Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lagasetningaráform fara öfugt í fjármálafyrirtæki

Lands­bank­inn og greiðslumiðl­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Rapyd gera mikl­ar at­huga­semd­ir við fram­lögð áform for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, um að setja lög til að heim­ila Seðla­bank­an­um að koma á fót nýrri inn­lendri greiðslu­lausn. Rík­is­bank­inn hvet­ur stjórn­völd til að falla frá áform­um sín­um og end­ur­hugsa þau al­veg frá grunni.

Lagasetningaráform fara öfugt í fjármálafyrirtæki
Landsbankinn Stjórnendur Landsbankans hvetja stjórnvöld til að falla frá áformum um lagasetningu og endurhugsa málið alveg frá grunni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Áform stjórnvalda um lagasetningu um innlenda smágreiðslulausn, sem kynnt voru af hálfu forsætisráðuneytisins í samráðsgátt stjórnvalda undir lok júní, hljóta afar dræmar undirtekir frá Landsbankanum, greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd og Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF), en þetta má lesa úr umsögnum sem fyrirtækin og samtökin skiluðu inn í samráðsgáttina í lok júlímánaðar.

Í kynningu ráðuneytisins á málinu kom fram að fyrirhugaðri lagasetningu væri bæði ætlað að þjóna þjóðaröryggi og stuðla að hagkvæmni fyrir neytendur, en árangur af lagasetningunni og innleiðingu innlendrar smágreiðslulausnar var helst sagður verða metinn af því hve miklu fé yrði varið í greiðslumiðlun hérlendis til framtíðar.

Stjórnvöld reyni að breyta markaði undir yfirskini þjóðaröryggis

Í umsögnum frá bæði Landsbankanum og Rapyd er ljóst að þar á bæ eru stjórnendur hugsi yfir því hvaða hlutverk íslenska ríkið virðist opna á að taka sér á greiðslumiðlunarmarkaði. Rapyd segir að ætla verði að markmið forsætisráðuneytisins sé ekki eingöngu að bregðast við því neyðarástandi sem skapast geti, t.d. ef rafrænt samband Íslands við umheiminn myndi rofna, heldur að „hafa bein og varanleg áhrif á greiðslumiðlunarmarkaðinn með þeim hætti að núverandi leiðir yrðu ekki reknar áfram, að minnsta kosti í því formi sem raunin er“. 

Þá segir fyrirtækið, eða öllu heldur Garðar Stefánsson forstjóri þess, sem skrifar undir umsögnina, að ekki sé hægt að lesa annað úr þeim skjölum sem forsætisráðuneytið birti undir lok júní en að „tilgangur ráðuneytisins sé, að minnsta kosti öðrum þræði, að sjá til þess að innlend greiðslumiðlun komi í stað núverandi leiða“. Í umsögn Rapyd er vísað til þess að í áformum stjórnvalda sé vikið að því að innlánsstofnunum kunni að verða skylt að taka þátt í fyrirhugaðri greiðslumiðlun að viðlögðum dagsektum og því verði innlánsstofnanir þvingaðar til þátttöku á markaði sem þær séu ekki hluti af í dag.  

RapydGarðar Stefánsson er forstjóri Rapyd.

Rapyd telur „að nauðsynlegt sé að ráðuneytið geri hreint fyrir sínum dyrum um það hvort raunverulegt markmið áformaðrar lagasetningar sé að tryggja þjóðaröryggi, og þeirra almannahagsmuna sem að því stendur, eða lækka kostnað af greiðslumiðlun, sem er allt annað og ótengt markmið, sem ekki verður séð að tengist hinum fyrrgreindu hagsmunum á nokkurn hátt“. 

Fyrirtækið telur liggja ljóst fyrir að nægilegt sé að koma upp varaleið, til þess að ná þeim markmiðum um þjóðaröryggi sem stefnt er að, en í áformaskjali stjórnvalda var sú leið, sem farin var í Finnlandi nýlega, slegin út af borðinu. 

Til viðbótar við þetta telur Rapyd að væntur ábati neytenda af innlendri óháðri greiðslulausn sé stórlega ofmetinn af hálfu ráðuneytisins, en í skjalinu frá ráðuneytinu var vísað til þess að metinn kostnaður við greiðslumiðlun væri um 1,43 prósent af vergri landsframleiðslu hér en einungis 0,79 prósent í Noregi. Þessar tölur koma frá Seðlabankanum, sem tekur reglulega saman kostnað við smágreiðslumiðlun á Íslandi. Rapyd segir „beinlínis ekkert“ í þeim skjölum sem forsætisráðuneytið hefur lagt fram renna stoðum undir að svokölluð RÍR (reikning í reikning) lausn, eða önnur innlend greiðslulausn, myndi lækka kostnað samfélagsins við greiðslumiðlun eða færa okkur nær samanburðarlöndum í þeim efnum.

Fyrirtækið segist gera alvarlegar athugasemdir við áformin í heild sinni og forsendurnar sem þau grundvallast á. „Fyrirliggjandi gögn benda til þess að áformað sé umtalsvert inngrip á markað sem þegar er til staðar og hefur verið um áratugaskeið, án þess að ljóst sé hvort fullt tilefni er til og hvort þau áform sem sett hafa verið fram standist grunnkröfur um meðalhóf og skynsamlega stjórnsýslu,“ segir í umsögninni frá Rapyd.

Hvetja stjórnvöld til að endurskoða málið frá grunni

Í umsögn Landsbankans, sem er í fullri eigu íslenska ríkisins, er hvatt til þess að áform um lagasetningu verði dregin til baka og málið „endurskoðað frá grunni“, en undir umsögnina rita Lilja B. Einardóttir bankastjóri og Arinbjörn Ólafsson, sem er framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs bankans. 

LandsbankinnLilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.

Þau segja eðlilegast að leyfa áhrifum af innleiðingu svokallaðrar PSD2-greiðslutilskipunar að skila sér og sjá hvort og þá hvernig innlendir eða erlendir aðilar sjái sér hag í því að bjóða greiðsluþjónustu sem uppfyllt geti viðmið um öryggi smágreiðslumiðlunar m.t.t. þjóðaröryggis.

Í umsögn bankans kemur fram að hætta sé að „lög um ríkislausn“ sem ná eigi til allra innlánsstofnana á Íslandi geti haft verulega neikvæð áhrif á nýsköpun og samkeppni frá sprotafyrirtækjum á sviði greiðsluþjónustu. Bankinn bendir einnig á að ekki sé ljóst hvernig eigi að tryggja notkun og útbreiðslu innlendrar smágreiðslulausnar. 

„Nýjar lausnir, hvort sem það er þessi lausn eða aðrar, þurfa að standast samkeppni, t.d. við greiðslukort. Það eitt er heilmikil áskorun því greiðslukortafyrirtæki hafa þróað sínar lausnir í áratugi og hafa náð miklum árangri við að gera þær sem notendavænastar og öruggastar. Notendaferli við greiðslur með greiðslukortum verður ekki einfaldað mikið umfram það sem nú hefur verið gert nema á kostnað öryggis og rétts neytenda. Þá er óvíst hvernig framleiðendur snjalltækja (farsíma og úra), sem gjarnan er hugsað til sem helstu burðalaga nútíma smágreiðslumiðla, muni bregðast við beiðnum og óskum fámenns eyríkis um að fá heimildir til að nota tæki þeirra sem burðalag fyrir smágreiðslumiðlun,“ segir í umsögn Landsbankans. 

Ljúka þurfi samtali Seðlabankans og fjármálafyrirtækja áður en lög verði sett

Samtök fjármálafyrirtækja segja í umsögn sinni um málið að þau telji mikilvægt að niðurstöður liggi fyrir í viðræðum á milli Seðlabankans og fjármálafyrirtækja um samvinnu við að koma á fót greiðslulausn, áður en lög verði sett um málið. Einnig kemur fram af hálfu SFF að gæta þurfi meðalhófs í því hve mikill kostnaður leggst á innlánsstofnanir, vegna greiðsluþátttöku í smíði greiðslulausnarinnar.

Samtökin telja svo skorta á rökstuðning um hvernig lausnin eigi að ná alvöru útbreiðslu og vera meira en bara kostnaðarsöm varaleið með óljósri virkni og þekkingu viðeigandi aðila ef skyndilega verði þörf á notkun hennar vegna rofs á öðrum leiðum. 

„Að mati SFF standa líkur til þess þessi leið nái ekki alvöru útbreiðslu og verði virk greiðsluleið. Norrænu leiðirnar náðu útbreiðslu þar sem skortur var á þægilegri lausn til að borga milli einstaklinga og þær eru fyrst og fremst notaðar í það í dag auk netverslunar, en lítið í verslunum. Mjög erfitt er að fá neytendur til að skipta þegar lausn sem þeim líkar er þegar til staðar líkt og kunnugt er,“ segir í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um málið.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mammon er mikið öflugri hérna en á Norðurlöndunum, uss, uss, það þarf ekki nema einn pínulítin "kall,, sem engist af k(h)völum til þess að fá meðaumkun hjá stórum hluta þjóðarinnar. Buddan er alltaf viðkvæm.
    0
  • Jón Ívarsson skrifaði
    Það er búið að vera að vinna að þessu máli í fjölda mörg ár. Fyrst hjá Reiknistofu bankanna og svo Seðlabankanum án nokkurs árangurs. Nú skilur maður hvers vegna. Norðurlöndin öll hafa verið með svona kerfi til margra ára með frábærum árangri. Í Noregi t.d. heitir það Vipps.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
5
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
2
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár