Þeir eru stórir, loðnir hinsegin karlmenn, og þeir hafa verið sérstaklega áberandi í Reykjavík um helgina. Það er vegna þess að árleg hátíð Reykjavík Bear sem Bangsafélagið stendur fyrir var haldin dagana 31. ágúst til 3. september. Síðasti viðburðurinn var slökun í Sky Lagoon nú síðdegis þar sem þeir nutu sjö skrefa ritúal meðferðar.
Rúmlega hundrað erlendir bangsar víðsvegar að úr heiminum komu til Íslands til að fagna með Bangsafélaginu. Reykjavík Bear hátíðin í ár er nokkuð stærri en í fyrra með tvöfalt fleiri miðum seldum. Hátíðin hefur stækkað ár frá ári og hefur aldrei verið vinsælli, og hátíðarpassar uppseldir frá því í júní. Auk erlendra gesta mætti tölverður fjöldi íslenskra bangsa á hátíðina.
Bangsafélagið er eitt af hagsmunafélögum Samtakanna ’78 og félagsskapur bangsa (e. Bears) á Íslandi. Hlutverk félagsins er meðal annars …
Athugasemdir (1)