Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Standa við stóru orðin og hætta viðskiptum við Íslandsbanka

Stjórn VR hef­ur ákveð­ið að hætta við­skipt­um við Ís­lands­banka og leita til­boða í við­skipti fé­lags­ins og þjón­ustu hjá öðr­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Standa við stóru orðin og hætta viðskiptum við Íslandsbanka
Formaður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í sumar að VR væri með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Mynd: Eyþór Árnason

Tillaga um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka var samþykkt af stjórn VR á fundi á miðvikudag, 16. ágúst. Mun félagið leita tilboða í viðskipti sín og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum, að því er segir í tilkynningu.

Stjórn VR fordæmdi í lok júní viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn hans urðu uppvísir að við útboð á um fjórðungs hlut ríkisins í bankanum. Taldi stjórnin brotin með öllu óásættanleg. Í yfirlýsingu stjórnarinnar kom fram að hún teldi söluna vera „áfellisdóm yfir öllum sem að henni komu“ og stjórnvöld bæru ábyrgð á niðurstöðunni. Þau hafi ákveðið að einkavæða bankann „í trássi við þjóðarvilja.“

Kallaði stjórn VR eftir því að gerðar yrðu breytingar á bankakerfinu og skoruðu á stjórnvöld að falla frá frekari áformum um sölu á eignarhlut í Íslandsbanka.

„Ef þetta verður niðurstaðan að það sé bara nóg að fórna bankastjóranum og viðhorf stjórnar sé með þeim hætti að hún telji bara hinn eðlilegasta hlut að brjóta af sér, þá náttúrlega getum við ekki stundað viðskipti við bankann,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi við þetta tilefni. Sagði hann VR vera með milljarða í eignarstýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. „Þetta eru miklar fjárhæðir. Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum með mjög umfangsmikla starfsemi og mjög stóra sjóði í stýringu,“ sagði Ragnar.  

Allir stjórnendur Íslandsbanka sem komu að útboðinu hættu störfum í sumar. Er Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans í fjögur ár lét af störfum í byrjun júlí sagði bankastjórinn Jón Guðni Ómarsson að þar með hefðu allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því „vikið úr sínum störfum og þannig axlað ábyrgð“.

Þá gáfu þrír stjórnarmenn Íslandsbanka, þeirra á meðal formaður og varaformaður, ekki kost á sér í stjórnarkjöri sem fram fór í sumar.  

Í tilkynningu sem stjórn VR sendi frá sér í dag, þar sem ákvörðun um að flytja viðskipti til annarrar fjármálastofnunar, segir að viðbrögð Íslandsbanka og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins hafi verið ófullnægjandi.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Vonandi er Sparisjóðurinn VR í deigluni.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins hafi verið ófullnægjandi."
    Hvaða kröfur voru þetta? Það væri gott fyrir venjulega sparifjáreigendur að vita hvaða kröfur þeir geta gert til bankanna. Eða eru ekki allir viðskiptavinir jafnir?
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Góð ákvörðun og mikilvæg hjá VR-stjórninni, það er ekki í boði að fjármála-sóðar og fjárglæpamenn stjórni Íslandsbanka, þegar almenningur í gegnum ríkissjóð og eftirlaunasjóðina hefur eignarhald á 70% eignarhlut í Íslandsbanka.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár