Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigendur Aton JL kaupa Gallup

Þrír eig­end­ur sam­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins At­on JL auk ráð­gjaf­ans Valdi­mars Hall­dórs­son­ar hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Ham­ars­hyl ut­an um kaup á Gallup á Ís­landi. Gallup á Ís­landi er dótt­ur­fyr­ir­tæki Já og mun Ham­ars­hyl­ur kaupa allt hluta­fé þess af Já. Þeg­ar kaup­in hafa geng­ið í gegn verð­ur Gallup á Ís­landi rek­ið sem sjálf­stætt rann­sókn­ar­fyr­ir­tæki.

Eigendur Aton JL kaupa Gallup
Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda Aton JL, er meðal þeirra sem standa að kaupunum á Gallup. Mynd: Aton JL

Þrír eigendur samskiptafyrirtækisins Aton JL, þeir Huginn Freyr Þorsteinsson, Agnar Lemack og Ingvar Sverrisson, auk Valdimars Halldórssonar sem situr til að mynda í stjórnum Orkuveitu Húsavíkur og Fríhafnarinnar, hafa stofnað fyrirtækið Hamarshyl utan um kaup á Gallup á Íslandi. 

Gallup sér meðal annars um að safna hvers kyns gögnum úr samfélaginu, til að mynda um fylgi stjórnmálaflokka, fjölmiðlaneyslu og viðhorf til ýmissa málefna. 

Í tilkynningu segir að markmið Hamarshyls með kaupunum sé að efla Gallup sem „sjálfstætt rannsóknarfyrirtæki sem sér almenningi, stofnunum og fyrirtækjum fyrir áreiðanlegum og traustum upplýsingum um stöðu og þróun íslensks samfélags og markaða.“

Gallup á Íslandi er dótturfyrirtæki Já og mun Hamarshylur kaupa allt hlutafé þess af Já. Þegar kaupin hafa gengið í gegn verður Gallup á Íslandi rekið sem sjálfstætt rannsóknarfyrirtæki og mun ný stjórn auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra. Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já hf., er einnig framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi og mun sinna því starfi áfram þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Arctica Finance var ráðgjafi í söluferlinu og Ax Lögmannsþjónusta ráðgjafi kaupanda. Gallup hefur verið leiðandi á sviði markaðs-, starfsmanna-, og viðhorfsrannsókna á Íslandi og er með umboðið fyrir alþjóðlega vörumerkið Gallup en auk þess hefur fyrirtækið tengingar við fleiri alþjóðleg rannsóknarfyrirtæki. Starfsmenn Gallup á Íslandi eru um 50 talsins á tveimur starfsstöðvum, í Reykjavík og á Akureyri.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár