Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Framtíð íslenskunnar er björt

Nú á dög­um þeg­ar ekki er tal­að um okk­ar yl­hýra öðru­vísi en með and­varpi, áhyggj­um og dóma­dags­spám þá er upp­lífg­andi að tala við Rafa­el García Perez, þýð­anda og pró­fess­or við Há­skól­ann Car­los III í Madríd. Hann tal­ar ekki að­eins þá fal­leg­ustu ís­lensku sem heyra má nú á dög­um held­ur heyrði und­ir­rit­að­ur að eft­ir klukku­stunda spjall varð hon­um ekki á að missa út úr sér eina ein­ustu slettu.

Framtíð íslenskunnar er björt
Þýðandi „Mér finnst að ljóðagerð sé mjög sterk á Íslandi, og það gleður mig mikið,“ segir Rafael.

Rafael talar ekki um að fá sendan link heldur biður kurteislega um að fá krækjuna senda. Á ritvellinum verður honum heldur ekki á einsog sjá má á Laxdælu þeirri sem búið er að snara yfir á spænsku. Og hvað er þá hægt að segja um þýðinguna á ljóðabálknum Blóðhófnir þar sem Gerður Kristný sökkti öngli í vorstillt vatn og sólin kveikti glit í gárum? Hvernig fór hann að því að koma þessu sómasamlega upp á spænskuna?

Ja, kannski eru einhver brögð í tafli en tíðindamaður komst að því að íslenskuferill Rafaels hófst eimitt hjá Sæmundi í Sorbonne en við slíkar aðstæður geta galdrar gerst eins og við Íslendingar þekkjum. En kannski er þessi skarpa innsýn hans ávöxtur þess dálætis sem hann hefur á tungu vorri, bókmenntum og þjóð. Svo römm er ást hans á Íslandi að hann dýrkar meira að segja skammdegisnóttina.

Í íslenskunámi hjá Sæmundi í Sorbonne

Íslenska er …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Ég ranka við mér eftir lestur svona greina hversu stutt er í minnimáttarkenndina hjá okkur mörlöndum, að einhver erlendis skuli hafa áhuga á þessu skeri hér norður í ballarhafi. Góð grein og þökk sé fólki eins og Rafael og Jóni Sigurði.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár