„Landspítali harmar aðkomu að þessu máli og umfram allt þá hræðilegu staðreynd að sjúklingur Landspítala lést,“ segir í einu af svörum Landspítala-háskólasjúkrahúss við spurningum Heimildarinnar um dóminn í plastbarkamálinu svokallaða. Heimildin sendi Landspítalanum spurningar um dóminn eftir að hann féll.
Í júní var ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af millidómsstól í Svíþjóð fyrir að hafa grætt úr plasti í þrjá einstaklinga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Solna fyrir rúmum áratug síðan. Macchiarini hafði verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir eina af aðgerðunum í undirrétti.
„Landspítali skilur þó vel þá ósk og mun styðja það ferli eins og hægt er innan gildandi lagaramma“
Fyrsti einstaklingurinn af þessum þremur sem fékk græddan í sig plastbarka var Andemariam Beyene, Erítreumaður …
Athugasemdir