„Ef fólk fer á rafbíl til Vestfjarða þá eru góðar líkur á því að rafmagnið sem fer á bílinn sé framleitt með dísil,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í Morgunblaðinu 7. júlí. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri Vestfjarða, sagði í grein í sama blaði nokkrum dögum síðar að slík staða væri „oft að koma upp“. Ráðherrann tiltók fullyrðingum sínum til stuðnings, „svo menn átti sig á alvarleika málsins“ að nýting á dísilolíu sem knýr varaaflsstöðvar á Vestfjörðum hefði tífaldast milli áranna 2021 og 2022. „Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir land sem státar sig af hreinu rafmagni.“
En „þetta er hreinlega ekki rétt,“ skrifaði Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, í svargrein um málið í Morgunblaðinu. Staðreyndin væri sú að olíunotkun til raforkuframleiðslu hafi svo gott sem staðið í stað milli ára. Hins vegar hefði olíunotkun til kyndistöðva aukist úr 200 þúsund lítrum árið 2021 í 2,1 milljón lítra …
Athugasemdir