Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.

Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
Snyrtivörur Erfitt er fyrir neytendur að bera kennsl á efni sem geta valdið skaða því að innihaldsefnin í mörgum snyrtivörum sem við notum jafnvel daglega skipta oft tugum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flest notum við snyrtivörur, eða það sem kallað er umhirðuvörur daglega. Við þvoum okkur flest um hárið með sjampói, notum kannski næringu líka, berum á okkur andlitskrem og notum svitalyktareyði. Og mörg farða sig daglega. Við berum sumsé daglega alls kyns efni á stærsta líffæri líkamans, húðina. 

Síðustu ár og áratugi hefur umræða um skaðsemi efna sem geta leynst í snyrtivörum aukist töluvert. Hins vegar er erfitt fyrir neytendur að bera kennsl á efni sem geta valdið skaða því að innihaldsefnin í mörgum snyrtivörum sem við notum jafnvel daglega skipta oft tugum. Á brúsanum, krukkunni eða túpunni eru vanalega upplýsingar um hvaða efni eru í vörunni. Þau bera hins vegar mörg hver heiti sem flest fólk getur varla borið fram og veit sáralítið um.  

Bannlistinn 

Það er vissulega eftirlit og það ágætt í Evrópu á heimsvísu að sögn Ísaks Sigurjóns Bragasonar, teymisstjóra efnamála hjá Umhverfisstofnun, en stofnunin fer með framkvæmd …

Kjósa
79
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RKS
    Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
    Ég þakka fyrir þessa viðvörun og ábendingar. Umræðan er mjög nauðsynleg. En mér finnst ósmekklegt að einmitt þessari umfjöllun skuli fylgja auglýsing fyrir krem sem á að minnka dökka bauga!
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár