Konráð Gíslason, Konni, bjó sem strákur við gamla Þróttarvöllinn við Sund. Þar var hann öllum stundum, mætti á alla fótboltaleiki. Í gegnum árin hefur harðkjarni í Þróttarstúkunni annað veifið kallað hátt „Kaffi og …“ sem er svo botnað af öðrum sem þar sitja með „... Kooonnnniii“. Frasinn varð til eftir að Konni mætti ekki bara á leikina heldur líka í kaffið á eftir.
Konnaborgarar í boði
Konni fagnaði fimmtugsafmælinu sínu þann 25. júlí. „Það var veisla hér,“ segir hann og vísar til sambýlisins þar sem hann býr og hefur búið á síðan hann var tvítugur. Hann fór líka út að borða hamborgara með starfsmanni á sambýlinu. En það var ekki allt. Önnur og stærri veisla var haldin honum til heiðurs í Valsheimilinu þar sem Þróttarar og Valsmenn grilluðu hamborgara ofan í veislugesti, Konnaborgara. Hamborgarar sem seldir voru eftir leiki voru nefnilega um tíma nefndir eftir honum. „Yndislegt í Valsheimilinu,“ segir …
Athugasemdir