Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tilboð Leós til Tómasar: „Ég er líka eiginlega bara sorgmæddur“

Bæj­ar­full­trú­arn­ir sem störf­uðu með Tóm­asi Ell­ert Tóm­as­syni í meiri­hlut­an­um í Ár­borg segj­ast hafa orð­ið misundr­andi þeg­ar þeir sáu frétt­ir af til­boð­inu sem hann fékk. Eng­inn þeirra fékk við­líka til­boð, frá Leó Árna­syni fjár­festi eða öðr­um.

Tilboð Leós til Tómasar: „Ég er líka eiginlega bara sorgmæddur“
Undrun og sorg Bæjarfulltrúarnir sem voru í meirihlutanum með Tómasi Ellert Tómassyni í Árborg 2018 til 2022 eru misundrandi á tilboðinu sem hann greindi frá að hann hefði fengið fyrir helgi. Einn, Sigurjón Vídalín Guðmundsson úr Samfylkingunni, segist vera sorgmæddur yfir málinu. Frá vinstri úr efri röð Arna Ír Gunnarsdóttir, Eggert Valur Guðmundsson og Tómas Ellert. Neðri röð frá vinsti Sigurjón Vídalín Guðmundsson og Helgi Sigurður Haraldsson.

„Meinarðu hvort þetta hafi komið mér á óvart? Ég veit ekki hvað ég að segja en jú: Þetta kom mér á óvart,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, aðspurður um hvað honum fannst þegar hann sá fréttir af tilboðinu sem Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, segist hafa fengið frá fjárfestinum Leó Árnasyni árið 2020. Heimildin greindi frá málinu fyrir helgi. 

Tómas sagði frá því að hann hefði fengið tilboð frá Leó þegar hann var bæjarfulltrúi í meirihlutanum á Selfossi árið 2020. Tilboðið gekk út á það, sagði Tómas, að hann og flokkur hans, Miðflokkurinn, áttu að fá fjárhagslega aðstoð í sveitastjórnarkosningunum árið 2022 gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið Árborg félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Enginn af hinum bæjarfulltrúunum í Árborg, sem voru í meirihlutanum með Tómasi, sögðust í greininni hafa fengið sambærileg tilboð og Tómas vegna sölunnar á Landsbankahúsinu. 

Leó neitar að hafa gert Tómasi skilyrt tilboð um fjárhagsaðstoð gegn því að fá pólitíska fyrirgreiðslu frá honum. 

„Það eru stórir peningar í húfi, hvort sem það eru lóðir eða aðrar eignir.“

Eggert Valur, sem í dag er sveitastjórnarmaður í Rangárþingi ytra á Suðurlandi, segist aldrei hafa séð eða heyrt af slíku tilboði áður. „Ég er oddviti Rangárþings ytra og er búinn að vera í sveitastjórnarmálum meira eða minna frá árinu 1998 og þetta er alveg unique fyrir mér. Ég held að það eigi nú við um fleiri í kringum mig sem hafa unnið í þessum geira.

Heimildin greindi frá því fyrr í dag að Tómas hefði verið boðaður í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins. 

Sigurjón upplifir sorg

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem var bæjarfulltrúi Á-listans en er í dag bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna, segist hafa orðið mjög undrandi. „Þetta kom mér verulega á óvart; ég átti ekki von á þessu.

Hann segir við Heimildina að hann hafi upplifi sorg út af málinu. „Ég hef alveg upplifað það að svona stórir aðilar hafa reynt að þrýsta á mann til að láta mál ganga hratt fyrir sig. Þá gildir að standa í lappirnar. Ég var alltaf mjög skýr á því að ekkert yrði þvingað í gegnum mig. Ég var nú bæði bara mjög hugsi og ég er líka eiginlega bara sorgmæddur ef þetta er eins og þetta lítur út fyrir að vera. Ef þetta orðið þannig að stórir aðilar séu farnir að bera fé á kjörna fulltrúa til að reyna að fá sitt í gegn.

Helgi ekki alveg eins undrandi 

Helgi Sigurður Haraldsson úr Framsóknarflokknum var ekki alveg eins undrandi og Eggert Valur og Sigurjón. „Ég eiginlega veit það ekki. Já, að hluta til. Kannski með þetta tiltekna dæmi en það kemur ekkert á óvart að eitthvað svona hafi verið í gangi einhvers staðar. Mér kemur ekkert á óvart að það sé verið í svona fyrirgreiðslu til að reyna að hafa áhrif á kjörna fulltrúa. Heimurinn er lítill. Svo er spurning hvort farið sé alla leið eða þetta bara reynt. Það eru stórir peningar í húfi, hvort sem það eru lóðir eða aðrar eignir.

Helgi Sigurður segist furða sig á því að einhverjum detti í hug að gera slíkt tilboð og halda að það komi ekki upp á yfirborðið. 

Ekki náðist í Örnu Ír Gunnarsdóttur úr Samfylkingunni til að fá viðbrögð hennar við umfjölluninni. 

Hinir fengu engin tilboð 

Heimildin spurði hina bæjarfulltrúana í þáverandi meirihluta að því í síðustu viku, áður en umfjöllunin um tilboð Leós var birt, hvort þeir hefðu einhvern tímann fengið sambærileg tilboð og Tómas  lýsir á sínum ferli í stjórnmálum. Spurning Heimildarinnar til bæjarfulltrúanna var almenn og var þeim ekki sagt frá máli Tómasar þegar spurningin var borin upp við þá.   

Bæjarfulltrúarnir fjórir sögðu allir nei við þessari spurningu. „Ég segi bara nei við spurningunni hvað mig snertir,“ sagði Eggert Valur  úr Samfylkingunni.

Samflokkskona hans, Arna Ír Gunnarsdóttir, sagði að slíkt tilboð hafi aldrei verið lagt fyrir hana. „Mig rekur ekki minni til þess og held að ég geti sagt bara nei. Kannski er það út af því að ég er kona og þeir, karlarnir, hringja minna í konur. Mögulega hefur þetta líka eitthvað með það að gera hvaða strauma maður sendir frá sér.“

Sigurjón Vídalín, sagðist aldrei hafa fengið boð frá neinum sem snýst um óeðlilega fyrirgreiðslu. 

Helgi Sigurður úr Framsókn tók í sama streng. „Ég hef aldrei upplifað slíkt.“ 

Miðað við þetta var Tómas eini bæjarfulltrúinn sem fékk tilboð frá Leó og Sigtúni. Ástæðan fyrir þessu kann meðal annars að liggja í persónulegum tengslum þeirra sem ná áratugi aftur í tímann en þeir eru æskufélagar frá Selfossi og fyrrverandi samstarfsmenn í Sjálfstæðisflokknum. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Tómas boðaður í skýrslutöku vegna tilboðs Leós
FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Tóm­as boð­að­ur í skýrslu­töku vegna til­boðs Leós

Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Ár­borg, hef­ur ver­ið boð­að­ur í skýrslu­töku hjá embætti hér­aðssak­sókn­ara vegna frétta af til­boði sem hann fékk sem kjör­inn full­trúi. Til­boð­ið kom frá Leó Árna­syni fjár­festi og for­svars­manni Sig­túns þró­un­ar­fé­lags. Tóm­as seg­ir að er­indi skýrslu­tök­unn­ar sé að ræða um „mögu­legt mútu­brot“.
Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
Svona eignast útgerðarmaður bæ
ÚttektSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Svona eign­ast út­gerð­ar­mað­ur bæ

Nýr mið­bær hef­ur ris­ið á Sel­fossi á síð­ustu ár­um og stend­ur til að stækka hann enn frek­ar. Á bak við fram­kvæmd­irn­ar eru Leó Árna­son at­hafna­mað­ur og Kristján Vil­helms­son, stofn­andi Sam­herja. Um­svif þeirra á Sel­fossi eru mun meiri og snúa með­al ann­ars að áform­um um bygg­ingu 650 íbúða í bæn­um. Bæj­ar­full­trúi minni­hlut­ans, Arna Ír Gunn­ars­dótt­ir, seg­ir erfitt fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið að etja kappi við fjár­sterka að­ila og lýð­ræð­is­hall­inn sé mik­ill.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár