Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

KSÍ heyrði fyrst af máli Alberts í júlí – „Á þessum tíma var þetta orðrómur“

Starfs­fólki KSÍ barst í sum­ar orð­róm­ur um meint brot Al­berts Guð­munds­son­ar lands­liðs­manns og var stjórn fé­lags­ins til­kynnt um það án þess að hann væri nafn­greind­ur. Ljóst er að verk­ferl­ar inn­an KSÍ þeg­ar kem­ur að meint­um of­beld­is­brot­um leik­manna hafa ver­ið tekn­ir til gagn­gerr­ar end­ur­skoð­un­ar síð­an Guðni Bergs­son þurfti að segja af sér sem formað­ur KSÍ eft­ir að hafa log­ið vegna slíkra mála. Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir vill ekki ræða hvort end­ur­tekn­ar kær­ur vegna kyn­ferð­is­brota gegn lands­liðs­mönn­um hafi nei­kvæð áhrif á ímynd þess.

KSÍ heyrði fyrst af máli Alberts í júlí – „Á þessum tíma var þetta orðrómur“
Ólík viðbrögð vegna ásakana um kynferðisbrot Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson sem hefur verið kærður, Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og Guðni Bergsson fyrrverandi formaður. Mynd: Heimildin Tómas

„Lögmaður hringdi í okkur og tilkynnti okkur að það væri búið að leggja fram kæru,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), um kæru vegna kynferðisbrots gegn landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni sem einnig leikur með Genóa á Ítalíu. Símtalið barst að morgni miðvikudagsins 23. ágúst, fyrir tveimur dögum. Vanda vill þó ekki nafngreina manninn, talar aðeins um „leikmann“, en Albert hefur verið nafngreindur bæði í íslenskum og ítölskum fjölmiðlum. 

Upphaflega hafði starfsfóki KSÍ hins vegar borist orðrómur um meint brot Alberts. „Það gerist í lok júlí,“ segir Vanda. „Það er orðrómur og við tökum öll svona mál alvarlega, viljum gera það sem okkur ber að gera samkvæmt okkar ferlum og vísum þessu beint til samskiptaráðgjafa,“ segir hún. 

Stjórn upplýst um orðróminn

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum 2020 eftir að frumvarp til laga um starfið var unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Markmiðið með starfi samskiptaráðgjafa er að stuðla …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    "Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum 2020 eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið setti lög um starfið."

    Á Íslandi er lagasetning í höndum Alþingis. Framkvæmdarvaldið og þar með ráðuneytin setja ekki lög.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár