Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Frá Hrafnistu í happdrættið

Val­geir Elías­son byrj­aði um ára­mót­in sem fram­kvæmda­stjóri Happ­drætti DAS en áð­ur var hann að vinna hjá Hrafn­istu í ell­efu ár. Það er tölu­vert ólíkt að fylgja fólki síð­ustu metr­ana í líf­inu eða hringja í fólk til að segja því að það hafi unn­ið stóra vinn­ing­inn.

„Hér á Tjarnargötu 10 er Happdrætti DAS rekið og vikulega eru dregnir út vinningar. Eftir tvo daga drögum við út stóra vinninginn í þessum mánuði, 40 milljónir króna á tvöföldum miða, sem er á við íbúð. 

Ég er framkvæmdastjóri og tek því þátt í að draga út vinninginn, en teningar eru notaðir til þess. Þetta eru ekki venjulegir spilateningar, heldur hefur hver um sig 20 hliðar. Átta teningar eru í glæru boxi, handfangi er snúið og runan birtist. Alls birtast átta tölur. Þetta er gert sex sinnum. Tölurnar eru síðan slegnar inn í forrit sem háskólinn bjó til á sínum tíma og það dregur út vinningsnúmerin. 

Ég fæ oft að hringja í fólk sem fær aðalvinninginn. Flestir verða mjög ánægðir. Sumir verða orðlausir. Aðrir eru vissir um þetta sé gabb. 

Áður vann ég í ellefu ár hjá Hrafnistu og þessar stofnanir eru nátengdar. Happdrættið var stofnað til að fjármagna byggingu Hrafnistu. Í báðum tilfellum er verið að eiga við fólk. 

Á Hrafnistu kemur inn fólk sem er orðið satt lífsdaga, búið að vera lengi á lífi og kannski orðið mjög þreytt og veikt. Reynt er að hjálpa því síðustu metrana með reisn. Hér er ég hins vegar að koma út gleðifréttum um vinninga. 

Á móti kemur að með því að tryggja hagnað af happdrættinu er verið að tryggja að gamla fólkið, sem ég vann með áður, fái betri aðbúnað. Með hagnaðinum er til dæmis hægt að uppfæra herbergin þeirra á Hrafnistu.“ 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
6
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár