Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sumar eldanna miklu

Aldrei fyrr hef­ur jafn­mik­ið land brunn­ið í Kan­ada og í sum­ar. Gróð­ureld­ar hafa síð­ustu daga ætt um og eyði­legt allt sem í vegi þeirra verð­ur í Bresku Kól­umb­íu. Tug­þús­und­ir hafa orð­ið að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Sumar eldanna miklu
Barrskógar í ljósum logum Getur skipulagi kanadískra skóga verið um að kenna að svo mikið brennur nú? Það gæti verið einn þátturinn, segja sérfræðingar. Mynd: AFP

Neyðarástand ríkir í Bresku Kólumbíu, suðvestasta fylki Kanada, þar sem gróðureldar loga á hundruðum staða og tugþúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Eitthvað rofaði loks til í slökkvistarfinu í nótt en við mun taka mat á eignatjóni, sem er gríðarlegt, og umfangi þess lands sem brunnið hefur. Þegar í lok júní hafði meira land orðið eldum að bráð en nokkru sinni áður í nútíma sögu Kanada. Þetta sumarið hafa yfir 5.700 eldar kviknað víðs vegar um landið og vel yfir 130 þúsund ferkílómetrar lands brunnið. Yfir þúsund eldar loga nú í einu og ekki hefur tekist að ná tökum á yfir 500 þeirra.

Það er ekki aðeins barist við elda í fylkinu Bresku Kólumbíu í augnablikinu heldur einnig í Norðurhéruðunum þar sem sjálf fylkishöfuðborgin Yellowknife, er enn í hættu. Nær allir borgarbúar, um 20 þúsund manns, hafa yfirgefið hana. Þótt hægt hafi á ferð elda í átt að borginni er ekki enn útilokað að þeir nái til úthverfa hennar. Smábæir og þorp í nágrenni borgarinnar eru sum hver mannlaus enda eldar ýmist búnir að læsa sér í húsin eða nálgast óðfluga.

Farið í flýti

Þau sem hafa þurft að yfirgefa hús sín í skyndi og jafnvel gæludýr vita fæstir hvað býður þeirra þegar þau fá að snúa aftur. Enn er spáð þurru og heitu veðri víða og því gætu liðið dagar eða vikur þar til vitað verður hvað eftir mun standa ef eitthvað. „Það verður erfitt að snúa til baka og sjá sviðna jörð í stað græna gróðursins,“ segir Honey Williams August við kanadíska ríkissjónvarpið. Hún og eiginmaður hennar höfðu í mörg ár unnið að því að byggja hús sitt í bænum Squilax. Hjónin höfðu talið að ef eldarnir nálguðust yrðu þau látin vita tímanlega svo þau gætu undirbúið brotthvarf sitt. Svo var ekki og þess vegna urðu þau að skilja heimiliskettina eftir. Engin tíma gafst til að leita þeirra.

Góðureldarnir hafa ekki aðeins valdið eyðileggingu heldur eru loftgæði mjög slæm, jafnvel í fleiri tuga kílómetra fjarlægð frá þeim stöðum sem þeir loga. Áhrifin eru því víðtæk.

„Þetta eru gríðarlega alvarleg staða,“ sagði forsætisráðherrann Justin Trudeau í gær er hann samþykkti að veita fylkisyfirvöldum í Bresku Kólumbíu aukna aðstoð við að berjast við eldana. Þar fóru eldar um 20 kílómetra leið á aðeins 12 klukkustundum sem er hraðasta útbreiðsla sem slökkvilið fylkisins man eftir.

En hvað skýrir þessa miklu elda í Kanada þetta sumarið?

Fjögur verstu ár þegar kemur að gróðureldum í sögu Bresku Kólumbíu hafa orðið frá árinu 2017. Skýringarnar eru að sögn sérfræðinga nokkrar og tengjast m.a. skipulagi skóga og loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Skógarnir sem ná stranda á milli í hinu víðfeðma Kanada eru með þeim stærstu á jörðinni. Þeir hafa þróast í þúsundir ára og voru lengst af ekki taldir í mikilli hættu að verða eldum að bráð þar sem loftslagið var yfirleitt milt. Vissulega er í þeim nægur eldsmatur, útskýrir Jen Baron, doktorsnemi við deild skógræktar og náttúruverndar við Háskólann í Bresku Kólumbíu, „en mjög sjaldan nógu heitt og þurrt til að eldar kviknuðu.“

Í reykjarmekkiReykur liggur yfir svæði við Kalamalka-vatn í Bresku Kólumbíu á sunnudag.

En veðurfar Bresku Kólumbíu hefur breyst hratt og þar eru nú sumrin orðin þurrari en þau voru fyrir nokkrum áratugum. „Þetta snýst allt um veðrið,“ segir Mike Flannigan, prófessor við Thompson River-háskólann við kanadíska ríkisútvarpið. „Veðrið er ástæðan fyrir því að við erum farin að upplifa þessi gróðureldatímabil á hverju ári.“ Hann segir skipulag skóganna, viðhald þeirra og vöxt, ekki hafa breyst í áratugi og vill því lítið gera úr áhrifum þess á gróðureldana nú. Sögulegur hiti þessa sumars, ásamt miklum þurrkum og eldingaveðri eiga stærstan þátt.

Hins vegar eru aðrir sérfræðingar á því að skipulag skóganna sé að minnsta kosti ekki að hjálpa til. Meira megi gera af því að fjarlægja trjáleifar úr skógarbotni og dauð tré sem enn standa. „Við stjórnum ekki veðrinu,“ segir vistfræðingurinn Robert Gray. „Það eina sem við getum stjórnað er eldsmaturinn.“

Gray vill að unnið verði að því að færa skóga Kanada nær því sem þeir voru fyrir nýlendutímann og skógrækt og skógarhögg hófst af kappi. Því með nýtingu þeirra og breytingum af mannavöldum hafa þeir að sögn Grays tapað náttúrulegum vörnum sínum. Einsleitir skógar hafa tekið við af fjölskrúðugum. Þannig hafi fjöldi barrtrjáa aukist mikið á kostnað eldþolinna trjáa á borð við aspir. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár