Mikill stuðningur fólks í Rússlandi við forsetann Vladimír Pútín og stríðsrekstur rússneskra yfirvalda í Úkraínu skýrist að miklu leyti af því því að stuðningur fólks er passívur (e. passive support) en ekki virkur. Þetta segir Susanna Pshizova, prófessor í stjórnmálafræði við Mannheim Centre for European Social Research, í samtali við Heimildina. Pshizova hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á mánudag um valdakerfi Pútíns í Rússlandi og þær aðferðir sem stjórnvöld hafa beitt til að tryggja sér stuðning almennings. Hún lýsir stjórnarfari þar í landi með hugtakinu „meðfærilegt lýðræði“ (e. managable democracy). Slíkt stjórnarfar hafi tíðkast á fyrri hluta valdatíðar Pútíns en frá árinu 2012 hafi stjórnvöld hert tökin og beitt ritskoðun og skoðanakúgun í auknum mæli. Að mati Pshizovu er Rússlandi í dag einræðisríki.
Fram kom á fyrirlestri Pshizovu að fyrsta hálfa árið á meðan stríðið geisaði hafi stuðningur fólks við stríðsreksturinn mælst um eða undir 80 prósentum. „Fylgið breyttist aðeins …
Athugasemdir