Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Standa við stóru orðin og hætta viðskiptum við Íslandsbanka

Stjórn VR hef­ur ákveð­ið að hætta við­skipt­um við Ís­lands­banka og leita til­boða í við­skipti fé­lags­ins og þjón­ustu hjá öðr­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Standa við stóru orðin og hætta viðskiptum við Íslandsbanka
Formaður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í sumar að VR væri með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Mynd: Eyþór Árnason

Tillaga um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka var samþykkt af stjórn VR á fundi á miðvikudag, 16. ágúst. Mun félagið leita tilboða í viðskipti sín og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum, að því er segir í tilkynningu.

Stjórn VR fordæmdi í lok júní viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn hans urðu uppvísir að við útboð á um fjórðungs hlut ríkisins í bankanum. Taldi stjórnin brotin með öllu óásættanleg. Í yfirlýsingu stjórnarinnar kom fram að hún teldi söluna vera „áfellisdóm yfir öllum sem að henni komu“ og stjórnvöld bæru ábyrgð á niðurstöðunni. Þau hafi ákveðið að einkavæða bankann „í trássi við þjóðarvilja.“

Kallaði stjórn VR eftir því að gerðar yrðu breytingar á bankakerfinu og skoruðu á stjórnvöld að falla frá frekari áformum um sölu á eignarhlut í Íslandsbanka.

„Ef þetta verður niðurstaðan að það sé bara nóg að fórna bankastjóranum og viðhorf stjórnar sé með þeim hætti að hún telji bara hinn eðlilegasta hlut að brjóta af sér, þá náttúrlega getum við ekki stundað viðskipti við bankann,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi við þetta tilefni. Sagði hann VR vera með milljarða í eignarstýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. „Þetta eru miklar fjárhæðir. Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum með mjög umfangsmikla starfsemi og mjög stóra sjóði í stýringu,“ sagði Ragnar.  

Allir stjórnendur Íslandsbanka sem komu að útboðinu hættu störfum í sumar. Er Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans í fjögur ár lét af störfum í byrjun júlí sagði bankastjórinn Jón Guðni Ómarsson að þar með hefðu allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því „vikið úr sínum störfum og þannig axlað ábyrgð“.

Þá gáfu þrír stjórnarmenn Íslandsbanka, þeirra á meðal formaður og varaformaður, ekki kost á sér í stjórnarkjöri sem fram fór í sumar.  

Í tilkynningu sem stjórn VR sendi frá sér í dag, þar sem ákvörðun um að flytja viðskipti til annarrar fjármálastofnunar, segir að viðbrögð Íslandsbanka og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins hafi verið ófullnægjandi.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Vonandi er Sparisjóðurinn VR í deigluni.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins hafi verið ófullnægjandi."
    Hvaða kröfur voru þetta? Það væri gott fyrir venjulega sparifjáreigendur að vita hvaða kröfur þeir geta gert til bankanna. Eða eru ekki allir viðskiptavinir jafnir?
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Góð ákvörðun og mikilvæg hjá VR-stjórninni, það er ekki í boði að fjármála-sóðar og fjárglæpamenn stjórni Íslandsbanka, þegar almenningur í gegnum ríkissjóð og eftirlaunasjóðina hefur eignarhald á 70% eignarhlut í Íslandsbanka.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár