Eigendur Aton JL kaupa Gallup

Þrír eig­end­ur sam­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins At­on JL auk ráð­gjaf­ans Valdi­mars Hall­dórs­son­ar hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Ham­ars­hyl ut­an um kaup á Gallup á Ís­landi. Gallup á Ís­landi er dótt­ur­fyr­ir­tæki Já og mun Ham­ars­hyl­ur kaupa allt hluta­fé þess af Já. Þeg­ar kaup­in hafa geng­ið í gegn verð­ur Gallup á Ís­landi rek­ið sem sjálf­stætt rann­sókn­ar­fyr­ir­tæki.

Eigendur Aton JL kaupa Gallup
Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda Aton JL, er meðal þeirra sem standa að kaupunum á Gallup. Mynd: Aton JL

Þrír eigendur samskiptafyrirtækisins Aton JL, þeir Huginn Freyr Þorsteinsson, Agnar Lemack og Ingvar Sverrisson, auk Valdimars Halldórssonar sem situr til að mynda í stjórnum Orkuveitu Húsavíkur og Fríhafnarinnar, hafa stofnað fyrirtækið Hamarshyl utan um kaup á Gallup á Íslandi. 

Gallup sér meðal annars um að safna hvers kyns gögnum úr samfélaginu, til að mynda um fylgi stjórnmálaflokka, fjölmiðlaneyslu og viðhorf til ýmissa málefna. 

Í tilkynningu segir að markmið Hamarshyls með kaupunum sé að efla Gallup sem „sjálfstætt rannsóknarfyrirtæki sem sér almenningi, stofnunum og fyrirtækjum fyrir áreiðanlegum og traustum upplýsingum um stöðu og þróun íslensks samfélags og markaða.“

Gallup á Íslandi er dótturfyrirtæki Já og mun Hamarshylur kaupa allt hlutafé þess af Já. Þegar kaupin hafa gengið í gegn verður Gallup á Íslandi rekið sem sjálfstætt rannsóknarfyrirtæki og mun ný stjórn auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra. Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já hf., er einnig framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi og mun sinna því starfi áfram þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Arctica Finance var ráðgjafi í söluferlinu og Ax Lögmannsþjónusta ráðgjafi kaupanda. Gallup hefur verið leiðandi á sviði markaðs-, starfsmanna-, og viðhorfsrannsókna á Íslandi og er með umboðið fyrir alþjóðlega vörumerkið Gallup en auk þess hefur fyrirtækið tengingar við fleiri alþjóðleg rannsóknarfyrirtæki. Starfsmenn Gallup á Íslandi eru um 50 talsins á tveimur starfsstöðvum, í Reykjavík og á Akureyri.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár