Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára

DNA-rann­sókn­ir danskra vís­inda­manna í kaldri eyði­mörk nyrst á Græn­landi skila óvænt­um nið­ur­stöð­um

Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára
Svona var umhorfs á Grænlandi fyrir tveim milljónum ára þar sem nú er nær gróðurvana eyðimörk.

Þriggja metra hár skögultanni eða mastódon óð út í mýrina til að reyna að svala sér í kæfandi hitanum. Hjarðir af stórvöxnum hjartardýrum sem voru að slökkva þorstann hrukku frá og geðvondur svanur gargaði illskulega að öslandi ranadýrinu. Loks hóf hann sig til flugs og leitaði skjóls undir háum laufríkum trjám í skóginum sem náði niður að mýrarflákunum hinum megin.

Þetta gerðist á Kaupmannahafnarhöfða — ekki alveg nýlega.

Kaupmannahafnarhöfði er vel að merkja hvergi nærri Kaupmannahöfn. Frá dönsku höfuðborginni eru 3.200 kílómetrar að höfðanum og næstum því beint í norður. Kaupmannahafnarhöfði er sem sé nyrst á Grænlandi.

Þar er stórt svæði sem yfirleitt er kallað einu nafni Peary-land og hefur þá sérstöðu — miðað við stærstan hluta Grænlands — að vera ekki hulið ís.

Landslagið þar sem mastódónar réðu áður ríkjum lítur nú svona út.Þetta er litmynd, ekki svarthvít.

Þar ríkir þó yfirleitt kuldi eins og annars staðar á Grænlandi. Veturinn er tíu mánaða langur og frostið getur orðið 30-40 gráður. Úrkoma er hins vegar svo lítil og raki svo lítill í lofti að þar myndast ekki snjór. Svæðið er svo til alveg gróðurvana, jafnt firðir, fjöll og dalir. Landið er nær allt gráleitt og dautt.

Vetrarblóm, Saxifraga oppositifolialifir í þurrum kulda norðausturodda Grænlands. Ekkert blóm vex norðar og ekkert blóm hefur fundist hærra uppi, en það var í Ölpunum.

Þó er þarna líf. Um það bil fimm prósent svæðisins er vaxið gróðri þótt ekki sé hann gróskumikill. Gróðurinn er mestur upp af Jørgen Brønlunds firði sem gengur inn úr stórum firði sem kallast upp á ensku Independence-fjörður.

Og á þessum litla gróðri lifa furðu mörg dýr: læmingjar, heimskautahérar og jafnvel hin stóru sauðnaut.

Melasól, eða Papaver radicatumfinnst líka á fáeinum stöðum á Peary-landi.

Og svo rándýr — þar býr heimskautarefurinn, Grænlandsúlfurinn sést þarna enn (einhverjir af þessum 200 sem taldir eru skrimta á Grænlandi) og ísbirnir eiga stundum leið um.

En skögultanninn? Svanirnir? Hjartardýrin? Hvar er mýrin? Hvar eru trén?

Jú, þetta er þarna allt saman á Kaupmannahafnarhöfða.

Eða réttara sagt leifarnar af þessu.

Þær eru oní þurri jörðinni.

Því sú sena sem ég dró upp í byrjun, hún gerðist nefnilega fyrir tveimur milljónum ára.

Það var fyrir misseri síðan að Kurt Kjær og margir fleiri vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla kynntu þá niðurstöðu að þarna hefðu búið skögultannar eða mastódonar. Þeir eru ranadýr og býsna fjarskyldir ættingjar fíla (25 milljónir síðan tegundirnar skildust að) þótt útlit þeirra sé næsta svipað.

Svona stórir voru sköltannarnir sem bjuggu á Grænlandi.

Menn vissu fyrr að skögultannar hefðu búið í Norður-Ameríku og ráfað um svæðin sem nú eru miðbik Bandaríkjanna og Kanada. En að þeir hefðu þarna, svo norðarlega, á nyrstu oddum Grænlands, það hafði engum dottið í hug.

Frá Peary-landi að norðurheimskautinu eru ekki nema 700 kílómetrar.

Hið þurra loft og enn þurrari jörð á svæðinu hafa valdið því að DNA úr lífverum varðveitist mun lengur þarna en eiginlega alls staðar annars staðar. Eftir miklar rannsóknir varð niðurstaða Kjærs sem sé þessi:

Fyrir tveim milljónum ára var meðalhiti á svæðinu nærri 20 gráðum hærri en nú er.

Peary-land er alveg nyrst á Grænlandi.

Og þar var gróðursælt mjög og þar uxu há birkitré og mikið af víði og þarna óx þinur og meira að segja sedrusviður. Og dýralíf var fjölbreytt, samanber skögultannana stóru sem ösluðu um mýrar og skóga.

En ekki löngu eftir þetta fór að kólna á Grænlandi.

Og víðast hvar um heiminn, einkum á pólsvæðum.

Ísöldin boðaði komu sína.

Og jöklarnir lögðust af ofurþunga yfir leifar af því fjölbreytta jurta- og dýralífi sem hafði í milljónir ára ráðið ríkjum á Grænlandi.

En á Peary-landi og nánasta nágrenni þar sem skraufþurr en köld eyðimörk kom í stað mýra og skóga og gróðurfláka, þar var og er enn hægt að nálgast þessar merkilegu leifar og merki um horfinn heim. 

Eske Willersleg og Kurt Kjær grafa í eyðimörkinaí leit að lífssýnum tveggja milljón ára gömlum.
Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Ný og óvænt kenning: Hafði Jörðin hring um sig miðja líkt og Satúrnus?
Flækjusagan

Ný og óvænt kenn­ing: Hafði Jörð­in hring um sig miðja líkt og Sa­t­úrn­us?

„Mán­inn hátt á himni skín, hrím­föl­ur og grár ...“ seg­ir í ára­móta­kvæð­inu al­kunna. En hugs­ið ykk­ur nú að ekki ein­ung­is mán­inn einn skini hátt á himni, held­ur teygði sig um all­an him­inn hring­ur af geim­stein­um, ryki, grjót­flís­um af öll­um stærð­um, ísklump­um og jafn­vel smá­mán­um marg­vís­leg­um? Um Jörð­ina okk­ar væri í raun og veru hring­ur eins og sá al­þekkt­ur er um...

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
5
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
6
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
9
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
6
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
10
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu