„Lögmaður hringdi í okkur og tilkynnti okkur að það væri búið að leggja fram kæru,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), um kæru vegna kynferðisbrots gegn landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni sem einnig leikur með Genóa á Ítalíu. Símtalið barst að morgni miðvikudagsins 23. ágúst, fyrir tveimur dögum. Vanda vill þó ekki nafngreina manninn, talar aðeins um „leikmann“, en Albert hefur verið nafngreindur bæði í íslenskum og ítölskum fjölmiðlum.
Upphaflega hafði starfsfóki KSÍ hins vegar borist orðrómur um meint brot Alberts. „Það gerist í lok júlí,“ segir Vanda. „Það er orðrómur og við tökum öll svona mál alvarlega, viljum gera það sem okkur ber að gera samkvæmt okkar ferlum og vísum þessu beint til samskiptaráðgjafa,“ segir hún.
Stjórn upplýst um orðróminn
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum 2020 eftir að frumvarp til laga um starfið var unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Markmiðið með starfi samskiptaráðgjafa er að stuðla …
Á Íslandi er lagasetning í höndum Alþingis. Framkvæmdarvaldið og þar með ráðuneytin setja ekki lög.