Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kjálkanes hagnaðist um 4,4 milljarða og á 28 milljarða í eigið fé

Fjár­fest­inga­fé­lag í eigu Björgólfs Jó­hanns­son­ar og að­ila sem tengj­ast hon­um fjöl­skyldu­bönd­um er á með­al stærstu eig­enda Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Sjóvá. Þá er fé­lag­ið stærsti hlut­haf­inn í Norð­ur­böð­um, sem eiga Jarð­böð­in á Mý­vatni og Sjó­böð­in á Húsa­vík. Það borg­aði hlut­höf­um sín­um 850 millj­ón­ir króna í arð vegna síð­asta árs.

Kjálkanes hagnaðist um 4,4 milljarða og á 28 milljarða í eigið fé
Stjórnarformaður Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og Samherja, sem var formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins árum saman, er stjórnarformaður Kjálkanes og á meðal eigenda. Mynd: Samherji

Kjálkanes, fjárfestingafélag með heimilisfesti á Grenivík í eigu sömu aðila og eiga útgerðina Gjögur, hagnaðist um 4,4 milljarða króna í fyrra. Vegna þessa árangurs lagði stjórn félagsins til að 850 milljónir króna yrðu greiddar út í arð vegna ársins 2022 og eigið fé Kjálkanes 28 milljarðar króna í lok síðasta árs. Félagið er nær skuldlaust og eiginfjárhlutfall þess er 99,93 prósent.

Félagið greiddi hluthöfum sínum tvo milljarða króna í arð í fyrra og því nema arðgreiðslur á tveimur árum næstum 2,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýlega birtum árs­reikn­ingi Kjálka­ness. 

Langverðmætasta eign félagsins er 16,06 prósent hlutur í Síldarvinnslunni en Kjálkanes er næst stærsti eigandi hennar á eftir Samherja, sem á 30,06 prósent. 

Björgólfur stjórnarformaður

Á meðal hluthafa er Björgólfur Jóhanns­son, sem er meðal annars fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­herja og var um árabil formaður Samtaka atvinnulífsins, en aðrir hlut­hafar eru fólk sem teng­ist honum fjöl­skyldu­bönd­um, meðal ann­ars systk­ini hans. Systk­ina­hóp­ur­inn á 8,67 pró­sent hlut hver en Björgólfur er stjórnarformaður Kjálkaness. Stærstu ein­stöku eig­end­urnir eru hins vegar Ingi Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri félags­ins, og Anna Guð­munds­dótt­ir, sem eiga 22,54 pró­sent hlut hvor. Anna situr í stjórn Síldarvinnslunnar og Ingi er varamaður í stjórn. 

Auk þess á Kjálka­nes 37,41 pró­sent hlut í Hrólfsskeri, stærsta eig­anda trygg­inga­fé­lags­ins Sjó­vá með 15,65 prósent hlut. Stærsti eigandi Hrólfsskers er Kaldbakur, fjárfestingafélag Samherjasamstæðunnar. Björgólfur er stjórn­ar­for­maður Sjó­vá. 

Þá á Kjálkanes 36,38 prósent hlut í Norðurböðum og er stærsti hluthafi þess. Á meðal eigna Norðurbaða er 44 prósent hlutur í Jarðböðunum í Mývatnssveit og 35 prósent hlutur í Sjóböðunum á Húsavík. Björgólfur og Ingi sitja í stjórn Norðurbaða. 

Raunverulegt eigið fé sennilega miklu meira

Síld­ar­vinnslan, stærsta eign Kjálka­ness, var skráð á markað í maí í 2021. Þegar það gerðist seldi Kjálkanes bréf í henni fyrir alls 17 millj­arða króna, en bók­færður sölu­hagn­aður var níu millj­arðar króna. Sú sala gjörbreytti stöðu félagsins til hins betra og leiddi til þess að hagnaður þess milli áranna 2020 og 2021 um 10,7 milljarða króna. 

Miðað við útboðs­gengi var virði Síldarvinnslunnar 101,3 millj­arðar króna við skrán­ingu. Það hefur hækkað gríð­ar­lega síðan þá, en við lok við­skipta í síðustu viku var félagið metið á tæplega 218 millj­arða króna. Það þýðir að hlutur Kjálkanes í Síldarvinnslunni er metinn á um 35 milljarða króna. Bókfært virði hans í ársreikningi er hins vegar 13,6 milljarðar króna. Miðað við þetta þá er eigið fé Kjálkanes vanmetið um rúmlega 20 milljarða króna.

Þar verður þó að taka með í reikninginn að Síldarvinnslan keypti útgerðina Vísi í Grindavík í fyrra á 31 milljarð króna. Skömmu áður hafði félagið keypt 34,2 prósent hlut í norska lax­eld­is­fé­lag­inu Arctic Fish Holding AS fyrir um 13,7 millj­arða króna. Það félag á allt hlutafé í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tækjum á Íslandi og rekur eld­is­stöðvar á Vest­fjörðum.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
5
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
6
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár