„Ég var mjög hissa, eiginlega bara reið yfir því að fólk sé að viðra svona skoðanir og tala um kynlíf á þennan hátt við tíu ára gamalt barn,“ segir móðir stúlku sem var í sumarbúðunum Ástjörn á Norðurlandi í sumar. Stúlkan segir starfsmann þar hafa sagt við sig að samkynhneigð væri synd og að samkynhneigðir gætu ekki stundað kynlíf.
Konan hafði áður sent son sinn í sumarbúðir sem KFUM og KFUK rekur, kristilegt félag ungra manna og kvenna á Íslandi, sem reka vel flestar sumarbúðir barna á Íslandi, og reiknaði ekki með að starfið á Ástjörn væri öðruvísi.
Sagði samkynhneigð synd
Það var við matarborðið daginn sem stúlkan kom heim úr sumarbúðunum sem hún ljáði máls á því sem þar var sagt við hana um samkynhneigð. „Hún vildi biðja, eins og þau vilja stundum gera eftir svona sumarbúðir. Við vorum bara að tala saman þegar það veltur upp úr henni …
Athugasemdir (2)