Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.

Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
Snyrtivörur Erfitt er fyrir neytendur að bera kennsl á efni sem geta valdið skaða því að innihaldsefnin í mörgum snyrtivörum sem við notum jafnvel daglega skipta oft tugum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flest notum við snyrtivörur, eða það sem kallað er umhirðuvörur daglega. Við þvoum okkur flest um hárið með sjampói, notum kannski næringu líka, berum á okkur andlitskrem og notum svitalyktareyði. Og mörg farða sig daglega. Við berum sumsé daglega alls kyns efni á stærsta líffæri líkamans, húðina. 

Síðustu ár og áratugi hefur umræða um skaðsemi efna sem geta leynst í snyrtivörum aukist töluvert. Hins vegar er erfitt fyrir neytendur að bera kennsl á efni sem geta valdið skaða því að innihaldsefnin í mörgum snyrtivörum sem við notum jafnvel daglega skipta oft tugum. Á brúsanum, krukkunni eða túpunni eru vanalega upplýsingar um hvaða efni eru í vörunni. Þau bera hins vegar mörg hver heiti sem flest fólk getur varla borið fram og veit sáralítið um.  

Bannlistinn 

Það er vissulega eftirlit og það ágætt í Evrópu á heimsvísu að sögn Ísaks Sigurjóns Bragasonar, teymisstjóra efnamála hjá Umhverfisstofnun, en stofnunin fer með framkvæmd …

Kjósa
79
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RKS
    Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
    Ég þakka fyrir þessa viðvörun og ábendingar. Umræðan er mjög nauðsynleg. En mér finnst ósmekklegt að einmitt þessari umfjöllun skuli fylgja auglýsing fyrir krem sem á að minnka dökka bauga!
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár