Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég er Köttari númer eitt“

Kon­ráð Gísla­son er eld­heit­ur að­dá­andi knatt­spyrnu­fé­lags Þrótt­ar og hand­bolta­fé­lags Vals. Lið­in tóku hönd­um sam­an á dög­un­um þeg­ar Kon­ráð, sem aldrei er kall­að­ur ann­að en Konni, varð fimm­tug­ur og slógu upp hundrað manna af­mæl­is­veislu fyr­ir hann. Rauði lit­ur­inn er í miklu upp­á­haldi hjá hon­um sem og Pepsi Max.

Konráð Gíslason, Konni, bjó sem strákur við gamla Þróttarvöllinn við Sund. Þar var hann öllum stundum, mætti á alla fótboltaleiki. Í gegnum árin hefur harðkjarni í Þróttarstúkunni annað veifið kallað hátt „Kaffi og …“ sem er svo botnað af öðrum sem þar sitja með  „... Kooonnnniii“. Frasinn varð til eftir að Konni mætti ekki bara á leikina heldur líka í kaffið á eftir. 

Konnaborgarar í boði

Konni fagnaði fimmtugsafmælinu sínu þann 25. júlí. „Það var veisla hér,“ segir hann og vísar til sambýlisins þar sem hann býr og hefur búið á síðan hann var tvítugur. Hann fór líka út að borða hamborgara með starfsmanni á sambýlinu. En það var ekki allt. Önnur og stærri veisla var haldin honum til heiðurs í Valsheimilinu þar sem Þróttarar og Valsmenn grilluðu hamborgara ofan í veislugesti, Konnaborgara. Hamborgarar sem seldir voru eftir leiki voru nefnilega um tíma nefndir eftir honum. „Yndislegt í Valsheimilinu,“ segir …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Líf með Downs

„Ég safna grafskriftum“
ViðtalLíf með Downs

„Ég safna graf­skrift­um“

Flest­ir Kefl­vík­ing­ar þekkja Dav­íð Má Guð­munds­son sem er 41 árs bor­inn og barn­fædd­ur Kefl­vík­ing­ur. Bróð­ir Dav­íðs seg­ir hann með vin­sælli mönn­um í Reykja­nes­bæ og að bæj­ar­bú­ar stoppi til að spjalla við hann þeg­ar hann er á ferð­inni. Dav­íð er mik­ill safn­ari og safn­ar til að mynda laga­textum, kross­um og graf­skrift­um. Hann er söng­elsk­ur og hef­ur tek­ið lag­ið með MC Gauta og Sölku Sól.
„Frábært að lifa lífinu eins og maður er“
ViðtalLíf með Downs

„Frá­bært að lifa líf­inu eins og mað­ur er“

Katla Sif Æg­is­dótt­ir hlaut gull­verð­laun í 50 metra skriðsundi á Special Olympics í sum­ar. Katla Sif, sem er 23 ára, býr hjá for­eldr­um sín­um en stefn­ir á að fara í sjálf­stæða bú­setu með vin­konu sinni fljót­lega. Henni finnst „dá­lít­ið hræði­legt“ að fóstr­um sé eytt ef lík­ur eru tald­ar á Downs- heil­kenni hjá barn­inu og hef­ur hún upp­lif­að for­dóma á eig­in skinni.
„Mikilvægast er að hann fær að vera með“
ViðtalLíf með Downs

„Mik­il­væg­ast er að hann fær að vera með“

Sól­ný Páls­dótt­ir seg­ir ekki hafa hvarfl­að að henni þeg­ar Hilm­ir Sveins­son son­ur henn­ar lá fyr­ir tólf ár­um í hi­ta­kassa á Land­spít­al­an­um að hann ætti eft­ir að verða fót­bolta- og körf­boltastrák­ur. Hún seg­ir mik­il­vægt að Hilm­ir hafi alltaf feng­ið að vera með í íþrótt­a­starf­inu í heima­bæ þeirra, Grinda­vík og í gegn­um íþrótt­irn­ar hafi hann eign­ast trausta vini.
„Fólk með Downs heilkenni getur lifað innihaldsríku lífi“
FréttirLíf með Downs

„Fólk með Downs heil­kenni get­ur lif­að inni­halds­ríku lífi“

Fyrr á þessu ári var tal­ið að síð­asta barn­ið með Downs-heil­kenni væri fætt á Ís­landi en þá hafði ekk­ert barn með heil­kenn­ið fæðst í rúm tvö ár. Síð­an þá hafa hins veg­ar tvær stúlk­ur fæðst með Downs-heil­kenni. Sér­fræð­ing­ar segja þrýst á verð­andi mæð­ur að fara í skiman­ir á með­göngu og að rang­hug­mynd­ir ríki um líf með aukalitn­ing­inn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár