Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hafnar því að Vinabyggð hafi fengið að vera í bílstjórasætinu

Ann­ar eig­enda Vina­byggð­ar ræð­ir skipu­lags­ferl­ið á reit 13 í sam­tali við Heim­ild­ina. Þór­ir Kjart­ans­son seg­ir alrangt að skipu­lags­yf­ir­völd í Kópa­vogi hafi leg­ið flöt fyr­ir vilja fjár­festa, í and­stöðu við hags­muni íbúa. Þvert á móti hafi sam­ráð ver­ið meira en geng­ur og ger­ist. Þór­ir seg­ir að þrjá­tíu ára vinátta hans við Ár­mann Kr. Ólafs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra, hafi ekki haft áhrif á fram­gang máls­ins.

Hafnar því að Vinabyggð hafi fengið að vera í bílstjórasætinu
Reitur 13 Hér er staðið efst á reit 13, á óbyggðu svæði sem áður tilheyrði Kópavogsbæ en hefur nú verið skipulagt og látið í té verktakafyrirtæki sem keypti fasteignir á svæðinu af Vinabyggð. Á svæðinu öllu mun rísa 2-4 hæða randbyggð, sem fellur íbúum í grenndinni lítt í geð. Mynd: Heiða Helgadóttir

Athafnamaðurinn Þórir Kjartansson hefur ásamt félaga sínum, Arnari Þórissyni, byggt upp viðskiptaveldi undir hatti Íslenskrar fjárfestingar frá aldamótum. Þeir fást við fasteignaþróun, en eiga einnig ferðaskrifstofuna Kilroy, sportvöruverslunina Útilíf og hafa komið að rekstri hjúkrunarheimilisins í Sóltúni, svo eitthvað sé nefnt.

Þeir eiga félagið Vinabyggð, sem í samstarfi við Kópavogsbæ kom að skipulagi reits 13 á Kársnesi undanfarin ár. Vinabyggð átti hluta fasteignanna á lóðinni þar til félagið seldi þær til félagsins Fjallasólar á síðasta ári fyrir 1,5 milljarða króna.

Í samtali við Heimildina vísar Þórir því á bug að Vinabyggð hafi fengið að sitja í bílstjórasætinu við skipulagningu reitsins og segir enn fremur að það hafi ekki haft nokkur áhrif á þá afgreiðslu sem Vinabyggð hefur fengið hjá Kópavogsbæ að hann og fyrrverandi bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, hafi verið vinir í þrjátíu ár. Ef eitthvað er, segir hann, hafi vinskapur þeirra flækt …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reitur 13

Skortur á heildarsýn galli á Kársnesmódelinu
ViðtalReitur 13

Skort­ur á heild­ar­sýn galli á Kárs­nes­mód­el­inu

Fyrr­ver­andi for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar tel­ur að Kópa­vogs­bær hafi ekki unn­ið nægi­lega grunn­vinnu í að­drag­anda þess að reit­ir á Kárs­nesi fóru á deili­skipu­lags­stig. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir, aðjunkt í skipu­lags­fræði við HÍ, seg­ir að bær­inn hafi ekki ver­ið í stöðu til að setja skýra um­gjörð um þær for­send­ur sem gilt hafi á hverj­um og ein­um upp­bygg­ing­ar­reit. „Við vilj­um ekki að bygg­inga­geir­inn bara valsi frjáls,“ seg­ir hún við Heim­ild­ina.
„Markaðurinn getur ekki skipulagt samfélag“
VettvangurReitur 13

„Mark­að­ur­inn get­ur ekki skipu­lagt sam­fé­lag“

Reit­ur 13 á Kárs­nes­inu hef­ur ver­ið um­deild­ur ár­um sam­an. Íbú­ar í grennd­inni telja geng­ið á hags­muni sína og hið sama telja sum­ir bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Kópa­vogi. Fjár­fest­ar eru sagð­ir hafa ver­ið við stýr­ið í deili­skipu­lags­gerð þrátt fyr­ir að eiga ein­ung­is hluta reits­ins. Í fyrra seldi fé­lag­ið Vina­byggð reit­inn og fyr­ir­hug­að­ar upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir á hon­um á 1,5 millj­arða króna, til fé­lags í eigu Mata-systkin­anna, sem hafa nú feng­ið bygg­ing­ar­rétt á allri lóð­inni án aug­lýs­ing­ar með sam­komu­lagi við Kópa­vogs­bæ.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár