Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís: Vertíðin fer af stað á morgun

Degi áð­ur en hval­veiði­bann það sem mat­væla­ráð­herra setti tíma­bund­ið á í sum­ar átti að renna út hef­ur fram­hald­ið ver­ið ákveð­ið. Svandís Svavars­dótt­ir kynnti nið­ur­stöðu sína, í þessu eld­fima póli­tíska máli, á sum­ar­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Eg­ils­stöð­um.

Svandís: Vertíðin fer af stað á morgun
Tveir skutlar Dýraverndunarsamtökin Hard to Port fylgdust grannt með hvalveiðum síðasta sumars og mynduðu m.a. þegar langreyðar voru dregnar á land með marga skutla í sér, suma ósprungna. Mynd: Hard to port

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að hvalveiðar megi halda áfram á morgun en undir verulega auknu og strangara eftirliti. Þetta tilkynnti hún á sumarfundi ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í morgun. Svandís mun í dag setja nýja reglugerð sem felur í sér ítarlegar og hertari kröfur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og aukið eftirlit. Skilyrðin snúa m.a. að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum.

Svandís rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í niðurstöður starfshóps sem hún skipaði í sumar og gaf út skýrslu sína í byrjun viku. Þar hafi komið fram „all margar hugmyndir“ sem væru til þess fallnar að fækka „frávikum“ við hvalveiðar. „Þannig að vertíðin fer af stað á morgun með ítarlegum skilyrðum,“ sagði hún við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfundinn.

Samkvæmt reglugerðinni munu Matvælastofnun og Fiskistofa vinna saman að eftirliti með veiðunum. Ráðgert er að stofnanirnar sendi ráðuneytinu skýrslu við lok veiðitímabils þar sem dregnar eru saman helstu niðurstöður eftirlits með hvalveiðum 2023.

Svandís stöðvaði veiðar Hvals hf. á langreyðum tímabundið í júní í kjölfar þess að fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu að veiðiaðferðir samræmdust ekki ákvæðum dýravelferðarlaga. Ekki væri unnt með núverandi aðferðum að tryggja velferð dýra við aflífun.

SumarfundurFundur ríkisstjórnarinnar, þar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína um framhald hvalveiða, fór fram á Egilsstöðum í morgun.

Hvalur hf. fékk síðast útgefið leyfi sjávarútvegsráðherra til veiða á langreyðum árið 2019 og gildir það til áramóta.

Andstaða við veiðar aukist hratt

Á þessum tíma hefur viðhorf landsmanna til veiðanna breyst mikið, sérstaklega síðustu mánuði. Ný skoðanakönnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands sýnir að andstaða við hvalveiðar hefur aukist um sjö prósentustig, frá 35% í maí 2022 í 42% nú í ágúst. Stuðningur við hvalveiðar hefur minnkað úr 33% í 29% á sama tímabili. Karlar hafa verið hlynntari veiðunum en konur en milli maí í fyrra og í ágúst nú hefur sá stuðningur dregist saman um 10 prósentustig, úr 48 prósent í 38.

Vinstri græn hafa allt frá árinu 2015 haft það í stefnu sinni að leggjast „eindregið  gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur“. Við veiðarnar, sagði í ályktun landsfundar þetta ár, „er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni“. Þessi stefna flokksins var ítrekuð á flokksráðsfundi hans nú í ágúst.

Í brennidepli

Hvalveiðar hafa verið mikið í umræðunni síðustu misseri. Í febrúar í fyrra skrifaði Svandís grein í Morgunblaðið þar sem fram kom að hún teldi fátt rökstyðja að heimildir til hvalveiða yrðu endurnýjaðar. Nokkrum vikum síðar voru tvö hvalveiðiskip Hvals hf. farin út á sjó til veiða sem höfðu þá ekki verið stundaðar tvö ár á undan.

MæðurEllefu kýr með fóstri voru veiddar á vertíðinni síðasta sumar. Fóstrin voru skorin úr kviði dýranna og rannsökuð.

Dýraverndunarsamtökin Hard to Port fylgdust náið með veiðunum og mynduðu á fyrstu vikum vertíðarinnar ítrekað þegar langreyðar voru dregnar á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði með marga skutla í sér – suma sem höfðu ekki sprungið. Þá mynduðu samtökin einnig starfsmenn Hvals hf. að fjarlægja fóstur úr kviði dýranna.

Í kjölfar frétta af þessu setti matvælaráðherra reglugerð um aukið eftirlit með veiðunum sem m.a. fól í sér myndavélaeftirlit um borð í hvalveiðibátunum. Meðal annars á því eftirliti byggði skýrsla Matvælastofnunar um veiðar sumarsins 2022 sem gefin var út í maí síðastliðnum.

Afhjúpun í skýrslu MAST

Niðurstaða stofnunarinnar var sú að veiðar á stórhvelum samræmdust ekki markmiðum laga um velferð dýra. Í skýrslunni kom m.a. fram að af þeim 148 langreyðum sem voru veiddar á vertíðinni voru 36 (24%) skotnar oftar en einu sinni. Þar af voru fimm skotnar þrisvar og fjórar skotnar fjórum sinnum. Dauðastríð tveggja þeirra stóð í 1-2 klukkustundir.

Í öðru tilvikinu stóð eftirför áhafnar hvalveiðiskipsins fram í myrkur og á myndböndum sem Heimildin fékk afhent sést að sex sprengjuskutlum var skotið að dýrinu sem synti sært um, kafaði og blés. „Því var um mjög langt dauðastríð að ræða og ætla má með miklum þjáningum áður en [dýrið] drapst,“ sagði í eftirlitsskýrslu MAST um þetta tiltekna atvik.

Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klukkustundir án þess að hvalveiðimönnum tækist að aflífa hann. Skot geiguðu, skutlar sprungu ekki og dýr áttu það til að særast í fyrstu skotum og slíta sig svo laus áður en þau voru hæfð að nýju.

Ekki í anda laga en lögin ekki brotin

Síðasta sumar veiddu starfsmenn Hvals hf. svo að minnsta kosti eina mjólkandi langreyðarkú, sem þýðir að hún hefur verið með kálf á spena. Sá hefur líklega ekki lifað lengi án móður sinnar. Ellefu kýr með fóstri voru veiddar. Sum þeirra höfðu náð um það bil 2/3 fæðingarstærðar sinnar.

MAST taldi þrátt fyrir þetta allt saman að við veiðarnar hefði verið beitt „bestu þekktu aðferðum“ miðað við þær aðstæður sem veiðar á langreyðum eru stundaðar við og því hefðu ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin.

Skýrslan vakti mikil viðbrögð og Svandís sagði niðurstöður hennar „sláandi“. Í sama streng tók t.d. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður atvinnuveganefndar.

Á veiðumStilla úr myndbandi sem tekið var upp af veiðunum síðasta sumar.

Mannúðleg aflífun ekki möguleg

Næsta skref var að fá fagráð um velferð dýra, sem starfar samkvæmt lögum um dýravelferð, til að rýna í málið og svara þeirri spurningu hvort hægt sé yfir höfuð að standa þannig að veiðum á stórhvelum að aflífun með mannúðlegum hætti sé tryggð, líkt og lög gera ráð fyrir.

Niðurstaða fagráðsins lá fyrir um miðjan júní og var afgerandi: Sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmast ekki ákvæðum dýravelferðarlaga. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun.

Stopp!

Svandís tók þegar í stað þá ákvörðun að stöðva hvalveiðar tímabundið, til ágústloka, á meðan þeim spurningum væri m.a. svarað hvort að mögulegt væri að bæta eða breyta veiðiaðferðunum með þeim hætti að þær uppfylltu dýravelferðarlög.

Þessi ákvörðun hennar, sem lá fyrir daginn áður en hvalveiðivertíðin átti að hefjast, var harðlega gagnrýnd, m.a. af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, sagði ákvörðunina hafa sett stjórnarsamstarfið „í loft upp“.

Villt dýrLangreyðar eru risastór dýr sem ferðast langa vegu um heimsins höf á hverju ári. Þær geta náð 70-90 ára aldri að minnsta kosti.

Óljós niðurstaða starfshóps

Eftir að Svandís hafði sett hið tímabundna hvalveiðibann á, bann sem átti að standa til ágústloka á meðan málin yrðu skoðuð ofan í kjölinn, skipaði hún starfshóp sem skoðaði m.a. tillögur Hvals hf. að bættum veiðiaðferðum. Þær sneru m.a. að þjálfun áhafna, breytinga á púðursamsetningu í sprengiskutlum, léttari línu í skutlana og nýs miðs byssanna með ljósi.

Niðurstaða hópsins lá loks fyrir í byrjun vikunnar og var sú að mögulegt væri að bæta veiðiaðferðirnar og „ekki unnt að útiloka“ að veiðar með breyttum aðferðum væru betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum væri litið til „mögulegra samlegðaráhrifa þeirra“. Niðurstaðan var því hvorki afgerandi né sérstaklega skýr.

Þá var komið að ákvörðun ráðherra. Yrði hvalveiðibannið framlengt eða ekki? Væri nauðsynlegt að skjóta þá eða ekki?

Og sú ákvörðun liggur nú fyrir. Vertíðin hefst á morgun, segir Svandís.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er Sorgar dagur i sögu ISLANDS og til Skammar fyrir xG. Nasiztarnir unnu með hotunum. Best væri að ganga til Kosninga i Haust. Rikistjornin er FALLIN
    þeirra filgi er hrunið fyrir löngu. Þetta a eftir að draga dilk a eftir ser td i USA og viðar.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Í dag gerði Svandís Svavarsdóttir RISASTÓR mistök.

    Þetta mun reynast Íslandi, VG og henni sjálfri þungbært.

    Það er fyrir löngu síðan kominn tími á að hætta hvalveiðum og því svívirðilega dýraníði sem því fylgir við strendur Íslands.

    Minnumst þess að Hvalur hf hefur lengi verið einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.

    Auðvitað ætlast fyrirtækið til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir þá "fjárfestingu" sína.
    0
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    VG beygir sig í öllu undir níðinga Sjálfstæðisflokksins. Það var fyrirséð.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár