Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Morgunblaðssamstæðan kaupir prentvél Fréttablaðsins, sem fer líklega í brotajárn

Prent­smiðja Morg­un­blaðs­sam­stæð­unn­ar hef­ur keypt prentvél Frétta­blaðs­ins, sem boð­in var upp af þrota­búi Torgs. Guð­brand­ur Magnús­son fram­kvæmda­stjóri Land­sprents seg­ir að fé­lag­ið hafi að­al­lega ásælst papp­ír, prentliti og tækja­bún­að á borð við bindi­vél­ar og plast­vél­ar. Prentvél­in sjálf komi lík­lega til með að enda í brota­járni. Ef svo fer verð­ur Land­sprent eina prent­smiðja lands­ins sem get­ur prent­að frétta­blöð.

Morgunblaðssamstæðan kaupir prentvél Fréttablaðsins, sem fer líklega í brotajárn
Flutningar Er ljósmyndari á vegum Heimildarinnar kom að Ísafoldarprentsmiðju fyrir hádegið í dag var vinna hafin við að rífa niður prentvélina og aðrar græjur sem áður tilheyrðu útgáfufélagi Fréttablaðsins, en eru nú komnar í eigu Landsprents. Mynd: h4fdís

Landsprent, prentsmiðja Morgunblaðssamstæðunnar, hefur fest kaup á prentvél Fréttablaðsins og tengdar eignir úr þrotabúi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, sem lagði upp laupana fyrr á árinu.

Óskar Sigurðsson skiptastjóri þrotabús Torgs staðfestir þetta í samtali við Heimildina, en segist ekki geta gefið upp kaupverðið.

Guðbrandur Magnússon framkvæmdastjóri Landsprents segir aðspurður í samtali við Heimildina að hann reikni ekki með því að prentvélin sjálf verði rekin áfram, væntanlega verði örlög hennar að verða að „einhverju brotajárni“. Prentvélin hefur verið starfrækt í viðbyggingu við Ísafoldarprentsmiðju í Garðabæ.

„Við tökum það sem við getum notað og hitt verður að einhverju brotajárni hugsa ég“
Guðbrandur Magnússon
framkvæmdastjóri Landsprents

„Við vorum fyrst og fremst að ásælast þarna vélbúnað og ýmsar rekstrarvörur sem við gerðum tilboð í og því var tekið,“ segir Guðbrandur, sem vill ekki gefa upp hvað Landsprent greiðir þrotabúi Torgs fyrir prentvélina.

Hann segir að þær vörur sem Landsprent ásældist úr Ísafoldarprentsmiðjunni hafi verið pappír, prentlitir, vélbúnaður, pökkunarbúnaður úr pökkunarsal, bindivélar, plastvélar og annar búnaður sem fylgir prentun dagblaða.  „Við vorum fyrst og fremst að gera tilboð í þessar vörur. Það var ekkert annað sem vakti fyrir okkur,“ segir Guðbrandur.

PrentsmiðjaÚr prentsmiðju Fréttablaðsins í dag.

En hvað ætliði að gera, þið fáið væntanlega fullt af vélbúnaði sem varla nýtist nokkuð, er það? 

„Við tökum það sem við getum notað og hitt verður að einhverju brotajárni hugsa ég,“ segir framkvæmdastjórinn. Það er því útlit fyrir að Landsprent verði eina prentsmiðjan á landinu sem getur prentað fréttablöð.

Ísafoldarprentsmiðja gerði einnig tilboð í prentvélina, en það var lægra en tilboð Landsprents. Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar segist ekki vilja ræða málið við Heimildina og vill heldur ekki gefa upp hversu hátt tilboð Ísafoldarprentsmiðju í prentvélina og tilheyrandi varning var.

DagblaðaprentunÍ dag var hafist handa við að rífa niður prentsmiðjuna og flytja hana og aðrar vélar, þessar stærðar pappírsrúllur sem sjást í bakgrunni myndarinnar hér að ofan og aðrar eignir sem Landsprent hefur keypt úr húsakynnum Ísafoldarprentsmiðju.

Tengdir aðilar hafa hlaðið upp skuldum gagnvart Landsprenti

Móðurfélag Morgunblaðssamsteypunnar heitir Þórsmörk. Útgáfufélagið Árvakur og Landsprent eru bæði dótturfélög Þórsmerkur, í kjölfar breytinga sem gerðar voru á samstæðunni í september í fyrra, en áður var Landsprent dótturfélag Árvakurs.

Við þessar breytingar á uppbyggingu samstæðunnar lét Árvakur af hendi eignir sem voru metnar á 997 milljónir króna og skuldir upp á 721 milljón króna. Eignin sem færð var yfir var bókfært virði Landsprents, en skuldin sem færðist yfir á Þórsmörk var að uppistöðu skuld Árvakurs við Landsprent, sem hefur vaxið stöðugt á síðustu árum.

Eftir skipt­ing­una fóru eignir Árvak­urs, sem á Morg­un­blað­ið, mbl.is og K100 og tengda miðla, úr tæp­lega 2,2 millj­örðum króna í 1,2 millj­arða króna og eignir Þórs­merkur hækkuðu að sama skapi um tæpan millj­arð króna. Áhrifin á samstæðu Þórsmerkur voru lítil sem engin, enda verið að færa eignir og skuldir úr einum vasa í annan.

LandsprentPrentsmiðja Landsprents við Hádegismóa er sú langstærsta á landinu.

Árvakur er á meðal stærstu við­skipta­vina Lands­prents sem átti kröfur á tengd félög upp á 730,3 millj­ónir króna í lok árs 2021. Þær kröf­ur, sem voru á Árvak­ur, uxu um 410,2 millj­ónir króna á tveimur árum, frá byrjun árs 2020 og út árið 2021. Með því spar­aði Árvakur sér greiðslur tíma­bund­ið, en stórjók skuldir sínar við félag í sinni eig­u.

Með því að færa stærstan hluta af skuldum Árvakurs við Landsprent upp í móðurfélagið lækkuðu skuldir sjálfs útgáfufélagsins útgáfufélagsins við prentsmiðjuna niður í 89 milljónir króna.


Fyrirvari um hagsmuni: Heimildin er gefin út í prentútgáfu sem prentuð er í Landsprenti.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár