Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Regnbogafánar skornir niður í Öskjuhlíð

Regn­boga­fán­ar við bens­ín­stöð Ork­unn­ar voru skorn­ir nið­ur síð­ast­liðna nótt. Hinseg­in fólk hef­ur lýst auk­inni and­úð í sinn garð síð­ustu miss­eri og segja bak­slag í rétt­inda­bar­áttu. Hinseg­in dag­ar í Reykja­vík hefjast í næstu viku.

Regnbogafánar skornir niður í Öskjuhlíð
Hatursglæpur Vísvitandi skemmdarverk á táknum hinsegin fólks eru hatursglæpur.

Regnbogafánar sem flaggað var við bensínstöð Orkunnar í Öskjuhlíð voru skornir niður í nótt sem leið. Fánarnir, sem voru tveir, lágu á jörðinni við fánastangirnar þegar vegfarendur áttu leið framhjá í morgun á meðan að fánar með merki Orkunnar blöktu áfram í golunni. Augljóst er því að ekki er um tilviljanakennd skemmdarverk að ræða heldur beinast þau sérstaklega að hinsegin fólki. Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast formlega eftir fjóra daga. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem regnbogafánar sem flaggað er við bensínstöðvar Orkunnar eru skornir niður. Í fyrrasumar, 18. ágúst, voru fjórir regnbogafánar skornir niður við bensínstöð Orkunnar í Suðurfelli. Skömmu áður höfðu níu regnbogafánar sem flaggað var á Hellu verið skornir niður úr fánastöngum þar í bæ, sem og regnbogafánar sem flaggað var fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi. 

Hinsegin fólk hefur lýst því að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu þess undanfarin misseri. Í síðustu ársskýrslu Samtakanna ‘78 lýsti framkvæmdastjóri samtakanna, Daníel E. Arnarson, því sem hinsegin fólk stæði nú í miðjum stormi. Sagðar voru fréttir af áreiti á hendur ungu hinsegin fólki á götum á síðasta ári og nasistatáknum sem máluð voru á skilti hinsegin daga, til að mynda. Skemmdarverk á regnbogafánum eru enn ein birtingarmynd andúðar í garð hinsegin fólks og eru hluti af hatursorðræðu og hatursglæpum í garð þess.

SkemmdarverkEins og sjá má hefur fánalínan verið skorin á fánastönginni. Það mun því þurfa að fella stöngina niður til að geta flaggað regnbogafánunum að nýju.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Alvöru karlmenn eru ekki hræddir við regnboga. Það eru lítil snjókorn hins vegar. 🌈🌈🌈
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Regnbogafánar eru tákn fjölbreytileikans og þar með tákn okkar allra. Þeir sem gera þetta gleyma að gagnkynhneigðir eru í raun einnig partur af litrófinu.
    Að standa fyrir réttindi samkynhneigðra og fleiri "jaðarhópa" skerðir ekki á neinn hátt tilveru "venjulegs" fólks.
    Þvert á móti finnst mér betra að búa í samfélagi sem virðir réttinda allra.
    1
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Fólk sem þetta gerir á bara bágt og ekkert nema bágt.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár