Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framtíð íslenskunnar er björt

Nú á dög­um þeg­ar ekki er tal­að um okk­ar yl­hýra öðru­vísi en með and­varpi, áhyggj­um og dóma­dags­spám þá er upp­lífg­andi að tala við Rafa­el García Perez, þýð­anda og pró­fess­or við Há­skól­ann Car­los III í Madríd. Hann tal­ar ekki að­eins þá fal­leg­ustu ís­lensku sem heyra má nú á dög­um held­ur heyrði und­ir­rit­að­ur að eft­ir klukku­stunda spjall varð hon­um ekki á að missa út úr sér eina ein­ustu slettu.

Framtíð íslenskunnar er björt
Þýðandi „Mér finnst að ljóðagerð sé mjög sterk á Íslandi, og það gleður mig mikið,“ segir Rafael.

Rafael talar ekki um að fá sendan link heldur biður kurteislega um að fá krækjuna senda. Á ritvellinum verður honum heldur ekki á einsog sjá má á Laxdælu þeirri sem búið er að snara yfir á spænsku. Og hvað er þá hægt að segja um þýðinguna á ljóðabálknum Blóðhófnir þar sem Gerður Kristný sökkti öngli í vorstillt vatn og sólin kveikti glit í gárum? Hvernig fór hann að því að koma þessu sómasamlega upp á spænskuna?

Ja, kannski eru einhver brögð í tafli en tíðindamaður komst að því að íslenskuferill Rafaels hófst eimitt hjá Sæmundi í Sorbonne en við slíkar aðstæður geta galdrar gerst eins og við Íslendingar þekkjum. En kannski er þessi skarpa innsýn hans ávöxtur þess dálætis sem hann hefur á tungu vorri, bókmenntum og þjóð. Svo römm er ást hans á Íslandi að hann dýrkar meira að segja skammdegisnóttina.

Í íslenskunámi hjá Sæmundi í Sorbonne

Íslenska er …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Ég ranka við mér eftir lestur svona greina hversu stutt er í minnimáttarkenndina hjá okkur mörlöndum, að einhver erlendis skuli hafa áhuga á þessu skeri hér norður í ballarhafi. Góð grein og þökk sé fólki eins og Rafael og Jóni Sigurði.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár