Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tekjur góða og vonda fólksins á Twitter

Á sam­fé­lags­miðl­in­um sem áð­ur hét Twitter, en heit­ir nú X, hef­ur sam­fé­lag Ís­lend­inga orð­ið til á und­an­förn­um rúm­um ára­tug. Heim­ild­in tók sam­an upp­lýs­ing­ar um tekj­ur hinna og þess­ara sem hafa ver­ið áber­andi í Twitter-sam­fé­lag­inu und­an­far­in ár.

Tekjur góða og vonda fólksins á Twitter
Tístarar Þau Katrín Atladóttir, Árni Helgason, Bragi Valdimar Skúlason, Þórður Pálsson, Gísli Marteinn Baldursson og Karen Kjartansdóttir eiga það öll sameiginlegt að leggja stundum orð í belg á Twitter, og að greiða skatta á Íslandi. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, hafa þúsundir Íslendinga myndað samfélag í netheimum í rúman áratug, rætt um hitt og þetta sín á milli og tekist á um málefni líðandi stundar. Stundum hefur verið talað um  „góða fólkið“ og  „vonda fólkið“ á Twitter, en fyrst og fremst er þetta fólk nú skattborgarar, eins og við öll.

Skattskrár liggja nú frammi og Heimildin tók til gaman saman tekjur fólks sem hefur verið virkt á Twitter árum saman, eins og þær birtast þar fyrir árið 2022. Af þessum handahófskennda þverskurði tæplega sjötíu einstaklinga sem verið hafa áberandi í íslenska Twitter-samfélaginu undanfarin ár var Bragi Valdimar Skúlason tekjuhæstur á síðasta ári. 

Heildartekjur Braga Valdimars, sem er m.a. einn stofnenda auglýsingastofunnar Brandenburg og tónlistarmaður námu tæpum 47,2 milljónum króna í fyrra, að fjármagnstekjum meðtöldum, en reglulegar launatekjur hans eru tæpar tvær milljónir á mánuði. Næstur í samantekt Heimildarinnar er svo Þórður Pálsson, forstöðumaður …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Nennti nú ekki að rýna í þetta en mér sýnist samt að Bragi Valdimar Skúlason sé gróflega vanmetinn launalega séð. Maðurinn er jú snillingur !
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

Ójöfnuður í heilsu og vellíðan
Sigríður Haraldsd. Elínardóttir
PistillHátekjulistinn 2023

Sigríður Haraldsd. Elínardóttir

Ójöfn­uð­ur í heilsu og vellíð­an

Ójöfn­uð­ur í heilsu er til stað­ar á Ís­landi, hann er kerf­is­bund­inn og síst minni en í öðr­um Evr­ópu­lönd­um. Nýj­ar ís­lensk­ar töl­ur sýna að ár­ið 2021 gátu þrí­tug­ar kon­ur með há­skóla­mennt­un vænst þess að lifa 3,6 ár­um leng­ur en kyn­syst­ur þeirra með skemmstu skóla­göng­una. Mun­ur­inn var enn meiri hjá körl­um, eða 4,9 ár.
Missti eiginmanninn og þurfti að greiða tekjuskatt af jarðarsölu
ViðtalHátekjulistinn 2023

Missti eig­in­mann­inn og þurfti að greiða tekju­skatt af jarð­ar­sölu

„Þetta átti að verða elli­heim­il­ið okk­ar. Þeg­ar Kópa­vogs­bú­ar fóru á Sunnu­hlíð fór­um við í Þver­ár­hlíð. En svo veikt­ist mað­ur­inn og þetta fór allt á versta veg,“ seg­ir Anna J. Hall­gríms­dótt­ir, sem harm­ar það að vera á há­tekju­list­an­um fyr­ir ár­ið 2022. Vera henn­ar á list­an­um kem­ur ekki til af góðu.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár