Flest notum við snyrtivörur, eða það sem kallað er umhirðuvörur daglega. Við þvoum okkur flest um hárið með sjampói, notum kannski næringu líka, berum á okkur andlitskrem og notum svitalyktareyði. Og mörg farða sig daglega. Við berum sumsé daglega alls kyns efni á stærsta líffæri líkamans, húðina.
Síðustu ár og áratugi hefur umræða um skaðsemi efna sem geta leynst í snyrtivörum aukist töluvert. Hins vegar er erfitt fyrir neytendur að bera kennsl á efni sem geta valdið skaða því að innihaldsefnin í mörgum snyrtivörum sem við notum jafnvel daglega skipta oft tugum. Á brúsanum, krukkunni eða túpunni eru vanalega upplýsingar um hvaða efni eru í vörunni. Þau bera hins vegar mörg hver heiti sem flest fólk getur varla borið fram og veit sáralítið um.
Bannlistinn
Það er vissulega eftirlit og það ágætt í Evrópu á heimsvísu að sögn Ísaks Sigurjóns Bragasonar, teymisstjóra efnamála hjá Umhverfisstofnun, en stofnunin fer með framkvæmd …
Athugasemdir (1)