Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arkímedes í nýju Indiana Jones-myndinni: Hver var hann?

Hver voru tengsl Arkí­medes­ar við hina dul­ar­fullu Antikythera-vél? Og hvernig lauk umsátr­inu um Sýrakúsu?

Arkímedes í nýju Indiana Jones-myndinni: Hver var hann?
Þarna birtist Indiana Jones í flugvél yfir Sýrakúsu árið 212 — fyrir Krist!

Nýjasta og væntanlega síðasta myndin um fornleifafræðinginn Indiana Jones hefur verið í hópi vinsælustu bíómynda heimsins þetta sumarið. Eins og venjulega í þessum ævintýramyndaflokki snýst myndin um keppni Indiana Jones og vondu kallanna (oftast þýskra nasista) við að ná í einhvern dýrmætan hlut aftan úr forneskju.

Indiana Jones langaði víst til að stoppa lengur hjá Arkímedesi.Samferðafólk hans kom þó í veg fyrir það. Hann hefði áreiðanlega ekki getað stillt sig um að finna upp gufuvélina og breytt þar með gangi sögunnar ærlega.

Myndin heitir Indiana Jones and the Dial of Destiny og hluturinn er dularfull reikningsskífa frá Grikklandi hinu forna sem oftast er kölluð Antikythera-vélin.  Sú er í rauninni til og kennd við eyjuna Antikythera sem er svolítil eyja milli Pelópsskaga og Krítar. Árið 1900 fundu kafarar í leit að svömpum ævafornt skipsflak á 45 metra dýpi við eyjuna. Meðal þess sem fannst í skipinu var reikningsskífa sem mátti nota til að sýna stöðu helstu himintungla, spá fyrir um sólmyrkva og fleira.

Þessi vél er bersýnilega smíðuð af ótrúlegri hugkvæmni og hefur oft verið kölluð tölva, svo langt var hún á undan sinni samtíð. Skífan var sennilega smíðuð á 2. öld fyrir Krist en enginn viðlíka gripur var búinn til — svo vitað sé — fyrr en 1.600 árum síðar eða svo. Í fyrsta lagi.

Cicero lýsti vélum Arkímedesar

Margt er enn á huldu um Antikythera-vélina og hvernig á því stendur að svo fullkomin vél var um borð í tiltölulega venjulegu flutningaskipi á ferð um Miðjarðarhafið en er annars að öðru leyti óþekkt með öllu. Um höfund hennar er ekkert vitað en hún hefur þó oft verið tengd gríska snillingnum Arkímedesi sem bjó í borginni Sýrakúsu á Sikiley. Hann dó á áttræðisaldri árið 212 fyrir Krist, að talið er. Heimildir eru um að Arkímedes hafi smíðað vélræn líkön af gangi fastastjarnanna sem rómverski ræðuskörungurinn Cicero lýsti til dæmis fagurlega.

Það væri því alls ekki ólíklegt að Arkímedes hefði haft að minnsta kosti hönd í bagga með smíði Antikythera-vélarinnar.

Antikythera-véliner eitt ótrúlegt apparat.

Og það er sú forsenda sem höfundar nýju Indiana Jones-myndarinnar gefa sér.

Þeir búa svo til þá fléttu að Antikythera-vélin, sú sem náðist upp úr sjónum á sínum tíma, sé aðeins helmingur hinnar upprunalegu vélar og síðan snýst dágóður hluti myndarinnar um kapphlaup Indiana Jones og vondu nasistanna um að finna hinn helminginn.

Svo kemur loks í ljós að sameinuð er hin heila Antikythera-vél í rauninni tímavél og flytur bæði Indiana Jones og vini hans annars vegar og nasistana hins vegar til ársins 212 fyrir Krist þegar Rómverjar sátu um heimaborg Arkímedesar á Sikiley.

Og þar fer lokauppgjör myndarinnar fram.

„Hevreka! Ég hef fundið það!“

En hver var Arkímedes í raun og veru og hver er hinn sögulegi grunnur umsáturs Rómverja um Sýrakúsu?

Hann fæddist í Sýrukúsu sem þá var og hafði öldum saman með grísk nýlenda en þó alveg sjálfstætt borgríki. Hann fékkst við stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði og var sennilega einhver snjallasti raunvísindamaður fornaldar.

Skrúfa Arkímedesar.

Fræg er sagan af því þegar hann uppgötvaði leið til að mæla rúmmál hluta. Hann var þá að fara í bað og veitti því athygli að líkami ruddi frá sér baðvatninu svo yfirborð þess hækkaði. Í framhaldi af því rann svo í raun upp fyrir honum hugmyndin um eðlismassa.

Arkímedes er þá sagður hafa stokkið upp úr baðinu og hlaupið allsber um stræti Sýrukúsu, hrópandi: „εὕρηκα, εὕρηκα“ eða „hevreka, hevreka“.

Það þýðir einfaldlega: „Ég hef fundið það! Ég hef fundið það!“

Smíðaði stríðsvélar

Arkímedes var líka frægur uppfinningamaður og fann meðal annars upp svonefnda Arkímedesar-skrúfu sem notuð er til að dæla upp vatni og vogarstöng sem gerði fólki kleift að hreyfa mjög þunga hluti.

Árið 212 settust Rómverjar um Sýrukúsu. Umsátrið var hluti af öðru púnverska stríðinu svonefna en það snerist meðal annars um átök Rómverja og Karþagómanna um Sikiley.

Rómverjar óttuðust að Sýrakúsu-menn væru í bandalagi við Karþagómenn og settumst því um borgina.

Nasser Memarcia í hlutverki Arkímedesarí myndinni um Indiana Jones.

Arkímedes tók fullan þátt í vörnum heimaborgarinnar með því að finna upp ýmsar vígvélar sem komu Rómverjum í opna skjöldu. Þar má nefna stóran krana sem gat kippt rómversku herskipunum hálfa leið upp úr sjónum.

Ennfremur spegla sem endurvörpuðu sólargeislum að skipum Rómverja, svo kviknaði í þeim.

En þrátt fyrir harða vörn Sýrukúsumanna í átta mánuði fór þó að lokum að halla undan fæti.

Þá var það, samkvæmt myndinni um Indiana Jones, sem Arkímedes notaði Antikythera-vél sína til að kalla á aðstoð úr framtíðinni og Indiana Jones og félagar birtust á skammri stundu við Sýrakúsu árið 212 fyrir Krist.

„Ekki rugla hringjunum mínum!“

Óhætt er að segja frá því (eru ekki allir sem vilja búnir að sjá þessa mynd?) að Indiana Jones og félagar hrekja rómverska innrásarliðið á brott.

En í reyndinni fór þó ekki svo. Sýrukúsumenn urðu að gefast upp. Herforingi Rómverja, Marcellus að nafni, gaf þá skýrar fyrirskipanir um að þyrma ætti lífi hins merka Arkímedesar og sendi herflokk af stað til að finna snillinginn ráðagóða.

Arkímedes felldur.

Herflokkurinn kom að Arkímedesi þar sem hann var að hugleiða stærðfræði og hafði dregið upp nokkra hringa í ryk á jörðinni til að glöggva sig á þeim. Foringi hermannanna skipaði honum með þjósti að koma með þeim en Arkímedes bað þá bíða meðan hann lyki við dæmi sitt.

Þá móðgaðist foringinn og hóf upp sverð sitt en Arkímedes hrópaði:

„Noli turbare circulos meos.“

Sem sé „ekki skemma hringana mína“.

En sverðið féll og þar dó hinn mikli snillingur.

Ekkert af þessu síðasttalda kemur þó fram í myndinni um Indiana Jones.

Eitt varnarvopna Arkímedesar við Sýrukúsu.Frumdrög að leysigeislavopnum?
Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Enn ein flækjusagan framreidd á snildar vísu sem Illuga er einum getið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár