Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ég skil vel að fólki sé brugðið sem kaupir þarna þjónustu fyrir börnin sín í góðri trú“

Formað­ur Sam­tak­anna 78 for­dæm­ir að starfs­fólk í sum­ar­búð­un­um Ástjörn inn­ræti börn­un­um að sam­kyn­hneigð sé synd. Hann seg­ir börn­in á við­kvæm­um aldri og það geti haft mik­il áhrif að upp­lifa for­dóma sem þessa. Við­horf­in séu á skjön við ríkj­andi gildi í ís­lensku sam­fé­lagi.

„Ég skil vel að fólki sé brugðið sem kaupir þarna þjónustu fyrir börnin sín í góðri trú“
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, er ekki sáttur við hvernig talað er um samkynhneigð við börnin í sumarbúðunum Ástjörn. Mynd: Heimildin / JIS

„Þetta lýsir auðvitað bara fordómafullu viðhorfi sem er á skjön við gildin í íslensku samfélagi,“ segir Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, um að börnum í kristilegu sumarbúðunum Ástjörn sé innrætt af starfsfólki að samkynhneigð sé synd. 

Heimildin greindi frá því að móður hafi verið mjög brugðið í sumar þegar dóttir hennar, sem var nýkomin úr sumarbúðunum Ástjörn, hafi greint frá því að þar hafi henni verið sagt af hópstjóra að samkynhneigð væri synd og að fólk gæti ekki stundað kynlíf með öðrum af sama kyni. 

Konan hafði áður sent son sinn í sumarbúðir sem KFUM og KFUK rekur, kristilegt félag ungra manna og kvenna á Íslandi, sem reka vel flestar sumarbúðir barna á Íslandi, og reiknaði ekki með að starfið á Ástjörn væri öðruvísi. 

Álfur segir þetta alvarlegt mál. „Ég skil vel að fólki sé brugðið sem kaupir þarna þjónustu fyrir börnin …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár