Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hamingja er keypt með knúsum

Gest­ir Kringl­unn­ar á venju­legu mánu­dags­eft­ir­mið­degi svör­uðu því hver væru þeirra mestu auðæfi í líf­inu. Svör­in gáfu skýra mynd af því sem skipt­ir flesta máli. Fjöl­skyld­an tromp­aði allt, nema hjá ein­um við­mæl­enda sem sagði vinn­una og nýju íbúð­ina vera það dýr­mæt­asta.

Hamingja er keypt með knúsum

Ef þú þyrftir að svara spurningunni, hver eru þín mestu auðæfi í lífinu, hverju myndir þú svara? Hvert og eitt okkar leggur gildismat á hvað það er sem skiptir okkur máli og ekki eru til rétt eða röng svör. Eru það börnin, fjölskyldan, heimilið, hundurinn, heilsan, peningarnir eða eitthvað allt annað? 

Rannsóknir benda til þess að hærri laun haldist í hendur við aukna hamingju, en bara upp að ákveðnu marki. Það virðist því vera til ákveðinn þröskuldur á áhrifum peninga á vellíðan. Heimildin spurði fólk á förnum vegi hver væru þeirra mestu auðæfi í lífinu. Ekkert þeirra sagði peningar né taldi að hægt væri að kaupa hamingju með peningum. 

Lífsgæðakapphlaup ungmenna

Ragnheiður Jóna Leirdal Aðalsteinsdóttir, 49 ára, segir hamingju vera eitthvað sem maður finnur í hjartanu.

Ragnheiður JónaSegir fjölskylduna það dýrmætasta.

Hver eru þín mestu auðæfi í lífinu?

Fjölskyldan, hún stendur mér næst. Börnin mín, foreldrar, systkini og maki að sjálfsögðu.

Heldurðu að það sé hægt að kaupa hamingju með peningum?

Klárlega ekki, aldrei. 

Af hverju?

Þetta er bara eitthvað sem þú finnur í hjartanu þínu, að þú getir ekki keypt gleðina og kærleikann. Þú kaupir það ekki með peningum. 

Finnst þér mikið lífsgæðakapphlaup á Íslandi?

Já, frekar mikið.

Hvernig birtist það?

Þar sem við erum hérna í Kringlunni þá birtist það í því að unga fólkið okkar, sérstaklega, er að eltast við tískustrauma og það sem áhrifastjörnur eru að auglýsa. 

Þarft að eiga fyrir reikningum

Mestu auðæfi Helgu Þórsdóttur, 54 ára, er sonur hennar. 

HelgaTelur ekki að hægt sé að kaupa hamingju.

Hver eru þín mestu auðæfi í lífinu?

Það er sonur minn því að hann auðgar líf mitt og auðgar heiminn.

Heldurðu að það sé hægt að kaupa hamingju?

Nei, það held ég ekki.

Af hverju?

Vegna þess að ég held að þú getir haft það þægilegra en ég held að þú getir ekki keypt þér hamingju. Rannsóknir sýna líka fram á það að hamingjan eykst ef þú lifir þægilegra, sem sagt átt þægilega mikið af peningum. En ef þú átt meira en það, þá jafnvel getur það orðið til þess að þú ert minna hamingjusamur. 

Þannig að þú þarft ekkert rosa mikið til að vera hamingjusamur?

Nei, en þú þarft að eiga fyrir reikningunum til þess að vera hamingjusamur. 

Finnst þér vera lífsgæðakapphlaup á Íslandi?

Já, það finnst mér. Skelfilegt. 

Hvernig birtist það?

Það birtist í því að … til dæmis á samfélagsmiðlum þar sem allir eru að sýna frá nýja sófanum sínum og nýja stóra, stóra sjónvarpinu sínu og nýja stóra, stóra, stóra húsinu. Og það sem er á Smartlandi þar sem Jón og Gunna eru að kaupa 200 milljóna króna hús og svoleiðis. Ég hugsa alltaf bara, hvaða fólk er þetta? 

Það þurfa allir allt

Einar Páll Bjarnason, 79 ára, segir fjölskylduna sína vera sér allt.

Einar PállFinnur fyrir lífsgæðakapphlaupi á Íslandi.

Hver eru þín mestu auðæfi í lífinu og af hverju?

Fjölskyldan. Af því að hún er mér bara allt. 

Heldurðu að það sé hægt að kaupa hamingju með peningum? 

Nei, það held ég ekki. Þú verður að skapa þér hana á annan hátt. 

Finnst þér mikið lífsgæðakapphlaup á Íslandi?

Já, mjög mikið. 

Hvernig birtist það?

Ja, bara það þurfa allir að eiga allt og kaupa allt. 

Fyrsta íbúðin

Ólöf Ingibjörg Jónsdóttir er 23 ára og nýbúin að kaupa sér sína fyrstu íbúð. 

ÓlöfEr þakklát fyrir vinnuna sína og nýju íbúðina.

Hvað er það dýrmætasta í þínu lífi og af hverju?

Dýrmætasta í mínu lífi er vinnan mín. Það er gott að hafa hana og svo líka var ég að eignast íbúð þannig að hún er líka svo dýrmæt fyrir mig. 

Var það stórt skref að kaupa fyrstu íbúðina?

Já, rosalega.

Heldurðu að það sé hægt að kaupa hamingju með peningum?

Það er bara ekki hægt. 

Af hverju?

Af því að fólk getur verið svo einhvern veginn ... það er bara hægt að kaupa hana með knúsi eða eitthvað svona. 

Dóttirin það besta

Kjartan Kjartansson, 76 ára, og Þórunn Skjaldardóttir, 65 ára, eru þakklát fyrir dóttur sína. 

Kjartan og ÞórunnÞakka fyrir dóttur sína.

Hver eru þín mestu auðæfi í lífinu?

Þórunn: Dóttir mín.

Af hverju?

Það gekk illa að fæða hana og ég kann alltaf meira og meira að þakka fyrir það að hún skyldi lifa af. 

En þín, Kjartan?

Það sama. Í sambandi við stelpuna. 

Hvað er stelpan gömul?

Þórunn: Hún er 43 ára. En það er sama, hún er samt alltaf litla barnið mitt. 

Haldið þið að peningar geti keypt hamingju?

Bæði: Nei alls ekki.

Af hverju?

Þórunn: Mér hefur nú fundist eins og fólk sem á nógan pening, að það sé ekki nógu hamingjusamt sko. Ég veit ekki út af hverju en það sem maður kannast við og sér, það er ekki alveg nógu ánægt með það sem það hefur. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

Ójöfnuður í heilsu og vellíðan
Sigríður Haraldsd. Elínardóttir
PistillHátekjulistinn 2023

Sigríður Haraldsd. Elínardóttir

Ójöfn­uð­ur í heilsu og vellíð­an

Ójöfn­uð­ur í heilsu er til stað­ar á Ís­landi, hann er kerf­is­bund­inn og síst minni en í öðr­um Evr­ópu­lönd­um. Nýj­ar ís­lensk­ar töl­ur sýna að ár­ið 2021 gátu þrí­tug­ar kon­ur með há­skóla­mennt­un vænst þess að lifa 3,6 ár­um leng­ur en kyn­syst­ur þeirra með skemmstu skóla­göng­una. Mun­ur­inn var enn meiri hjá körl­um, eða 4,9 ár.
Missti eiginmanninn og þurfti að greiða tekjuskatt af jarðarsölu
ViðtalHátekjulistinn 2023

Missti eig­in­mann­inn og þurfti að greiða tekju­skatt af jarð­ar­sölu

„Þetta átti að verða elli­heim­il­ið okk­ar. Þeg­ar Kópa­vogs­bú­ar fóru á Sunnu­hlíð fór­um við í Þver­ár­hlíð. En svo veikt­ist mað­ur­inn og þetta fór allt á versta veg,“ seg­ir Anna J. Hall­gríms­dótt­ir, sem harm­ar það að vera á há­tekju­list­an­um fyr­ir ár­ið 2022. Vera henn­ar á list­an­um kem­ur ekki til af góðu.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár