki til þess fallið að tryggja framangreind skilyrði“.

Hvalur hf. hefur heimild til veiða á 161 langreyði í ár. Í fyrra stóð vertíðin í hundrað daga og lauk 28. September. Á henni voru veidd 148 dýr. Matvælastofnun gerði alvarlegar athugasemdir við veiðarnar, m.a. að mörg dýr hafi verið skotin margsinnis, að sprengiskutlar hafi ekki sprungið og að sum dýranna hafi þurft að þola langt dauðastríð og miklar kvalir.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár