Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara í Reykjavík í kjölfar umfjöllunar Heimildarinnar um tilboð sem hann fékk frá Leó Árnasyni fjárfesti árið 2020. Þetta segir Tómas Ellert í samtali við Heimildina. „Það var hringt í mig áðan og ég var boðaður í skýrslutöku. Mér var sagt að þetta væri vegna mögulegs mútubrots,“ segir Tómas.
Tímasetningin á skýrslutökunni liggur ekki fyrir þar sem Tómas er staddur erlendis.
„Mér var sagt að þetta væri vegna mögulegs mútubrots“
Heimildin greindi frá því fyrir helgi að Tómas Ellert hefði fengið tilboð frá Leó Árnasyni þegar hann var bæjarfulltrúi í meirihlutanum á Selfossi árið 2020. Tilboðið gekk út á það, sagði Tómas, að hann og flokkur hans, Miðflokkurinn, áttu að fá fjárhagslega aðstoð í sveitastjórnarkosningunum árið 2022 …
Athugasemdir (3)