Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sumar eldanna miklu

Aldrei fyrr hef­ur jafn­mik­ið land brunn­ið í Kan­ada og í sum­ar. Gróð­ureld­ar hafa síð­ustu daga ætt um og eyði­legt allt sem í vegi þeirra verð­ur í Bresku Kól­umb­íu. Tug­þús­und­ir hafa orð­ið að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Sumar eldanna miklu
Barrskógar í ljósum logum Getur skipulagi kanadískra skóga verið um að kenna að svo mikið brennur nú? Það gæti verið einn þátturinn, segja sérfræðingar. Mynd: AFP

Neyðarástand ríkir í Bresku Kólumbíu, suðvestasta fylki Kanada, þar sem gróðureldar loga á hundruðum staða og tugþúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Eitthvað rofaði loks til í slökkvistarfinu í nótt en við mun taka mat á eignatjóni, sem er gríðarlegt, og umfangi þess lands sem brunnið hefur. Þegar í lok júní hafði meira land orðið eldum að bráð en nokkru sinni áður í nútíma sögu Kanada. Þetta sumarið hafa yfir 5.700 eldar kviknað víðs vegar um landið og vel yfir 130 þúsund ferkílómetrar lands brunnið. Yfir þúsund eldar loga nú í einu og ekki hefur tekist að ná tökum á yfir 500 þeirra.

Það er ekki aðeins barist við elda í fylkinu Bresku Kólumbíu í augnablikinu heldur einnig í Norðurhéruðunum þar sem sjálf fylkishöfuðborgin Yellowknife, er enn í hættu. Nær allir borgarbúar, um 20 þúsund manns, hafa yfirgefið hana. Þótt hægt hafi á ferð elda í átt að borginni er ekki enn útilokað að þeir nái til úthverfa hennar. Smábæir og þorp í nágrenni borgarinnar eru sum hver mannlaus enda eldar ýmist búnir að læsa sér í húsin eða nálgast óðfluga.

Farið í flýti

Þau sem hafa þurft að yfirgefa hús sín í skyndi og jafnvel gæludýr vita fæstir hvað býður þeirra þegar þau fá að snúa aftur. Enn er spáð þurru og heitu veðri víða og því gætu liðið dagar eða vikur þar til vitað verður hvað eftir mun standa ef eitthvað. „Það verður erfitt að snúa til baka og sjá sviðna jörð í stað græna gróðursins,“ segir Honey Williams August við kanadíska ríkissjónvarpið. Hún og eiginmaður hennar höfðu í mörg ár unnið að því að byggja hús sitt í bænum Squilax. Hjónin höfðu talið að ef eldarnir nálguðust yrðu þau látin vita tímanlega svo þau gætu undirbúið brotthvarf sitt. Svo var ekki og þess vegna urðu þau að skilja heimiliskettina eftir. Engin tíma gafst til að leita þeirra.

Góðureldarnir hafa ekki aðeins valdið eyðileggingu heldur eru loftgæði mjög slæm, jafnvel í fleiri tuga kílómetra fjarlægð frá þeim stöðum sem þeir loga. Áhrifin eru því víðtæk.

„Þetta eru gríðarlega alvarleg staða,“ sagði forsætisráðherrann Justin Trudeau í gær er hann samþykkti að veita fylkisyfirvöldum í Bresku Kólumbíu aukna aðstoð við að berjast við eldana. Þar fóru eldar um 20 kílómetra leið á aðeins 12 klukkustundum sem er hraðasta útbreiðsla sem slökkvilið fylkisins man eftir.

En hvað skýrir þessa miklu elda í Kanada þetta sumarið?

Fjögur verstu ár þegar kemur að gróðureldum í sögu Bresku Kólumbíu hafa orðið frá árinu 2017. Skýringarnar eru að sögn sérfræðinga nokkrar og tengjast m.a. skipulagi skóga og loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Skógarnir sem ná stranda á milli í hinu víðfeðma Kanada eru með þeim stærstu á jörðinni. Þeir hafa þróast í þúsundir ára og voru lengst af ekki taldir í mikilli hættu að verða eldum að bráð þar sem loftslagið var yfirleitt milt. Vissulega er í þeim nægur eldsmatur, útskýrir Jen Baron, doktorsnemi við deild skógræktar og náttúruverndar við Háskólann í Bresku Kólumbíu, „en mjög sjaldan nógu heitt og þurrt til að eldar kviknuðu.“

Í reykjarmekkiReykur liggur yfir svæði við Kalamalka-vatn í Bresku Kólumbíu á sunnudag.

En veðurfar Bresku Kólumbíu hefur breyst hratt og þar eru nú sumrin orðin þurrari en þau voru fyrir nokkrum áratugum. „Þetta snýst allt um veðrið,“ segir Mike Flannigan, prófessor við Thompson River-háskólann við kanadíska ríkisútvarpið. „Veðrið er ástæðan fyrir því að við erum farin að upplifa þessi gróðureldatímabil á hverju ári.“ Hann segir skipulag skóganna, viðhald þeirra og vöxt, ekki hafa breyst í áratugi og vill því lítið gera úr áhrifum þess á gróðureldana nú. Sögulegur hiti þessa sumars, ásamt miklum þurrkum og eldingaveðri eiga stærstan þátt.

Hins vegar eru aðrir sérfræðingar á því að skipulag skóganna sé að minnsta kosti ekki að hjálpa til. Meira megi gera af því að fjarlægja trjáleifar úr skógarbotni og dauð tré sem enn standa. „Við stjórnum ekki veðrinu,“ segir vistfræðingurinn Robert Gray. „Það eina sem við getum stjórnað er eldsmaturinn.“

Gray vill að unnið verði að því að færa skóga Kanada nær því sem þeir voru fyrir nýlendutímann og skógrækt og skógarhögg hófst af kappi. Því með nýtingu þeirra og breytingum af mannavöldum hafa þeir að sögn Grays tapað náttúrulegum vörnum sínum. Einsleitir skógar hafa tekið við af fjölskrúðugum. Þannig hafi fjöldi barrtrjáa aukist mikið á kostnað eldþolinna trjáa á borð við aspir. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt
10
FréttirLoftslagsvá

Tókst að semja um for­gangs­orku og olíu­bruna hætt

Samn­ing­ar um for­gangs­orku sem náðst hafa milli Orku­bús Vest­fjarða og Lands­virkj­un­ar þýða að engri olíu eða sára­lít­illi þarf leng­ur að brenna til að kynda hita­veit­ur á Vest­fjörð­um. Fyr­ir ári síð­an voru slík­ir samn­ing­ar sagð­ir ómögu­leg­ir. For­gangs­orka væri of dýr og auk þess ekki fá­an­leg. En stór­bruni olíu í ár og fund­ur á heitu vatni hef­ur breytt mynd­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár