Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigendur Aton JL kaupa Gallup

Þrír eig­end­ur sam­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins At­on JL auk ráð­gjaf­ans Valdi­mars Hall­dórs­son­ar hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Ham­ars­hyl ut­an um kaup á Gallup á Ís­landi. Gallup á Ís­landi er dótt­ur­fyr­ir­tæki Já og mun Ham­ars­hyl­ur kaupa allt hluta­fé þess af Já. Þeg­ar kaup­in hafa geng­ið í gegn verð­ur Gallup á Ís­landi rek­ið sem sjálf­stætt rann­sókn­ar­fyr­ir­tæki.

Eigendur Aton JL kaupa Gallup
Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda Aton JL, er meðal þeirra sem standa að kaupunum á Gallup. Mynd: Aton JL

Þrír eigendur samskiptafyrirtækisins Aton JL, þeir Huginn Freyr Þorsteinsson, Agnar Lemack og Ingvar Sverrisson, auk Valdimars Halldórssonar sem situr til að mynda í stjórnum Orkuveitu Húsavíkur og Fríhafnarinnar, hafa stofnað fyrirtækið Hamarshyl utan um kaup á Gallup á Íslandi. 

Gallup sér meðal annars um að safna hvers kyns gögnum úr samfélaginu, til að mynda um fylgi stjórnmálaflokka, fjölmiðlaneyslu og viðhorf til ýmissa málefna. 

Í tilkynningu segir að markmið Hamarshyls með kaupunum sé að efla Gallup sem „sjálfstætt rannsóknarfyrirtæki sem sér almenningi, stofnunum og fyrirtækjum fyrir áreiðanlegum og traustum upplýsingum um stöðu og þróun íslensks samfélags og markaða.“

Gallup á Íslandi er dótturfyrirtæki Já og mun Hamarshylur kaupa allt hlutafé þess af Já. Þegar kaupin hafa gengið í gegn verður Gallup á Íslandi rekið sem sjálfstætt rannsóknarfyrirtæki og mun ný stjórn auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra. Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já hf., er einnig framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi og mun sinna því starfi áfram þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Arctica Finance var ráðgjafi í söluferlinu og Ax Lögmannsþjónusta ráðgjafi kaupanda. Gallup hefur verið leiðandi á sviði markaðs-, starfsmanna-, og viðhorfsrannsókna á Íslandi og er með umboðið fyrir alþjóðlega vörumerkið Gallup en auk þess hefur fyrirtækið tengingar við fleiri alþjóðleg rannsóknarfyrirtæki. Starfsmenn Gallup á Íslandi eru um 50 talsins á tveimur starfsstöðvum, í Reykjavík og á Akureyri.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár