„Þetta lýsir auðvitað bara fordómafullu viðhorfi sem er á skjön við gildin í íslensku samfélagi,“ segir Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, um að börnum í kristilegu sumarbúðunum Ástjörn sé innrætt af starfsfólki að samkynhneigð sé synd.
Heimildin greindi frá því að móður hafi verið mjög brugðið í sumar þegar dóttir hennar, sem var nýkomin úr sumarbúðunum Ástjörn, hafi greint frá því að þar hafi henni verið sagt af hópstjóra að samkynhneigð væri synd og að fólk gæti ekki stundað kynlíf með öðrum af sama kyni.
Konan hafði áður sent son sinn í sumarbúðir sem KFUM og KFUK rekur, kristilegt félag ungra manna og kvenna á Íslandi, sem reka vel flestar sumarbúðir barna á Íslandi, og reiknaði ekki með að starfið á Ástjörn væri öðruvísi.
Álfur segir þetta alvarlegt mál. „Ég skil vel að fólki sé brugðið sem kaupir þarna þjónustu fyrir börnin …
Athugasemdir (1)