Á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, hafa þúsundir Íslendinga myndað samfélag í netheimum í rúman áratug, rætt um hitt og þetta sín á milli og tekist á um málefni líðandi stundar. Stundum hefur verið talað um „góða fólkið“ og „vonda fólkið“ á Twitter, en fyrst og fremst er þetta fólk nú skattborgarar, eins og við öll.
Skattskrár liggja nú frammi og Heimildin tók til gaman saman tekjur fólks sem hefur verið virkt á Twitter árum saman, eins og þær birtast þar fyrir árið 2022. Af þessum handahófskennda þverskurði tæplega sjötíu einstaklinga sem verið hafa áberandi í íslenska Twitter-samfélaginu undanfarin ár var Bragi Valdimar Skúlason tekjuhæstur á síðasta ári.
Heildartekjur Braga Valdimars, sem er m.a. einn stofnenda auglýsingastofunnar Brandenburg og tónlistarmaður námu tæpum 47,2 milljónum króna í fyrra, að fjármagnstekjum meðtöldum, en reglulegar launatekjur hans eru tæpar tvær milljónir á mánuði. Næstur í samantekt Heimildarinnar er svo Þórður Pálsson, forstöðumaður …
Athugasemdir (1)