Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Morgunblaðssamstæðan kaupir prentvél Fréttablaðsins, sem fer líklega í brotajárn

Prent­smiðja Morg­un­blaðs­sam­stæð­unn­ar hef­ur keypt prentvél Frétta­blaðs­ins, sem boð­in var upp af þrota­búi Torgs. Guð­brand­ur Magnús­son fram­kvæmda­stjóri Land­sprents seg­ir að fé­lag­ið hafi að­al­lega ásælst papp­ír, prentliti og tækja­bún­að á borð við bindi­vél­ar og plast­vél­ar. Prentvél­in sjálf komi lík­lega til með að enda í brota­járni. Ef svo fer verð­ur Land­sprent eina prent­smiðja lands­ins sem get­ur prent­að frétta­blöð.

Morgunblaðssamstæðan kaupir prentvél Fréttablaðsins, sem fer líklega í brotajárn
Flutningar Er ljósmyndari á vegum Heimildarinnar kom að Ísafoldarprentsmiðju fyrir hádegið í dag var vinna hafin við að rífa niður prentvélina og aðrar græjur sem áður tilheyrðu útgáfufélagi Fréttablaðsins, en eru nú komnar í eigu Landsprents. Mynd: h4fdís

Landsprent, prentsmiðja Morgunblaðssamstæðunnar, hefur fest kaup á prentvél Fréttablaðsins og tengdar eignir úr þrotabúi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, sem lagði upp laupana fyrr á árinu.

Óskar Sigurðsson skiptastjóri þrotabús Torgs staðfestir þetta í samtali við Heimildina, en segist ekki geta gefið upp kaupverðið.

Guðbrandur Magnússon framkvæmdastjóri Landsprents segir aðspurður í samtali við Heimildina að hann reikni ekki með því að prentvélin sjálf verði rekin áfram, væntanlega verði örlög hennar að verða að „einhverju brotajárni“. Prentvélin hefur verið starfrækt í viðbyggingu við Ísafoldarprentsmiðju í Garðabæ.

„Við tökum það sem við getum notað og hitt verður að einhverju brotajárni hugsa ég“
Guðbrandur Magnússon
framkvæmdastjóri Landsprents

„Við vorum fyrst og fremst að ásælast þarna vélbúnað og ýmsar rekstrarvörur sem við gerðum tilboð í og því var tekið,“ segir Guðbrandur, sem vill ekki gefa upp hvað Landsprent greiðir þrotabúi Torgs fyrir prentvélina.

Hann segir að þær vörur sem Landsprent ásældist úr Ísafoldarprentsmiðjunni hafi verið pappír, prentlitir, vélbúnaður, pökkunarbúnaður úr pökkunarsal, bindivélar, plastvélar og annar búnaður sem fylgir prentun dagblaða.  „Við vorum fyrst og fremst að gera tilboð í þessar vörur. Það var ekkert annað sem vakti fyrir okkur,“ segir Guðbrandur.

PrentsmiðjaÚr prentsmiðju Fréttablaðsins í dag.

En hvað ætliði að gera, þið fáið væntanlega fullt af vélbúnaði sem varla nýtist nokkuð, er það? 

„Við tökum það sem við getum notað og hitt verður að einhverju brotajárni hugsa ég,“ segir framkvæmdastjórinn. Það er því útlit fyrir að Landsprent verði eina prentsmiðjan á landinu sem getur prentað fréttablöð.

Ísafoldarprentsmiðja gerði einnig tilboð í prentvélina, en það var lægra en tilboð Landsprents. Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar segist ekki vilja ræða málið við Heimildina og vill heldur ekki gefa upp hversu hátt tilboð Ísafoldarprentsmiðju í prentvélina og tilheyrandi varning var.

DagblaðaprentunÍ dag var hafist handa við að rífa niður prentsmiðjuna og flytja hana og aðrar vélar, þessar stærðar pappírsrúllur sem sjást í bakgrunni myndarinnar hér að ofan og aðrar eignir sem Landsprent hefur keypt úr húsakynnum Ísafoldarprentsmiðju.

Tengdir aðilar hafa hlaðið upp skuldum gagnvart Landsprenti

Móðurfélag Morgunblaðssamsteypunnar heitir Þórsmörk. Útgáfufélagið Árvakur og Landsprent eru bæði dótturfélög Þórsmerkur, í kjölfar breytinga sem gerðar voru á samstæðunni í september í fyrra, en áður var Landsprent dótturfélag Árvakurs.

Við þessar breytingar á uppbyggingu samstæðunnar lét Árvakur af hendi eignir sem voru metnar á 997 milljónir króna og skuldir upp á 721 milljón króna. Eignin sem færð var yfir var bókfært virði Landsprents, en skuldin sem færðist yfir á Þórsmörk var að uppistöðu skuld Árvakurs við Landsprent, sem hefur vaxið stöðugt á síðustu árum.

Eftir skipt­ing­una fóru eignir Árvak­urs, sem á Morg­un­blað­ið, mbl.is og K100 og tengda miðla, úr tæp­lega 2,2 millj­örðum króna í 1,2 millj­arða króna og eignir Þórs­merkur hækkuðu að sama skapi um tæpan millj­arð króna. Áhrifin á samstæðu Þórsmerkur voru lítil sem engin, enda verið að færa eignir og skuldir úr einum vasa í annan.

LandsprentPrentsmiðja Landsprents við Hádegismóa er sú langstærsta á landinu.

Árvakur er á meðal stærstu við­skipta­vina Lands­prents sem átti kröfur á tengd félög upp á 730,3 millj­ónir króna í lok árs 2021. Þær kröf­ur, sem voru á Árvak­ur, uxu um 410,2 millj­ónir króna á tveimur árum, frá byrjun árs 2020 og út árið 2021. Með því spar­aði Árvakur sér greiðslur tíma­bund­ið, en stórjók skuldir sínar við félag í sinni eig­u.

Með því að færa stærstan hluta af skuldum Árvakurs við Landsprent upp í móðurfélagið lækkuðu skuldir sjálfs útgáfufélagsins útgáfufélagsins við prentsmiðjuna niður í 89 milljónir króna.


Fyrirvari um hagsmuni: Heimildin er gefin út í prentútgáfu sem prentuð er í Landsprenti.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár