Samtökin tuttugu og þrjú segjast harma að ekki skuli hafa verið tekið tillit til ítrekaðra varnaðarorða varðandi afleiðingar nýrra lagaákvæða. „Þá leikur mikill vafi á að framkvæmdin standist þær mannréttindaskuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist,“ segir í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér. Meðal þeirra eru, Barnaheill og Biskup Íslands. Geðhjálp og Rauði krossinn á Íslandi. Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands.
Þau segja að margt sem ráðamenn hafi sagt í þessari umræðu sé villandi, óljóst og byggi á skorti á upplýsingum um raunverulega stöðu fólksins. ,,Samtökin skora á yfirvöld að tryggja öryggi þessa hóps, mannréttindi og grunnaðstoð með virku samráði við hjálpar- og mannréttindasamtök.“
Samtökin boða til samráðsfundar næstkomandi mánudag og segja að viðveru ,,hlutaðeigandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ sé óskað.
Hér má sjá tilkynninguna en yfirskriftin er: Áríðandi fréttatilkynning.
Athugasemdir